Morgunblaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar
Undrajurt Ætihvönn eða Angelica archangelica vex víða á Íslandi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Hér sést hvönnin undir hinum tignarlega Lómagnúpi á fögrum sumardegi.
gamalli kommóðu. Þaðan, undan lín-
inu, dró hún fram lítinn miða og rétti
mér hann og bankaði honum á
brjóstið á mér. Þetta var byrjunin á
minni kremgerð,“ segir Aðalsteinn
sem hélt svo leiðar sinnar með upp-
skriftina góðu.
Ráðið í gáturnar
Uppskrift gömlu konunnar
byggist að hluta til á kindafeiti og í
fyrstu kremtegundinni var kinda-
feitin uppistaðan.
„Kindafeiti er bæði verkjastill-
andi, bólgueyðandi og sótthreins-
andi. Þegar menn fengu til dæmis
kýli í gamla daga var kindafeiti tugg-
in og sett á kýli og bundið yfir og
daginn eftir var kýlið horfið,“ segir
Aðalsteinn sem hefur rannsakað fjöl-
margt tengt heilsu manna ofan í kjöl-
inn. Á meðal þess er sóríasis (psori-
asis). „Um níutíu og sjö eða átta
prósent allra sem þjást af sóríasis í
heiminum eru sögð þjást af alvar-
legum D3-vítamínskorti. Í kindafit-
unni er ekki nægilegt magn af vítam-
íninu, en eins og góður maður benti á
er líka hægt að nota hreindýrafitu í
krem. Og þar kom D3-vítamín-
bomban! Hreindýrið er náttúrlega
úti allan ársins hring og étur ógrynni
af D3 og þarna var ég kominn með
réttu fituna í krem fyrir sóríasis,“
segir Aðalsteinn sem hefur heyrt frá
mörgum sóríasissjúklingum að þetta
sé eina kremið sem hafi hjálpað
þeim. Þriðja kremtegundin varð til
eftir að Aðalsteinn datt á skautum.
„Þá fór allt í kleinu í vinstri öxlinni og
þar tognaði allt sem tognað gat. Ég
fór til sjúkraþjálfara og lítið gekk, lét
svo mynda öxlina á spítalanum og að
ári liðnu var enn allt í ólagi,“ segir
hann. Það var á þeim tíma sem Aðal-
steinn komst í kynni við býsna magn-
aða konu sem var bæði hjúkrunar-
fræðingur, nálastungusérfræðingur
og transheilari, svo eitthvað sé nefnt.
Aðalsteinn fer í tíma til konunnar og
hún fer í trans. „Hún segir að þeir
þarna hinum megin séu eitthvað að
tala um krem og nefni rót í sömu
andrá. Ég spyr þá hvort þeir eigi við
hvannarót og eftir langa þögn segja
þeir að svo sé,“ segir hann og áttaði
sig á að hann ætti nú að búa til krem
sem virkaði á mjög alvarleg húð-
vandamál.
Guli liturinn í blöndunni
Aðalsteinn fór því og þurrkaði
rætur hvannarinnar og bjó til duft úr
þeim. „Ég geri tilraun og það sem
vakti athygli mína var það að þegar
ég blanda þessu saman þá lekur út
gulur litur og ég fer að velta fyrir
mér hvort þetta sé túrmerik og ég á
eftir að fá það staðfest hvort það geti
verið,“ segir hann. Skömmu síðar í
tímanum hjá transmiðlinum fékk
hann að vita að þegar hann væri að
gera tilraunir með jurtirnar í Hrísey
fylgdust hómópati nokkur og læknir
vandlega með því sem hann væri að
gera og var Aðalsteini jafnframt tjáð
að hann gæti spurt þá út í loftið þeg-
ar hann þyrfti að fá svör. „Það var
einmitt það sem ég gerði næst þegar
ég stóð með rótina, teskeið og vökv-
ann í pottinum. Ég vissi ekkert hvað
ég ætti að setja mikið af hverju og
spurði þá út í loftið. Fjórar skeiðar
var sagt.“
Þessi blanda virðist virka á erfið
húðmein.
Ekki fjöldaframleiðsla
Ýmsir hafa haft samband við
Aðalstein og viljað framleiða kremin
hans í mun meira magni en hann ger-
ir sjálfur. Það hefur hann ekki viljað
því hann kýs að búa kremið til á sama
hátt og hann hefur gert fram til
þessa „Ég lít þannig á að það sé ekk-
ert jafnrétti í heiminum nema allir
hafi jafna möguleika á að láta sér líða
vel,“ segir hann og það er ástæðan
fyrir því að hann heldur í einfaldleik-
ann við framleiðsluna. Til að sem
flestir geti notfært sér afurðina. Þær
verslanir sem hafa viljað selja vöruna
myndu hækka verðið á hverri dós til
muna. „Þá er búið að taka hópinn
burtu sem hefur lítið fé til ráðstöf-
unar og þarf ef til vill mest á þessu að
halda,“ segir Aðalsteinn Bergdal,
leikari og kremframleiðandi með
meiru.
Enn sem komið er hefur vefsíða
ekki verið stofnuð fyrir heima-
framleiðsluna úr Hrísey en Aðal-
steinn er orðinn alvanur því að fólk
annaðhvort hringi í hann eða sendi
honum tölvupóst út af kremunum og
þannig verður það án efa áfram til
þess að hafa yfirbyggingu Húðlausn-
ar sem einfaldasta.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hreindýr Í fitunni af hreindýrum er meðal annars vítamínið D3 sem Að-
alsteinn segir að flesta þá skorti sem þjakaðir eru af sóríasis.
„Þar stendur stór og
mikil gráhærð kona sem
segist eiga að bjóða
mér í kaffi“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2014
Ætihvannir (Angelica archange-
lica) er Norðurlandabúum vel
kunn enda upprunnar í álfunni
norðanverðri og vaxa víða villt-
ar. Í fyrndinni var jurtin talin
gagnleg til að verjast nornum
og göldrum þeirra en síðar var
hún þó heldur talin búa yfir
lækningarmætti gegn ýmsum
kvillum og sóttum auk þess
sem hún var talin geta unnið
gegn eitrunaráhrifum. Rót
hvannarinnar er víða notuð í te
sem vel fer í maga og er sagt
efla meltinguna, styrkja tauga-
kerfið sem og ónæmiskerfið. Í
bók Nönnu Rögnvaldardóttur,
Matarást, kemur m.a. fram að
hvönnin hefur í gegnum tíðina
verið soðin með ýmsum mat til
að gefa bragð og hér á landi áð-
ur fyrr voru leggirnir flysjaðir
og soðnir í mjólk. Þeir voru
borðaðir með smjöri eða súrri
mjólk og rjóma. Blöðin voru nýtt
í salöt, sósur og grauta.
Hvannarótarbrennivín er ein
þekktasta afurð þessarar
áhugaverðu plöntu. Ekki má
gleyma að hinir löngu holu stilk-
ar eða leggir plöntunnar geta
vel verið nýttir sem blást-
urshljóðfæri eða jafnvel hristur,
séu þeir fylltir með fræjum eða
þurrkuðum baunum.
Hljóðfæri og
lækningajurt
HIN UNDRAVERÐA JURT
Jólin 2014
Hágæða vörur
og fyrsta flokks
þjónusta.
Jólabæklingurinn er kominn út.
BOSCH
Töfrasproti
MSM 67170
Kraftmikill, 750 W.
Hljóðlátur og
laus við titring.
Fullt verð: 17.900 kr.
Jólaverð:
13.900 kr.
SIEMENS
Ryksuga
VSZ 3A222
Orkuflokkkur A.
Parkett og flísar,
flokkur C.
Teppi, flokkur D.
Útblástur A.
Hljóð: 79 dB.
Fullt verð: 29.900 kr.
Jólaverð:
23.900 kr.
Rommelsbacher
Vöfflujárn
WA 1000/E
Glæsilegt 1000 W vöfflujárn úr
burstuðu stáli frá þýska
framleiðandanum
Rommelsbacher.
Viðloðunarfrítt yfirborð.
Fullt verð: 14.900 kr.
Jólaverð:
11.900 kr.
Lux
Hangandi ljós
15308-29
Fullt verð: 21.900 kr.
Jólaverð:
15.900 kr.
BOSCH
Hárblásari
PHD 5767
2000 W. Quattro-Ion
tækni: Afrafmagnar
hárið, gerir það
mýkra og veitir því gljáa.
Fullt verð: 10.500 kr.
Jólaverð:
7.900 kr.