Fréttablaðið - 21.09.2015, Qupperneq 4
hágæða vítamín
Bandaríkin Fylgi Donalds Trump
fellur úr 32 prósentum niður í 24
prósent og fylgi Carly Fiorina fimm-
faldast, úr þremur prósentum og upp
í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri
könnun fréttastofu CNN sem greint
var frá í gær.
Miklar breytingar urðu á fylgi repú-
blikana sem sækjast eftir útnefningu
flokksins til forsetaframboðs á næsta
ári í kjölfar kappræðna á miðvikudag.
Trump kom einna verst út samkvæmt
skoðanakönnun CNN en ef fylgis-
tölurnar eru skoðaðar er Fiorina ótví-
ræður sigurvegari.
Skoðanakönnun CNN er áhyggju-
efni fyrir fleiri frambjóðendur en
Trump. Þrátt fyrir að hafa virst sigur-
stranglegastur fyrir nokkrum vikum
og hundrað milljóna Bandaríkjadala
kosningasjóð – stærri en kosninga-
sjóður nokkurs annars af frambjóð-
endunum – hefur Jeb Bush nú mis-
tekist í tvígang að nýta sér kappræður
til að komast aftur í toppbaráttuna.
Scott Walker fær einnig skell í könn-
uninni og missir fylgi sitt. Nú mælist
hann undir hálfu prósenti en í sumar
var hann meðal efstu manna. Walker
hefur hrapað úr tæplega tuttugu pró-
sentum og niður á botn. Þá leiddi hann
einnig lengi vel í Iowa en það ríki kýs
frambjóðanda fyrst allra. - þea
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun
9. sept. 20. sept.
Donald Trump 32% 24%
Carly Fiorina 3% 15%
Ben Carson 14% 19%
Marco Rubio 3% 11%
Jeb Bush 9% 9%
Ted Cruz 7% 6%
Mike Huckabee 5% 6%
Rand Paul 3% 4%
Chris Christie 2% 3%
John Kasich 2% 2%
Scott Walker 5% 0%
náttúra „Heiti potturinn hlýtur að
vera sá stærsti í heiminum, segir
Hörður Jónasson ökuleiðsögumaður
um nýja baðstaðinn í Holuhrauni.
Hörður var á ferð í Holuhrauni um
síðustu helgi og tók þá meðfylgjandi
myndir á hinum nýja áfangastað sem
jafnt innlendir sem erlendir ferða-
menn stefna nú á.
„Þetta er einstakur baðstaður á
heimsvísu,“ segir Hörður. „Heitt
jökulvatn úr suðurenda Holuhrauns,
bræðsluvatn frá Dyngjujökli rennur
norður, undir og í gegnum hraunið
og kemur undan því í norðurend-
anum. Þetta er mikið magn af vatni,
um 35 til 40 gráðu heitu.“
Í hraunjaðrinum er skál sem
Hörður telur vera um 400 til 500 fer-
metra og því líkast til stærsti heiti
pottur í heimi sem fyrr segir. „Úr
skálinni rennur svo heitt vatn út
og myndar ána sem er um 40 senti-
metra djúp. Notalegur straumurinn
í ánni virkar sem nuddpottur,“ lýsir
Hörður.
En það er ýmislegt að varast. Nýja
hraunið er geysi oddhvasst. „Það er
nauðsynlegt að hafa tvenna skó
meðferðis því það þarf vaðskó í ánni
og þó aðallega í heita pottinum sem
er inni í hrauninu,“ segir Hörður.
Þá getur sjálft vatnið verið var-
hugavert. „Hitastig hefur verið
sveiflukennt, hefur farið í 50
gráður,“ segir í aðvörunarskilti frá
Vatnajökulsþjóðgarði.
gar@frettabladid.is
Einn stærsti heiti pottur í heimi
Risavaxinn pottur í Holuhrauni dregur að sér ferðamenn sem vilja baða sig í heitu jökulvatninu sem rennur
undan hraunjaðrinum. Þeir þurfa þó að varast hitasveiflur í vatninu sem hefur farið upp í 50 gráður.
Það borgar sig að fara með gát í úfnu hrauninu. Mynd/Hörður Jónasson
Nýjasti baðstaður landsins er jafnframt einn sá áhugaverðasti. Mynd/Hörður Jónasson
ferkílómetrar af hrauni stóðu eftir gosið
sem stóð í Holuhrauni frá 31. ágúst 2014 til
28. febrúar 2015.85
króatía Lögregluyfirvöld í Króatíu
sögðu í gær að um 27.000 flóttamenn
hefðu komið til landsins frá því á
miðvikudag. Straumur flóttamanna
beindist til Króatíu eftir að Ungverjar
lokuðu landamærum sínum við Serbíu
með gaddavírsgirðingu.
Ranko Ostojic, innanríkisráðherra
Króatíu, bað flóttamenn um að hætta
að reyna að komast til Vestur-Evrópu í
gegn um Króatíu síðastliðinn föstudag
en þá höfðu um tíu þúsund flóttamenn
komið til landsins á einungis tveimur
dögum. Frá því ummælin féllu hafa
Króatar farið að beina flóttamönnum
aftur til Ungverjalands en markmið
flóttamannanna er að komast til
Slóveníu, sem er hluti af Schengen, og
þaðan til vesturs þar sem landamærin
eru opin. – þea
27 þúsund
flóttamenn á
síðustu dögum
Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið.
Nordicphotos/AFP
Bandaríkin Will Ferrell. Sarah Silver-
man, Hans Zimmer og Steve Wozniak
eru á meðal 126 bandarískra stór-
stjarna sem skrifuðu undir stuðn-
ingsyfirlýsingu við forsetaframbjóð-
andann Bernie Sanders í gær.
„Við undirrituð, listamenn, tón-
listarmenn og menningarleiðtogar
Bandaríkjanna, erum tilbúin til að
styðja nýja sýn fyrir landið okkar,“
segir í yfirlýsingunni, sem er áhuga-
verð, ekki síst fyrir þær sakir að
enginn þingmaður eða ríkisstjóri
úr röðum demókrata hefur lýst yfir
stuðningi við Sanders. Sanders sæk-
ist eftir útnefningu demókrata til
forsetaframboðs og saxar nú hratt á
forskot Hillary Clinton. – þea
126 fræg styðja
Bernie Sanders
Fylgi Scotts Walker
hefur fallið
niður í 0%
»
Grikkland Vinstriflokkurinn Syriza,
flokkur Alexis Tsipras, mældist með
35 prósent atkvæða í þingkosningum
á Grikklandi þegar um helmingur
atkvæða var talinn í gærkvöldi og
hafði Vangelis Meimarakis, leið-
togi stjórnarandstöðuflokksins Nýs
lýðræðis, lýst yfir ósigri snemma
í gærkvöld. Samkvæmt tölunum
heldur samsteypustjórn Syriza og
Sjálfstæðra Grikkja með um 155 sæti
af 300.
Mjótt var á munum milli Syriza og
Nýs lýðræðis í skoðanakönnunum
undanfarna daga en þegar helmingur
atkvæða var talinn mældist Nýtt lýð-
ræði með 28 prósent atkvæða. Öfga-
þjóðernishyggjuflokkurinn Gullin
dögun mældist þriðji stærstur með
um sjö prósent atkvæða. Þá náði
Sameiningarflokkur alþýðunnar,
klofningsframboð úr Syriza, ekki
manni inn á þing.
Tsipras skrifaði alvörugefin skila-
boð til stuðningsmanna sinna á
Twitter-síðu sinni. „Fram undan
liggur vegur vinnu og erfiðleika,“
skrifaði hann.
Tsipras boðaði til kosninganna í
kjölfar uppreisnar samflokksmanna
hans sem stofnuðu Sameiningar-
flokk alþýðunnar, en kosningarnar í
gær eru þriðji kosningasigur Tsipras
á árinu. Flokkur hans var ótví-
ræður sigurvegari þingkosninganna
í janúar og þá kusu Grikkir gegn skil-
málum lánardrottna Grikkja fyrir
nýrri neyðaraðstoð í júlí eins
og Tsipras mælti með. Þó
samþykkti Tsipras að
lokum svipaða skil-
mála og neitað hafði
verið.
Kosningarnar
eru þær þriðju í
röð þar sem tveir
stærstu flokkar
landsins í sögu-
legu samhengi,
Nýtt lýðræði og
Pasok, ná ekki
meirihluta. En
áður hafði saman-
lagt fylgi flokkanna
rokkað á milli 77 og
87 prósenta. – þea
Þriðji kosningasigur Tsipras á árinu
Alexis Tsipras
2 1 . s e p t e m B e r 2 0 1 5 m á n U d a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
1
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
5
4
-4
D
C
8
1
6
5
4
-4
C
8
C
1
6
5
4
-4
B
5
0
1
6
5
4
-4
A
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K