Fréttablaðið - 21.09.2015, Síða 14

Fréttablaðið - 21.09.2015, Síða 14
Fólk| Fólk er kynningarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Heimili Ég er alin upp við að fara í berjamó og búa til afurðir úr berjunum. Móðir mín gerði alltaf sultur og saft. Um síðustu helgi fór ég í ber vestur á Barðaströnd og vikan hefur farið í að vinna úr berjunum. Ég tíni aðallega bláber,“ segir Guð- rún Þórðardóttir, varforseti Kvenfélagasambands Íslands, en hún gefur lesendum tvær uppskriftir að ljúffengum sultum. Guðrún segir tilvalið að frysta berin og nýta yfir veturinn eða búa til saft og frysta. „Ég flokka yfirleitt bestu berin frá og frysti. Fyrir nokkrum árum keypti ég mér sérstakan pott sem ég sýð berin í þannig að safinn fer í eitt hólf. Mjög handhægt og sparar mikla vinnu. Saftina set ég í flöskur og í frost en það er svo gott að eiga ber og saft í frysti sem hægt er að nota í matargerð allan veturinn. Frosin aðalbláber eru algjört sælgæti og barnabörnin mín hakka þau í sig,“ segir Guðrún. grímsævintýri „Undanfarin ár hef ég geymt svolítið af berjum og saft til að vinnu sultur fyrir Grímsævintýri sem Kvenfélag Grímsneshrepps stendur fyrir árlega. Þar höfum við þrjár vinkomur, Friðsemd Erla Þórðar- dóttir og Kristín Hlíf Ríkharðsdóttir, gert nokkrar tegundir af sultum og selt við góðan orðstír. Eitt árið fórum við í Húsdýragarðinn og bauðst að fara þangað aftur í ár. Sulturnar okkar seldust hins veg- ar allar upp á Grímsævintýrunum og meðal annars fengu færri chili-sultu en vildu,“ segir Guðrún. sultugerð í grímsnesi haustverkin Guðrún Þórðardóttir hefur ásamt vinkonum sínum selt ljúf- fengar sultur á Grímsævintýri, hátíð Kvenfélags Grímsstaðahrepps. Færri fengu krukku af chili-sultunni þeirra en vildu. Við fengum uppskriftina. sultugerð Guðrún á markaði kvenfélags Grímsneshrepps, ásamt Friðsemd Erlu Þórðardóttur, en þær hafa ásamt kristínu Hlíf Ríkharðsdóttur, búið til sultur og selt við góðar undirtektir. mynd/GuðRÚn ÞóRðaRdóttiR Dragháls 14-16 · 110 Reyk jav ík S ími 4 12 12 00 · www. i s l e i f u r . i s L O G I S 1 6 0 T a l i s S V A R I A R C T a l i s S V A R I A R C m . ú ð a r a F O C U S 2 6 0 m . ú ð a r a Gæði fara aldrei úr tísku T a l i s S V A R I A R C m . ú ð a r a T a l i s S F O C U S 1 6 0 F O C U S 1 6 0 L O G I S 2 6 0 T a l i s S m . ú ð a r a Eitt mesta úrval landsins af eldhúsblöndunartækjum girnileg sulta Gott er að gæða sér á heimatilbúinni sultu með góðu og grófu brauði. Chili-sulta 3 stk. rauðar paprikur 5 stk. stór chili 1 1/2 bolli borðedik 5 1/2 bolli sykur 4 tsk. sultuhleypir Hreinsa þarf vel bæði paprikur og chili þann- ig að engin fræ verði eftir. Síðan maukað í mat- vinnsluvél. Allt nema sultuhleypir sett í pott og látið sjóða í um 15 mín. Eftir það er sultuhleypirinn settur í og látið sjóða í um 2-3 mín- útur. Setjið í krukkur og lokið strax. Drottningarsulta 500 g íslensk jarðarber Stór banani skorinn í bita 400 g hrásykur Safi úr 1/2 sítrónu 2 msk. dökkt romm (má sleppa) Niðurskorin jarðarber, banani, sítrónusafi og sykur allt sett saman í skál og blandað vel saman. Setjið plast yfir skálina og látið standa í 2-3 tíma. Setið í pott og látið suðuna koma upp og sjóðið í 4-5 mín. Ef vill má setja 2 teskeiðar af hleypiefni en þarf ekki. Hellið í krukkur og lokið strax. 2 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 5 4 -4 3 E 8 1 6 5 4 -4 2 A C 1 6 5 4 -4 1 7 0 1 6 5 4 -4 0 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.