Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 5
Nýlega sendu Neytendasamtökin frá sér ítarlega umsögn um frumvarp til nýrra laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Það er raunar ekki í fyrsta sinn sem samtökin senda frá sér umsögn um þetta frumvarp því það hefur verið lagt fram nokkrum sinnum áður, án þess að verða að lögum. Því miður hefur frumvarpinu ekki verið breytt í takt við ábend­ ingar samtakanna og því þurfti enn að ítreka þær. Það er þó von samtakanna að allt sé þegar fernt er og að nú verði tekið tillit til athugasemda þeirra en þær helstu eru: Umsýslugjaldið Neytendasamtökin hafa lengi gagnrýnt svokallað umsýslu­ gjald, en svo virðist sem fasteignasalar kynni það fyrir vænt anlegum kaupendum sem ófrávíkjanlegt gjald sem þeim beri að greiða, en ekki sem mögulega greiðslu fyrir samning sem aðilum er frjálst að gera um sérstaka þjónustu við kaupanda. Samtökin telja brýnt að skýrt verði kveðið á um það í lögum að fasteignasala sé einungis heimilt að áskilja sér þóknun úr hendi kaupanda fyrir þjónustu sem kaupandi óskar eftir og sérstaklega er samið um. Hvað kostar að selja fasteign? Við sölu á þjónustu er skylt að gefa upp verð með virðis­ aukaskatti. Flestir fasteignasalar taka söluþóknun sem er ákveðið hlutfall söluverðs. Þannig er t.a.m. algengt að uppgefin söluþóknun vegna einkasölu sé 2%. Mörgum bregður svo í brún þegar gert er upp við fasteignasalann, en þá er söluþóknunin alls ekki 2% heldur 2,51%. Sé um 30 milljón króna fasteigna að ræða er söluþóknunin því ekki 600.000 kr., eins og seljendur gera væntanlega ráð fyrir, heldur 753.000 kr. eftir að vsk. hefur verið bætt við. Í greinargerð með frumvarpinu er fallist á að þessi fram­ kvæmd, sem tíðkast hefur meðal fasteignasala, sé í raun ólögleg, en þó er af einhverjum ástæðum ekki farin sú leið að kveða skýrt á um það í lögunum að uppgefin söluþóknun skuli vera að meðtöldum vsk. Þetta gagnrýna samtökin og gera þá kröfu að bætt verði inn í lögin ákvæði um að upp­ gefin söluþóknun skuli vera með vsk. , enda ljóst að eins og er gefa fasteignasalar verð ekki upp með löglegum hætti. Raunar velta samtökin því einnig upp hvort það sé yfir­ höfuð rétt að miða söluþóknun við verð eignar en ekki fasta krónutölu, þar sem erfitt er að sjá að margfalt meiri vinna felist í því að selja stórt einbýlishús en tveggja herbergja íbúð. Þá er líka sérstakt að laun fasteignasala, sem á að gæta hagsmuna kaupenda og seljenda, séu beinlínis undir því komin hvort eignin selst nægilega háu verði. Sala til skyldmenna Í frumvarpinu er lagt til að fasteignasala og starfsmönnum hans sé óheimilt að kaupa eign sem honum hefur verið falið að selja. Einnig er lagt til að fasteignasala sé óheimil milli­ ganga um kaup eða sölu fasteignar sé hann, starfsmenn hans eða makar þeirra, eða félag í þeirra eigu, eigendur hennar eða ef þeir búa yfir sérstökum upplýsingum um fasteignina sem hafa þýðingu við söluna og aðrir hafa ekki aðgang að. Þetta telja Neytendasamtökin að gangi alls ekki nógu langt, en samtökin fá iðulega erindi þar sem seljendur halda því fram að kaupandi eignarinnar hafi verið barn eða systkini fasteignasala. Í ljósi þess að fasteignaviðskipti eru sennilega mikilvægustu viðskipti sem flestir gera á lífsleið­ inni er mikilvægt að aðkeypt sérfræðiþekking sé veitt af hlutleysi og fagmennsku og því gera samtökin þá kröfu að sett verði í lög að aðilar nákomnir fasteignasala megi ekki kaupa eign sem honum hefur verið falið að selja. Að sama skapi ætti fasteignasali ekki að sjá um sölu eigna fyrir aðila á borð við börn sín, systkini eða foreldra. Eftirlitsnefnd fasteignasala Samkvæmt frumvarpinu á að víkka út hlutverk eftirlits­ nefndar fasteignasala, þannig að hún taki á skaðabóta­ kröfum og því hvort fasteignasali eigi rétt á þóknun. Þetta er af hinu góða en Neytendasamtökunum finnst þó undar­ legt að gert er ráð fyrir að fasteignasali eigi sæti í nefndinni en enginn fulltrúi neytenda. Umsögnina má lesa í heild sinni á ns.is. Þar er tekið á ýmsum fleiri atriðum er varða fasteignasölu, t.a.m. um menntun fasteignasala, upplýsingar á söluyfirliti og aðferð við frumvarpsgerðina. Ný lög um fasteignasala? Erindi til NS Neytendasamtökin fá mikið af erindum vegna þjónustu fasteignasala og fasteignakaupa. Þannig voru erindin alls 933 á árunum 2007­2011. Síðustu tvö ár hafa þessi erindi svo verið flokkuð nánar, þ.e. annars vegar í erindi vegna þjónustu fasteignasala og hins vegar vegna fast­ eignanna sjálfra: Ár Erindi vegna fasteignasala Erindi vegna fasteignakaupa 2012 39 74 2013 32 55 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.