Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 74
Helgi Hálfdanarson Sem lok yfir akra Mörg eru þau orðtökin, sem ekki verða skýrð með vissu, vegna þess að uppruni þeirra er gleymdur. Onnur eru vafa- laus. Orðtakið fara sem logi yfir akur er eitt þeirra sem engum dyljast. Það er haft um hvaðeina sem geysist áfram og veldur tjóni, til dæmis her, sem sækir hratt fram um breiðar byggðir og eirir engu. Orðtakið vísar til þess, þegar akr- ar eru brenndir og eldurinn hámar í sig korngresið. Þarna þyrfti engra skýringa við, ef ekki væri hin forna mynd þessa orð- taks vel varðveitt á bókum; en þar seg- ir: ganga sem lok yfir akra; ekki logi, heldur lok. Almennt mun talið, að í yngri gerð orðtaksins sé logi þjóðskýring, þar sem lok skildist ekki. Að vísu hefur sú skýr- ing þá getið af sér nýtt orðtak, sem full- komlega stendur fyrir sínu, hvernig sem það er ættað. En hvað merkir lok í hinu forna orð- taki? Þar er allt á huldu. Gizkað hefur verið á, að það kunni að vera illgresi og þá einna helzt burkni, því til séu orð í norrænum málum, sem bent gætu til þess. Að vísu er skýring orðtaks að litlu hafandi, nema sennilegt sé, að orðtakið hefði sprottið upp af þeim rótum, sem xakið er til. En líkurnar til þess, að ill- gresi á akri hefði kallað á þá samlík- ingu, sem í orðtaki þessu felst, eru nán- 276 ast engar. Sízt væri þess að vænta af burkna, sem einatt er að læðupokast í klettaskútum og hættir sér naumast út í dagsbirtuna. Þar hittir logi aftur á móti alveg í mark. í hinu forna orðtaki hlýtur lok að merkja eitthvað, sem „fer eins og logi yfir akur“. En þá kemur eitt fyrirbæri öðrum fremur í hugann, og það er hin fornfræga plága, engisprettan. Ef eitt- hvað ætti að hæfa merkingu orðtaksins enn betur en logi, þá væri það einmitt engispretta, þessi voðalegi vágesmr, sem tortímir öllum gróðri, kemur æðandi eins og dimmur skýfláki, rennir sér yfir akrana með brimandi gný og skilur eft- ir aldauða jörð eins og af eldi sviðna. En í orðtakinu segir ekki „sem engi- spretta", heldur „sem lok“. Er nokkurt samband hugsanlegt þar á milli? Þá er þess að minnast, að engispretta nefnist á latínu locusta, og ber sama beiti á ýmsum málum sem frá henni hafa runnið, t.d. locust á ensku. Fer þá að styttast í þá ágizkun, að lok sé gam- alt tökuorð og merki engispretta, e.t.v. sprottið beint upp úr latneskum texta 2. Mósebókar í Vúlgötu, sem vel gat verið fyrsta heimild margra norrænna manna um hina skelfilegu engisprettu- plágu. Orðið locusta í latneskum biflíu- texta hlaut að bjóða fram tökuorðið lokusta (sbr. þjónusta o. fl.); og þar sem það orð minnti á endalok (þ.e. tortím- ingu), gat það hæglega stytzt í lok. Ef
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.