Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 73
Tímarit Máls og menningar semisstefnu í söguskoðun yfirleitt. En það verður að viðurkenna að Dostoéfskí varpar ljósi á „frumspeki sögunnar" af slíkri snilld að einsdæmi má heita. 6. Yfirlit Ná er rétt að draga saman aðalatriði þess sem hér hefur komið fram um lífs- viðhorf og hugmyndir Dostoéfskís. Heimspekilegar hugleiðingar Dosto- éfskís fengu dýpsta innblástur sinn í „heimspeki mannsandans", en á þessu sviði náðu þær næstum óvenjulegum þroska. Dostoéfskí var jafnvígur hvað snertir heimspekilegar hugmyndir um manninn, siðfræði, söguheimspeki og vandamál Guðlegs réttlætis og gæzku andspænis böli og illsku í veröldinni. Skerfur hans til rússneskrar — og ekki aðeins rússneskrar — hugsunar er mjög mikill. Það var ekki ófyrirsynju að flest- ir rússneskir hugsuðir næstu kynslóða tóku mið af Dostoéfskí og tillit til hans í verkum sínum. Sú staðreynd skiptir sérstaklega miklu máli í þessu að Dosto- éfskí gerði grein fyrir vandamálum menningarinnar eins og þau birtast í sjálfri trúarvitundinni. Gogol varð fyrst- ur til að lýsa hinni spámannlegu hugsýn um „rétttrúaða menningu" — menn- ingu samkvæmt gríska rétttrúnaðinum sem vísaði til algerlega nýrra leiða í sögulegri viðleitni mannanna, og í verk- um Dostoéfskís varð hún fyrsta sinni meginþáttur í könnun og kenningum um söguskoðun. Veraldarhyggjan (se- cularism), sem Slavavinirnir töldu rök- rétta afleiðingu þróunarinnar í trúmálum Vestur-Evrópu, var að mati Dostoéfskís varanleg en einhliða andleg stefna, sér- stök trúarleg viðmiðun út af fyrir sig. Raskolníkof er tákn þess hvernig manns- andinn rýfur gersamlega sambandið við trúarvitundina, og Kírílof sýnir hvernig þetta fráhvarf frá Guði hlýtur óhjá- kvæmilega að leiða til trúarlegrar end- urnýjunar í hugmyndafræði manndýrk- unarinnar, þar sem maðurinn er settur á goðstall. Þau öfl í vestrænni heim- speki sem fyrir löngu höfðu mótað ver- aldarhyggjuna, sem nokkurs konar trúar- lega einhyggju, þar sem ekki er gert ráð fyrir öðrum tilverusviðum en efnisheim- inum, þau birtast í söguhetjum Dosto- éfskís í ljósi hugmynda hans um veru- leikann, en hann taldi að raunveruleik- inn og lögmál trúarbragðanna væru svo nátengd böndum innri gagnvirkni að þau yrðu ekki aðgreind. Með því að snúa hugsuninni þannig frá róttækri sértekningu og óhlutbundnum ályktun- um yfir í þann móðurkvið trúarinnar sem fyrst ól hana, þannig var ekki leyst úr neinum djúpstæðum vandamálum sem snerta mannsandann; þeim var að- eins komið öllum á réttan grundvöll, þau voru aftur tengd eigin forsendum. I raun og veru hefst nýtt skeið í sögu rússneskrar hugsunar með verkum Dostoéfskís. Enda þótt rússneskir hugs- uðir hefðu alla tíð viðurkennt úrslita- mikilvægi trúarlegra sjónarmiða, þá varð Dostoéfskí fyrstur til að snúa öll- um vandamálunum varðandi mannsand- ann yfir í trúarleg vandamál og sjá mannsandann algerlega frá þeim sjónar- hóli. Auðvitað gerði þetta alla trúarlega viðmiðun flóknari og gat ögrað sam- bandinu við sígildar kenningar kirkju- feðranna, en jafnframt lagði Dostoéfskí með þessu grunn að óvenjulegum og frjósömum blóma rússneskrar trúarheim- speki. 275
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.