Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 17
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2014 // þEgAr DAuÐAnn BEr AÐ gArÐi Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum síð­ ustu hálfa öld eða svo og á þeim tíma hafa peningar sett æ meiri svip á allt daglegt líf fólks. Fjöldamargt sem fram yfir miðja síðustu öld þótti sjálfsagt að fólk gerði sjálft eða hjálpaðist að við verður nú ekki framkvæmt nema fyrir peninga, jafnvel mikla peninga. Meðal þess sem þannig hefur orðið að stórum kostnaðarliðum eru ýmsar hefðbundnar athafnir í lífi fólks: Skírn, ferming, gifting, stórafmæli og síðast en ekki síst jarðarförin. Ein­ hvers konar veisluhöld virðast flestum þykja sjálfsögð og það gildir líka eftir dauðann. Útförin hefur í þessu samhengi þá sérstöðu að sá sem allt snýst um hefur ekkert að segja um framgang mála. Hafi hinn látni ekki skilið eftir sig nein fyrirmæli er ein­ faldlega orðið of seint að spyrja. Hvað kostar að deyja? Kostnaður við útför getur vægast sagt verið afar mis­ mun andi. Neytendablaðinu er kunnugt um tilvik þar sem aðstandendum tókst að halda heildarkostnaði rétt innan við 370.000 kr. en fjórðungur af upphæðinni var vegna áletrunar á legstein. Konan sem um ræddi var jarðsett við hlið manns síns og á leiði hans hafði á sínum tíma verið settur legsteinn, ætlaður þeim báðum. Þenn an legstein þurfti að flytja til áletrunar og aftur til baka. Þessi gamla kona var jarðsett í kjól sem hún hafði haft mikið dálæti á og notuð voru sæng og koddi úr dánar­ búinu fremur en að kaupa líkklæði og kistubúnað. Svo­ nefnd sálmaskrá var einfaldlega skrifuð í Word og prent­ uð á venjulegan pappír í bleksprautuprentara með mynd af gömlu konunni framan á. Satt að segja er ekkert auð­ veldara með nútímatækni. Það sem keypt var að í þessu tilviki var líkkista og lágmarksútfararþjónusta, ásamt einni auglýsingu í Fréttablaðinu. Reikningur útfararþjónustunnar (að kistunni meðtalinni) hljóðaði upp á 268 þúsund og auglýsingin kostaði tæplega 19 þúsund. Erfidrykkju var einfaldlega sleppt. Aðstandendur voru engu að síður ánægð ir með útförina og töldu hana fyllilega sóma­ samlega. Vafalítið má kalla þetta það minnsta sem unnt er að komast af með. Það er sem sagt gerlegt að koma látnum aðstandendum sómasamlega undir græna torfu fyrir 300.000 kr. og í þeirri upphæð rúmast kross með áletr­ un. Þetta litla dæmi heyrir þó líklegast til algerra undan­ tekninga. Trúlega er miklu algengara að útfararkostnað­ ur fari yfir milljón og auðvelt er að hleypa honum miklu hærra. Til að lengja þessa grein ekki úr hófi verður hér aðeins miðað við höfuðborgarsvæðið, en af ýmsum ástæð um má ætla að víða um land, einkum í smærri byggð arlögum, sé ýmiss kostnaður nokkru lægri. Að mörgu að hyggja Frá andlátinu og þar til gengið hefur verið endanlega frá leiðinu gerist miklu fleira en hægt er að ímynda sér í fljótu bragði. Nú til dags taka útfararstofur að sér flest­ allt það sem gera þarf og veita leiðbeiningar um þau atriði sem þær annast ekki sjálfar, og verður vart hjá því komist að leita til þeirra. Þótt þjónusta þeirra sé auð­ vitað ekki ókeypis þarf hún ekki að vera mjög dýr. Það sýnir dæmið sem rakið var að framan. Á hinn bóginn vildu sennilega fæstir vera án þeirrar þekkingar sem þar er til staðar. Nú verða raktir helstu kostnaðarliðirnir í útfararferlinu. Til einföldunar verður hér miðað við kirkjulega athöfn, sem er algengust, þó margir standi nú utan trúfélaga eða aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni. Tilkoma nets­ ins hefur auðveldað alla upplýsingaöflun til muna. Á heimasíðu innanríkisráðuneytisins er að finna lista yfir fyrirtæki og einstaklinga, 21 talsins, sem hafa leyfi til að reka útfararþjónustu. Mun færri halda úti heimasíðum og aðeins sárafáar útfararþjónustur birta verðskrá. Það getur ekki talist til fyrirmyndar. Þegar dauðann ber að garði - jafnvel dauðinn fæst ekki ókeypis 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.