Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2012, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 24.05.2012, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGURINN 24. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Páll Ketilsson, ritstjóri vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 31. maí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Sameining er málið Uppákoman í Garðinum í síðustu viku þegar meirihluti bæjar- stjórnar féll var óneitanlega sérstök. Eins og fram hefur komið kostar þessi gjörningur þetta litla sveitarfélag mikla peninga. Uppákoman varð til út af deilum sem tengjast grunnskólanum og um síðustu áramót var skólastjóra sagt upp störfum og það kostaði líka mikla peninga. Deilur um skólann munu kosta þegar upp verður staðið á annað hundrað milljónir þegar allt er tekið til. Það eru miklir peningar. Nýr meirihluti ætlar að tryggja lýðræði, nokkuð sem gamli meiri- hlutinn var gagnrýndur fyrir að gera ekki, með bæjarstjóra í stefninu sem þótti fara mikinn í stjórn bæjarfélagsins og varð til þess að meirihlutinn sprakk. Er ekki lag fyrir nýjan meirihluta að taka stórt skref og skoða alvarlega sameiningu við Reykjanesbæ? Þó það sé svolítið harðneskjulegt að segja það þá virðist sú alvar- lega staða vera komin upp í Garðinum að bæjarfélagið er betur sett ef aðrir koma að stjórnun þess. Undirliggjandi ólga virðist því miður vera of mikil á milli aðila til að sátt náist. Þegar sá þáttur er lagður við hagræðinguna við sameiningu þá ætti dæmið að vera nokkuð skýrt. Bæjarráð Reykjanesbæjar gaf tóninn á fundi í síðustu viku í kjöl- far sprengingarinnar í Garðinum og sagði að nú væri lag að fara í sameiningu og taka Sandgerði með í pakkann. Þegar fyrsta alvöru sameining sveitarfélaga á Íslandi varð að veruleika árið 1994 sameinuðust Keflavík, Njarðvík og Hafnir. Reynsla hefur sýnt að það var rétt skref. Þeir sem voru á móti því á þeim tíma sem var verulegur minnihluti en kosið var um sameininguna meðal bæjar- búa, sjá í dag að þetta var það eina rétta. Á þessum tíma var skoðað alvarlega að sameina öll sveitarfélögin á Suðurnesjum og haldnir fundir um málin í þeim öllum. Þá var mikil andstaða í Garði og í Sandgerði og enn meiri í Grindavík. Í dag, eftir kreppu er hins vegar allt önnur staða og frá sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna hafa orðið miklar breytingar í rekstri sveitarfélaga. Þetta ætti því ekki að vera nein spurning núna. Öll þessi sveitarfélög eiga við rekstrarvanda að stríða um þessar mundir þó eignastaðan sé betri í Garði og í Reykjanesbæ. Krafa á öll sveitarfélög í dag, hvort sem þau eru stór eða smá, er að halda uppi góðri þjónustu á öllum sviðum og sú krafa bara eykst. Til þess að mæta þessari þjónustu- þörf, minnka rekstrarkostnað og nýta sameiginleg atvinnusvæði er hægt að búa til 17 þúsund manna sveitarfélag ef Garður og Sandgerði sameinast Reykjanesbæ en í Garði búa 1500 manns og 1700 í Sandgerði. Allir sjá að svona smáar rekstrareiningar eins og Garður og Sandgerði eru, ganga ekki upp. Það þarf enga rekstrar- hagfræðinga til að segja það. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ skrifar grein í Víkurfréttir í dag og tekur saman góðan pistil um þetta mál. Hann býður þessi sveitarfélög velkomin í eina sæng. Þegar lega þessara sveitarfélaga er skoðuð sést að aðeins er 10 mínútna akstur á milli ráðhúsa þeirra. Það er deginum ljósara að hægt er að spara peninga sem hægt er að nýta í að gera þjónustu sveitarfélaganna betri og hagræða í rekstri til framtíðar litið. Í Garði og í Sandgerði kostar yfirstjórn árlega um 60-80 millj- ónir króna á hvorum stað. Í dag nýta þessi sveitarfélög þjónustu Reykjanesbæjar í skólamálum. Húsakynni eru vegleg á báðum stöðum sem kosta verulegar fjárhæðir. Að undanförnu hafa Sand- gerði og Garður sameinast um nokkra þjónustuþætti til að ná fram sparnaði og það hefur gefist vel. Nú er bara að stíga skrefið til fulls. Fara alla leið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Sveitarstjórnar- kosningar eru eftir tvö ár og þann tíma er tilvalið að nota til að undirbúa sameininguna sem hægt væri að kjósa um þá. ELDEY KÓRAMÓT TÓNLEIKAR FIMM KÓRA ELDRI BORGARA fara fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja laugardaginn 26. maí nk. kl. 16:00. Úðum gegn: Roðamaur, kóngulóm, lirfum og lús í trjágróðri, illgresi í grasflötum (fíflum) og fl. Fullgild réttindi og mikil reynsla! Garðaúðun Suðurnesja efh. 822-3577 · 699-5571 · 421-5571 netfang: bvikingur@visir.is GARÐAÚÐUN co/ Björn Víkingur og Elín „Dagskrá Sjóarans síkáta hefur aldrei verið fjölbreyttari og öfl- ugri að mínu mati. Hún hefst með skemmtilegum tónleikum á fimmtudagskvöldinu með sjó- mannalagafjöri Ragga Bjarna á Salthúsinu og lýkur á sunnudags- kvöldinu með stórtónleikum Valdimars í íþróttahúsinu. Sem fyrr leggjum við upp úr fjölbreyttri fjöl- skyldudagskrá alla helgina sem nær hámarki á sunnudeginum, sjálfum sjómannadeginum. Það besta við þessa bæjarhátíð okkar Grindvík- inga að mínu mati er hversu margir koma að henni og bjóða upp á fjöl- ›› Sjóarinn síkáti haldinn um sjómannadagshelgina 1.-3. júní með pompi og pragt í Grindavík: Sjóarinn síkáti aldrei verið hressari breytta og skemmtilega viðburði til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans," segir Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar. Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem öflugasta sjó- mannadagshátíð landsins. Á sama tíma og hefðbundin hátíðarhöld sjómannadagsins hafa víða verið lögð niður undanfarin ár hafa Grindvíkingar tekið þá stefnu af efla Sjóarann síkáta enn frekar enda Grindavík einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins. Mikið er lagt upp úr því að Sjóarinn síkáti er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi. En tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni. Margir af fremstu lista- mönnum þjóðarinnar koma fram á Sjóaranum síkáta að þessu sinni. Auk Ragga Bjarna og Valdimar má nefna Hjálma, Pál Óskar, Helga Björns, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, Andreu Gylfadóttur, Ingó Veðurguð, Hreim, Skítamóral o.fl. „Við reynum að bæta umgjörð há- tíðarinnar á hverju ári í samvinnu við þá fjölmörgu aðila sem koma að undirbúningi hennar á hverju ári. Að þessu sinni verðum við með stórt og mikið svið á hátíðarsvæð- inu við Kvikuna alla helgina í stað vörubílspalls til að bæta aðstöðuna fyrir listafólkið og atriðin komast mun betur til skila fyrir áhorf- endur. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur kemur myndarlega að hátíðinni, sérstaklega á sjómanna- deginum sjálfum þar sem Guðni Ágústsson verður ræðumaður dagsins og heiðursviðurkenningar og kappróður verður á sínum stað. Fjórða árið í röð er svo bænum skipt upp í fjögur litahverfi og síðan verður litaskrúðganga á föstudags- kvöldinu úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Kvikuna. Grindvíkingar hafa skreytt bæinn sinn hátt og lágt og tekið virkan þátt í hátíðarhöldunum. Við bjóðum alla landsmenn velkomna á Sjóar- ann síkáta," segir Þorsteinn. Fyrir yngri kynslóðina verða ýmis skemmtileg dagskráratriði eins og dorgveiðikeppni sem nýtur mikilla vinsælda, Brúðubíllinn sívinsæli, dans frá Danssmiðjunni í Reykja- nesbæ og einnig hópur frá Grinda- vík, Skoppa og Skrítla, skemmti- sigling fyrir alla fjölskylduna, sjó- pulsan vinsæla verður í höfninni, hægt að fá reiðtúr með mótorhjóli, fara á hestbak, Gókart, sprellleik- tæki, hoppikastalar og trúðar verða á svæðinu og margt fleira. Margt fleira er á boðstólum í Grindavík alla sjómannadagshelg- ina og dagskrána er hægt að nálgast í heild sinni á www.sjoarinnsikati. is.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.