Ægir - 01.03.2011, Page 19
19
Æ G I S V I Ð T A L I Ð
Ingvar Þór Óskarsson, þrítugur Dalvíkingur, sem hefur tekið smábátaútgerðina
með trompi og er kominn með þrjá báta:
Fullur bjartsýni
á framtíðina
„Ég ætla að vera bjartsýnn á framtíðina í þessu. Ef ég væri
það ekki þá gæti ég alveg eins og hætt strax,“ segir Ing-
var Þór Óskarsson, þrítugur Dalvíkingur sem að sönnu má
segja að hafi lagt smábátaútgerð fyrir sig. Hann er ungur
maður sem hugsar stórt, byggir upp og veltir stöðugt fyrir
sér hvar sóknarfæri liggja í útgerðinni. Eiginlega má segja
að röð tilviljana hafi ráðið því að hann hóf smábátaútgerð.
Og á aðeins rúmum tveimur árum er hann í félagi við fjöl-
skyldu sína kominn með þriggja báta útgerð. Grásleppan
og strandveiði eru lykilþættir í útgerðinni en tíminn verður
svo að leiða í ljós hvernig hún þróast.