Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2015, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 21.09.2015, Qupperneq 38
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Íþróttir Evrópsk hreyfivika hefst í dag og fer kröftuglega af stað um allt land. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) stendur að skipulagningu vikunnar hér á landi en markmið hennar er að 100 milljónir fleiri Evrópubúar hreyfi sig reglulega áður en árið 2020 gengur í garð. Þetta er í fjórða sinn sem hreyfivikan er haldin hér á landi og er hún unnin í sam- starfi við flesta grunnskóla og sveitarfélög landsins. „Hreyfivikan er að blómstra. Það er fjölbreytt dagskrá á fjörutíu þéttbýlis- stöðum á landinu og enn að bætast við,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ. Meðal þátttakenda er þjóðkirkjan en í sunnudagaskóla Egilsstaðakirkju verður svokölluð kirkjuleikfimi og hreyfisöngvar. „Það er ullarsokkafótbolti, það er flotjóga, og hestamenn bjóða í reiðtúra. Svo eru opnar æfingar hjá börnum og foreldrum boðið með. Það er endalaus fjölbreytni í gangi,“ segir Sabína. Hún segir hreyfivikuna vera þvert á ald- urshópa og allir taki þátt. Sem dæmi um það má nefna að Félag eldri borgara býður í dag í vatnsleikfimi í Lágafellslaug og ung- barnaleikskólinn Ársól ætlar í göngutúr um Heimahverfið í Reykjavík. Sabína segir að einkunnarorð UMFÍ séu „Hver er þín uppáhaldshreyfing?“ og með því sé reynt að virkja alla. „Okkar nálgun er sú að heilsan sé félagsleg, líkamleg og andleg. Við erum svolítið að agitera fyrir því að fólk finni sína hreyf- ingu því það eykur líkurnar á að það við- haldi þeim lífsmáta að stunda það sem það hefur gaman af.“ snaeros@frettabladid.is Vilja að allir finni sína uppáhaldshreyfingu Nærri fjögur hundruð viðburðir tengdir hreyfingu eru á dagskrá evrópskrar hreyfiviku sem hefst í dag. Kirkjan, sveitarfélög, grunnskólar og líkamsræktarstöðvar eru meðal þátttakenda. Sabína Steinunn Halldórsdóttir segist finna mikinn meðbyr með evrópsku hreyfivikunni. Allir vilji vera með. Fréttablaðið/Anton Brink Merkisatburðir Það er ullarsokkafót- bolti, það er flotjóga og hestamenn bjóða í reiðtúra. Svo eru opnar æfingar hjá börnum og foreldrum boðið með. Listaháskóli Íslands var stofnaður þennan dag fyrir sautján árum. Skólinn var stofnaður með skipulagsskrá sem var undirrituð af fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og menntamála- ráðuneytisins. „Þar með er þessum áfanga náð. Allt vinnst þetta með tím- anum," sagði Björn Bjarnason, þáver- andi menntamálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt skipulagsskrá er skólanum ætlað að bjóða upp á æðri menntun á sviði lista og að stuðla að eflingu list- menntunar þjóðarinnar og fræða lands- menn um listir og menningu. Upp- bygging skólans var ör en árið 2000 tók hann upp leiklistarkennslu og árið 2001 bættist tónlistarnám við auk hönnunar- deildarinnar. Árið 2002 bættist arkitektúr, vöruhönnun og fatahönnun við. Skólinn fékk aðsetur við Laugarnesveg 91 sem gjarnan var kallað SS-húsið en kennsla hófst fyrst haustið 1999. Þ Etta g E R ð i St 2 1 . S E p t E M b E R 1 9 9 8 Listaháskóli Íslands stofnaður Frá útskriftarsýningu nemenda við Listaháskólann árið 2004. 1919 Jarðskjálfti ríður yfir Reykja- nesið með þeim afleiðingum að Reykjanesviti skemmist mikið. 1936 Franska herskipið L'Aud- acieux kemur til landsins og vekur athygli fyrir þær sakir að það er hraðskreiðasta skip heims á þessum tíma og fór fjörutíu og fjóra hnúta, eða sjómílur, á klukkustund. 1937 Hobbitinn, The Hobbit, eftir J.R.R. Tolkien kemur út í fyrsta skiptið þennan dag í Bretlandi. 1963 Skipherrann Eiríkur Krist- ófersson er sæmdur æðstu orðu sem Breta veita erlendum mönn- um. Hlýtur hann orðuna fyrir þátttöku sína í að bjarga breskum sjómönnum. 1964 Malta lýsir yfir sjálfstæði frá Bretum 1976 Fyrsta alþjóðlega pönkhátíðin er haldin, þá á Club 100 í London. 1985 Grímudansleikur eftir Verdi er frumsýndur í Þjóðleikhúsinu þennan dag og þykir Kristján Jóhannsson slá rækilega í gegn. 1991 Armenía lýsir yfir sjálfstæði 1998 Listaháskóli Íslands er stofnaður 2013 Hryðjuverkamenn frá Sómalíu, Al-Shabab, ráðast á West- gate-verslunarmiðstöðina í Naíróbí í Kenýa. Fjöldi fólks var myrtur í verslunarmiðstöðinni og hátt í tvö hundruð manns særðust. Útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa Óla Vals Hanssonar fv. garðyrkjuráðunautar hjá Búnaðarfélagi Íslands verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. september kl. 13. Rolf Hansson Herdís Sveinsdóttir Ómar B. Hansson Guðríður A. Kristjánsdóttir Óttar Rolfsson Sunna K. Símonardóttir Nína Margrét Rolfsdóttir Björgvin H. Björnsson Jakob Rolfsson Margrét Ó. Halldórsdóttir Jökull Rolfsson Óli Valur Ómarsson Björn Dúi Ómarsson Embla Sól, Iðunn og Björn Erik Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hjördís Vigfúsdóttir Þorláksgeisla 33, lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 12. september. Okkar innilegustu þakkir til starfsfólks 11E, sem annaðist hana af alúð í veikindum hennar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 24. september kl. 15.00. Vignir Jónsson Heimir Jónsson Jóhanna K. Jónsdóttir Fríða J. Jónsdóttir Auðunn G. Árnason Hörður Jónsson Ingibjörg Kolbeinsdóttir og barnabörn. TímamóT 2 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m Á N U D A G U r 2 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 5 4 -3 A 0 8 1 6 5 4 -3 8 C C 1 6 5 4 -3 7 9 0 1 6 5 4 -3 6 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.