Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2012, Síða 21

Víkurfréttir - 24.05.2012, Síða 21
21VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 24. MAí 2012 SUMARSUND Boðið er upp á 2 vikna námskeið, 5 skipti í viku, samtals 10 skipti í senn. Námskeiðin eru fyrir 2 ára og upp úr. Í hverri laug er leiðbeinandi og 3-4 aðstoðarmenn ofan í lauginni sem eru sundmenn ÍRB. Leiðbeinendur verða Hjördís Ólafsdóttir sundþjálfari hjá ÍRB, Jóna Helena Bjarnadóttir afrekssundkona og þjálfari hjá ÍRB og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson afrekssundmaður. Leitast er við að kenna yngstu börnunum vatnsöryggi og grunnhreyfingar sundtakanna með og án hjálpartækja. Markmið með kennslu eldri barnanna er að kenna þeim rétt sundtök án allra hjálpartækja. Hægt er að skrá sig á heimasíðum félaganna www.umfn.is/sund og www.keflavik.is/sund frá 24. maí Námskeið 1 er frá 11. til 22. júní. Skráningarfrestur til 8. júní. Námskeið 2 er frá 25. júní til 6. júlí. Skráningarfrestur er til 22. júní. Boðið verður upp á námskeið í sundlaugum Akurskóla í Innri Njarðvík og Heiðarskóla í Keflavík en við áskiljum okkur rétt til að sameina hópa vegna fjölda ef nauðsyn er á því þegar skráning liggur fyrir. Hægt er að velja um tíma á morgnana kl. 8:30, 9:30, 10:30, 11:30 og 12:30 Verð á hverju námskeiði er kr. 6.000. Athugið að hægt er að skrá barn á fleiri en eitt námskeið. Námskeiðin eru einnig fyrir þá sem hafa verið að æfa með ÍRB í vetur. Geymið auglýsinguna! Bifvélavirki á þjónustuverkstæði Bílabúðar Benna í Reykjanesbæ Umsóknir berist til Bílabúðar Benna, Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík eða á tölvupóstfangið atvinna@benni.is fyrir mánudaginn 4. júni. Nánari upplýsingar um starfi ð veitir Björn Ragnarsson. Sérfræðingar í bílum Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 110 Reykjavík - 590 2000 www.benni.is - benni@benni.is Starfssvið: • Alhliða viðgerðir á bílum • Þjónustueftirlit á bílum • Ástandsskoðun notaðra bíla Hæfniskröfur: • Menntun í bifvélavirkjun • Reynsla í bílaviðgerðum • Frumkvæði, eldmóður og vinnusemi • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð Hefur þú gaman af bílum? Bílabúð Benna óskar eftir drífandi starfsfólki Heyrn, Hlíðasmára 11, Kópavogur, heyrn@heyrn.is Tímapantanir - 534 9600 Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf Nánari upplýsingar www.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Kæru Suðurnesjamenn Verið velkomin Verðum á Nesvöllum í Reykjanesbæ mmtudaginn 7. júní Eftir Björgvin G. Sigurðsson, for- mann allsherjar- og menntamála- nefndar. Markmið fjárfestingaráætl-unar sem stjórnarflokk- a r n i r k y n n t u fyrir nokkru er fyrst og fremst að styðja við hag- vöxt, ef la inn- viði samfélagsins og fjölbreytni í atvinnulífi. Áætl- unin er liður í fjölbreytilegum fjárfestingum í mörgum greinum og ætlað að hraða efnahagsbata og hagvöxt. Fjárfestingaráætlunin er sett fram á grunni þess að ríkis- sjóður endurheimti stóran hluta af þeim fjármunum sem lagðir voru fram til að endurfjármagna fjármálakerfið og að með nýjum lögum um fiskveiðistjórnun og veiðigjöld fái þjóðin sanngjarna og hóflega hlutdeild af arði sjávar- auðlinda. Fjárfestingaráætlunin byggir á þeim grunni að í núverandi efnahagsum- hverfi sé skynsamlegt að umtals- verðum hluta þeirra fjármuna sem bundnir hafa verið í bönkum og hluti auðlindagjalda sé best varið með því að fjárfesta með skipu- lögðum og markvissum hætti í inn- viðum samfélagsins. Þannig styrkist undirstaða hagvaxtar og tekju- grunnur ríkissjóðs til framtíðar. Þetta er það sem félagslega sinnuð stjórnvöld hafa farið í gegnum tíðina og er oft kennt við Nýja samninginn hjá Franklin D. Roose- velt Bandaríkjaforseta á þriðja og fjórða áratug 20. aldarinnar. Með því að ráðast í fjölbreytilegar fjár- festingar í samfélaginu öllu sneri hann slaka og samdrætti í mestu efnhagskreppu síðari tíma í sókn og uppbyggingu á máttugu vel- ferðarsamfélagi. Samfélag sem stóð Hefðbundnar læknisaðferðir og náttúrulækn- ingar eru ekki í mótsögn hvor við aðra. Þvert á móti geta aðferðirnar bætt hvor aðra upp. Þess vegna er mikilvægt að fara fyrst í læknisrann- sókn og fá greiningu á sjúkdóminum áður en leitað er óhefðbundinna lækninga. Til hinna hefðbundnu náttúrulækninga má nefna lífsöndun, meðferð sem byggist á breyttu mataræði sem miðast við heilsu sjúklingsins sem í hlut á og handfjötlunarmeðferðir þar sem mikil áhersla er lögð á þekkingu á líkamanum. Lífsöndun er ekki það sama og jóga, hún er hins vegar sérstök tegund meðferðar. Öndun er ómeðvitað ferli, það er það fyrsta sem við gerum þegar við komum í heiminn, og það er það síðasta sem við gerum þegar við förum héðan. Auk þess má nefna náttúrulækningar, grasalækningar og næringarfræði, en þetta tekur lágmark 3 ár að læra. Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn að þekkja hvaða meðferðir eru skynsamlegar og læknisfræðilega nauðsynlegar, meðal annars svo þeir kasti ekki penningum á glæ. Ef fólk lendir í því að eyða miklum peningum án þess að fá neitt út úr því hefur verið beitt óábyrgum aðferðum. Ef árangur næst ekki innan skamms þá henta þér ekki þessar meðferðir. Hin mikla list felst í því að þekkja mörkin á milli læknisfræði og nátt- úrulækninga, sem eru þau að læknisfræði fæst við alvarlega eða ólækn- andi sjúkdóma en náttúrulækningum má beita þegar um minniháttar kvilla eða truflun á líkamsstarfsemi er að ræða. Náttúrulækningar geta gagnast vel til dæmis ef sjúklingur kvartar yfir verkjum án þess að hægt sé að greina ákveðinn sjúkdóm í einhverju líffæri. Þegar um lífshættulega sjúkdóma er að ræða eiga aðferðir hinnar óhefðbundnu læknisfræði ekki við. Það er líka óviðeigandi og jafnvel hættulegt þegar meðferðaraðilar líta svo á að einhver ein aðferð sé sú eina rétta. Náttúrulækningar verða stöðugt að skoðast í heildrænu meðferðarsamhengi. Úrslitaatriðið hér er að hver og einn með- ferðaraðili verður að þekkja sín takmörk, meira að segja útlærður nátt- úrulæknir, grasalæknir og næringarfræðingur. Fólk á að geta læknað sig sjálft ef það fer eftir lífsreglum, sem eru góður svefn, góður morgunverður og heilbrigður hádegisverður, eitthvað lítið á kvöldin, drekka nóg af vatni á dag og gleyma ekki ávöxtum og grænmeti. Góð heilsa ætti ekki að vera dýr, það eru aðrir sem gera hana dýra. Birgitta Jónsdóttir Klasen https://www.birgittajonsdottirklasen.com https://www.heilsumiðstöð birgittu/facebook.com Læknisaðferðir Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar Fjárfestingaráætlun til framtíðar sterkt þar til nýfrjálshyggjumenn undir forystu repúblíkana á níunda áratugnum molaði þá samfélags- gerð innan frá með hömlulausri einkavæðingu og skattalækkunum á þá ríku og betur stæðu. Nýr Herjólfur, Suðurlands- vegur og Leifsstöð Í fjárfestingarplaninu er komið víða við og snertir það alla landshluta og fjölmargar greinar. Ekki síst þær sem flokkast undir grænt hagkerfi, ferðaþjónustu og kvikmyndagerð. Þá er myndarlegum skerf varið til samgönguframkvæmda og mann- virkjagerðar. Til að mynda smíði á nýjum Herj- ólfi, uppbyggingu leiguíbúða og viðbyggingu við Leifsstöð og Kefla- víkurflugvöll. Með þessum hætti er verið að flýta uppbyggingu mikil- vægra verkefna sem hafa mikið samfélagslegt gildi og skila miklu af sér og hratt. Þá er óskiptum potti varið til að flýta gerð samgöngumannvirkja sem samgöngunefnd þingsins er gert að skipta. Mikilvæg mál á borð við breikkun Suðurlandsvegar eru þar efst á blaði enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu öllu. Breikkun vegarins skiptir miklu máli bæði í byggðalegu sam- hengi og umferðaröryggislegu. Því er mikilvægt að halda hratt áfram að skilja á milli akreina þessa fjöl- farna og umferðarþunga vegar. Í heild sinni eykur áætlunin lands- framleiðslu um ríflega 2,5% á ári og atvinnuleysi gengur hraðar niður en ella. Þau auknu efnahagsum- svif sem felast í þessari áætlun munu auka skatttekjur og draga úr kostnaði vegna atvinnuleysis svo milljörðum skiptir. Áætlað er að ríkissjóður fái aukna skatttekjur sem gætu numið um 17 millj- örðum króna á þremur árum og sparað 2-3 milljarða vegna minna atvinnuleysis. Því er ástæða til þess að fagna gerð þessarar áætlunar um framtíðarfjárfestingar í innviðum landsins sem rís nú hratt úr stuttu skeiði samdráttar og erfiðleika. n Fréttadeild í síma 421 0002

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.