Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2011, Side 9

Ægir - 01.03.2011, Side 9
9 M E Ð H Ö N D L U N F I S K S um borð í bátana en það ger- ist síður þegar vinnslur kaupa hráefni á mörkuðum. Þá komast skilaboð og óskir um meðhöndlun og kælingu ekki eins greiðlega til sjómann- anna,” segir Jónas. Hægari dauðastirðnun eftir- sóknarverð Þó ísun og kæling skipti verulegu máli í meðhöndlun- inni segir Jónas að blóðgunin sé einnig mjög mikilsverð. „Við hvetjum til þess að menn séu með blóðgunarker á dekkinu með rennandi sjó og að fiskurinn sé blóðgaður beint ofan í það. Þar sé hann í um það bil korter áður en hann er ísaður ofan í ker í lest. Þetta hafa okkar prófanir sýnt að er besta ferlið gagn- vart gæðum og geymsluþoli fisksins. Með því að fiskurinn fari strax niður í 0 gráður var- ir hið mikilvæga dauðastirðn- unarferli mun lengur og það hefur minni áhrif á gæði holdsins. Ef fiskurinn er ekki kældur hratt niður eftir veiði þá getur dauðastirðnunarferl- ið gengið yfir á um hálfum sólarhring og þá fer hið eig- inlega skemmdarferli strax í gang. Af þessu má sjá að allra fyrstu handtökin um borð skipta öllu máli um það sem á eftir kemur,“ segir Jónas. „Margir telja sig vera að ísa aflann vel úti á sjó en eru hreinlega ekki að ísa nægjanlega mikið. Í sumum tilfellum eru menn t.d. að búa til krapa með ís og sjó en þegar sjór er hlýr yfir sumarið þá misreikna menn sig gjarnan á ísþörfinni þannig að afl- inn fær engan veginn nægilega kæling,“ segir Jónas.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.