Morgunblaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2014 Vinur minn, Sigurður Hall- marsson, er fallinn frá. Sálufélagi föður míns frá þeirra fyrstu kynn- um. Þeirra kunningsskapur hófst er fjölskylda mín bjó á Hólum í Hjaltadal, faðir minn var þar bú- stjóri. Sigurður fékk föður minn til að koma til Húsavíkur og segja þar nokkrum áhugasömum hesta- mönnum til í reiðmennsku og hestahaldi. Upp frá þessu nám- skeiði spratt góður kunningsskap- ur sem síðan þróaðist út í ævi- langa vináttu. Ævilanga vináttu þeirra og einnig fjölskyldna okkar – sem aldrei hefur borið skugga á. Vorið eftir námskeiðið góða á Húsavík var svo Sigurður mættur í Hóla til að hjálpa föður mínum við að undirbúa Landsmót hesta- manna sem þar skyldi haldið. Þeir smíðuðu dómpalla, girtu af skeið- velli og beitarhólf og hæluðu út tjaldstæði. Meira þurfti ekki í þá daga. Síðan var riðið út á kvöldin – og hlegið og líklega eitthvað sung- ið. Mótið tókst síðan vel og þótti vel undirbúið. Sagt er að lífið end- urtaki sig og fari í hringi. Síðasta vetur fór sonur minn nýútskrifað- ur reiðkennari og hélt námskeið fyrir hestamenn á Húsavík og heilsaði að sjálfsögðu upp á vin okkar Sigurð Hallmarsson. Þar urðu fagnaðarfundir, ekki við ann- að komandi en sonurinn yrði leystur út með gjöfum. Kom heim með fjögur undurfalleg málverk eftir Sigurð, þar af eitt hvar mynd var máluð á báðar hliðar dúksins til að nýta plássið. Og nú berast þau tíðindi að aftur skuli haldið Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal. Þá gleðjast nafnar tveir úr framkvæmdanefnd 1966. Sigurður var hlaðinn hæfileik- um, gat eiginlega allt og hafði áhuga á flestu. Hans fag var kennsla og uppeldi en listgáfan og fegurðin litaði flest það sem hann tók sér fyrir hendur. Leiklist, tón- list, myndlist – hestar. Sigurður var til dæmis í mínum huga mikill áhugamaður um fallega bíla. Skipti oft um bíla og var stundum að flýta sér í bílferðum. Hann var hlýr og hugulsamur, hafði smit- andi hlátur og einstakan húmor. Hann stoppaði yfirleitt ekki lengi við, þurfti að hafa mikla yfirferð. Hann var sannur vinur. Hann þekkti allt og alla og var í stöð- ugum önnum við kennslu, list- sköpun, félagsmál og önnur krefj- andi verkefni. Hann fann sér samt tíma til að skiptast á sendibréfum við 10 ára vin sinn í Kirkjubæ. Bréfin voru stutt en sögðu margt, hvöttu og hresstu. Sigurður var afar næmur maður og það var stundum eins og hann skynjaði stöðu mála gegnum holt og yfir heiðar. Hringdi alltaf þegar mikið lá við. Seinna áttaði maður sig á því hversu mikilvægur Sigurður var fyrir sína heimabyggð, því meðfram ábyrgðarmiklum fræðslustörfum var hann drif- krafturinn í menningarlífi Húsvík- inga í áratugi. Hvílíkt héraðslán að eiga slíkan mann í sínu liði. Blessuð sé minning Sigurðar Hallmarssonar. Ágúst Sigurðsson, Kirkjubæ. Nú eru þau bæði horfin af vett- vangi lífsins, Diddi og Dísa, eins og þau voru kölluð milli ættingja og vina. Það voru aðeins 6 vikur á milli þeirra. Hér verður ekki rakin afrekaskrá, heldur nokkur minn- ingabrot, þakklætisvottur fyrir það sem þau gáfu okkur hjónum á nærfellt 50 ára samferð. Það var eitt sumarkvöld. Við vorum ung og hress og ég að byrja í sumarfríi. Nóttin var einnig ung og það var þessi hlýi sunnanblær í loftinu. Allt í einu fannst okkur að við yrðum að fá einhverja til að deila með okkur lífsgleðinni ein- mitt á þessari stundu, klukkan tvö að nóttu. Og satt að segja treyst- um við engum til að taka uppá- stungu um svoddan galskap að nóttu til nema Didda og Dísu. Og þau brugðust ekki, rifu sig upp úr rúminu og komu á Ketilsbrautina. Þar var ekki lengi áð, heldur hald- ið út í bjarta nóttina og endað uppi á Húsavíkurfjalli. Eftir að hafa baðað okkur í miðnætursólinni var aftur haldið heim og þar hýrguð- um við okkur á einum laufléttum áður en við ákváðum að nú væri nóg komið, enda komið framundir miðmorgun. Diddi var maður gleðinnar, listamaður af guðs náð og Húsvík- ingur fram í fingurgóma. Það virt- ist alveg sama hvaða listform hann lagði fyrir sig, alls staðar var hann í fremstu röð, það var hvergi slegið af, hvergi fúskað. Hann var að sjálfsögðu potturinn og pannan í ótrúlegu gengi Leikfélags Húsa- víkur og satt að segja voru sýn- ingar þess sjaldan betri en þegar hann stjórnaði, enda metnaður hans ríkur fyrir hönd leikfélagsins og hann þekkti sitt fólk. En hann var líka listmálari, kórstjóri, stjórnaði lúðrasveit og fleira og fleira. Hann átti líka viðkvæmni lista- mannsins. Þegar fyrsta málverka- sýningin í nýju Safnahúsi á Húsa- vík var sett upp voru þar eingöngu myndir þingeyskra listamanna. Af mér óþekktum ástæðum var eng- in mynd eftir Didda. Ég held að hann hafi ekki verið heima. Mér rann þetta til rifja og gaf safninu málverk sem ég hafði keypt af Didda nokkrum árum áður, fannst hreint ekki við hæfi að verk eftir hann væri ekki með á þessari opn- unarhátíð. Vissi að við Diddi vor- um báðir mjög ánægðir með þetta málverk. Gerði þetta án þess að nefna það við Didda. Talandi um við- kvæmni listamannsins þá laust því seinna niður í hugskoti Didda að ég hefði gefið myndina vegna þess að ég hefði ekki verið ánægður með hana, sem var fjarri sanni. Satt að segja sá ég eftir henni. Þennan misskilning jöfnuðum við síðar og gátum báðir hlegið að. Diddi átti við mikið heilsuleysi að stríða síðustu árin. En lífsþor- stinn slokknaði ekki, hann sló hvergi af. Ein síðasta minning mín um Didda er frá Húsavíkurkirkju. Hann stjórnaði kór aldraðra, hafði ekki þrek til að standa óstuddur. Þá skorðaði hann sig við eina súl- una og stjórnaði þaðan. Þvílík snilld, þvílíkur lífsþorsti. Minning Sigurðar Hallmarssonar mun lengi lifa. Við Kata sendum börnum hans og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gísli G. Auðunsson. Í öllum samfélögum, stórum og smáum, er að finna fólk sem markar dýpri spor en samferða- fólkið í menningar- og listalífi. Þessir einstaklingar fá gjarnan sess sem einkennislistamenn sinn- ar heimabyggðar, hvort sem það er í fámennri sveit, þorpi eða heimsborg. Salzburg státar af Mozart, breski smábærinn Dork- ing af Laurence Olivier, íbúar í Leiden í Hollandi telja sig eiga Rembrandt og Mosfellingar á Ís- landi Halldór Laxness. Það er lík- ast til á engan hallað þótt Húsvík- ingar tilnefni þau Sigurð Hallmarsson, eða Didda Hall, og Herdísi Birgisdóttur, Dísu, sem einkennislistamenn samfélagsins síðustu áratugi. Þau hjónin hafa bæði horfið af sviðinu á síðustu vikum. Diddi er jarðsunginn í Húsavíkurkirkju í dag og Dísa var jarðsungin í október síðastliðnum. Störf þeirra hjóna voru mörg og fjölbreytt og hafa snert æði marga í nærsamfélaginu stóran hluta heillar aldar. Diddi og Dísa gegndu hlutverki skólastjóra, kennara, hljóðfæraleikara, hús- móður, heimilisföður, listmálara, lúðrasveitarstjóra, fræðslustjóra og lögregluþjóns svo eitthvað sé nefnt. Þá eru enn ótalin öll þau hlutverk sem þau léku á sviðum leikhúsanna. Hvort á sinn hátt höfðu þau þetta óskilgreinda „extra“, sem ómögulegt er að kenna, en allir vilja læra til að verða fremstir í sínu fagi. Engum sem á horfði líður úr minni ein- lægnin, hógværðin og trúverðug- leiki leikkonunnar Dísu í hinum fjölmörgu hlutverkum sem hún tók að sér fyrir Leikfélag Húsa- víkur. Á sama hátt á Diddi sinn sess í hugum og hjörtum þeirra sem fengu að njóta hæfileika hans á sviðinu og sem leikstjóra. Um alla framtíð mun hann líka kalla fram hughrif hjá þeim sem virða fyrir sér myndir hans af Kinnar- fjöllunum sem hann málaði af svo miklu listfengi. Á tímum mikilla sviptivinda í þróun byggða á Íslandi er það mikil og verðmæt hvatning að horfa til þeirrar lífsafstöðu sem felst í því þegar afburðafólk kýs að finna hæfileikum sínum farveg í litlu samfélagi utan mesta skark- ala heimsmenningarinnar. Sú heimsmenning hefði sannarlega tekið hæfileikum Didda og Dísu opnum örmum og engin leið að segja hvert örlögin hefðu leitt þau ef þau hefðu kosið sér búsetu í öðru samfélagi. Hitt er þó víst að erfitt er ímynda sér nokkuð jafn- ast á við það sem búseta og störf þeirra hjóna í heimabænum norð- ur í landi hafði í för með sér. Það er mikil hvatning að horfa til þess að þrátt fyrir búsetu í litlum bæ á lítilli eyju norður í Atlandshafi höfðu þau hjónin töluverð áhrif út fyrir sitt litla samfélag og það fyr- ir tíma internets og nútímasam- gangna. Virk þátttaka í leiklistar- og tónlistarlífi á landsvísu ber vott um þetta. Þeim einstöku heiðurshjónum Sigurði Hallmarssyni og Herdísi Birgisdóttur – Didda og Dísu – vottum við okkar dýpstu virðingu um leið og við sendum þeim, fyrir hönd heimabyggðarinnar, hinstu kveðju. Húsavík og nærsveitir eiga þeim hjónum miklar þakkir að gjalda fyrir ómetanlegt fram- lag til lista- og menningarlífs. Aðstandendum færum við inni- legar samúðarkveðjur. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, Friðrik Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Norðurþings, og Óli Halldórsson, formaður bæjarráðs Norðurþings. Sigurður Hallmarsson Minningarorð til þín skrifa ég með söknuð í hjarta en jafnframt gleði yfir þínu litríka lífi sem ég nú rifja upp, þegar þú hefur svo snaggaralega kvatt sviðið og hald- ið á vit sumarlandsins til að hitta á ný dísina þína sem kvaddi fyrir bara nokkrum vikum. Þú varst kennarinn okkar hús- vískra barna sem fædd vorum 1947, öll 6 árin í barnaskólanum. Endalausi bekkurinn hans Didda Hall – þessi stóri hópur og þú eig- inlega eins og faðir okkar allra. Þú varst miklu meira en kenn- ari , vinur, félagi, mentor og þú gerðir svo margt fyrir bekkinn sem var langt út fyrir þitt kenn- arasvið og við það naustu oft að- stoðar frá eiginkonu þinni Dísu í Bergi, sem ég minnist hér um leið og þín, en þið kvödduð þennan heim með svo stuttu millibili og fóruð á vit feðranna inn í Sumar- landið fagra. Þið lékuð ógleyman- lega saman í Gullna hliðinu og Dísa þín hefur örugglega beðið þín „undir björkunum í Bláskóg- arhlíð“ svo nú hafið þið gengið saman inn um Gullna hliðið. Þegar 1947 árgangur lauk barnaskólanum settir þú upp stórt leikrit og málaðir leikmyndina. Allur bekkurinn tók þátt á sviði – Mjallhvít og dvergarnir sjö. Helgi Hálfdanarson, pabbi Sigga bekkj- arbróður, setti söguna í leikform og útvegaði tónlist úr Hnotu- brjótnum og voru allir dvergarnir æfðir í ballett. Auðvitað hafði Dísa yfirumsjón með öllu og saumaði búningana og skemmst er frá að segja, að sýn- ingin varð svo vinsæl að við eign- uðumst nægan pening til að fara í ógleymanlegt viku ferðalag til Hafnar í Hornafirði. Rútan hans Alla öxulbrotnaði á Lónsheiði, en það skapaði bara enn fleiri minn- ingar og engan sakaði, sennilega fyrir snarræði þitt, þegar þú stökkst út og náðir að henda stórum steini fyrir afturhjólið svo rútan rynni ekki ofan í á. Þú og Pétur Friðrik, listmálararnir tveir, voruð fararstjórar ásamt Alla og var endalaust grín og glens alla ferðina. Við höfum hist með nokkru millibili gegnum árin – bekkurinn þinn og þú – og haldið upp á ýmsa áfanga saman. Það verður öðru- vísi fyrir okkur að hittast næst án þín en þú lifir í minningu okkar um ókomin ár. Fyrsti tími í teikningu var minnisstæður. Við krakkarnir höfðum öll eignast vatnslitakassa og pensil með og nú skyldi festa bóndabæ á blað með fjall í baksýn. Það gekk hratt á græna og brúna litinn hjá flestum við teikningu torfbæjar og fjalls en smávegis fór af gulum hjá þeim sem settu sól fyrir ofan fjallið og kannski líka pínu blátt. Mér fannst þetta hins- vegar svo einlitur heimur að ég málaði fjallið mitt með öllum litum úr kassanum og svo komst þú að skoða hjá okkur og sagðir við mig. „Þetta er einmitt það sem ég vil sjá – litagleði heimsins – og mundu alltaf að lífið er allt í lit og líka bakvið þokuna.“ Já, undir handleiðslu þinni varð skólanámið að ljúfum leik sem ég hef haft að leiðarljósi eins og svo ótalmargt annað, kæri mentor. Ég hef oft verið spurð í gegnum tíðina, hver hafi haft mest áhrif á mig og mitt líf – hvaða kennari hafi verið mér ógleymanlegur. Því hefur alltaf verið auðsvarað. Leikarinn, málarinn, kennar- inn, tónlistamaðurinn, þúsund þjala smiðurinn, mentorinn minn, Sigurður Hallmarsson Ég kveð þig, kæri vinur, nú klökk í hinsta sinn og Dísu þína líka. Bryndís Hagan Torfadóttir. Með Sigurði Hallmarssyni er litríkur og eftirminnilegur per- sónuleiki af velli genginn. Hvort það á betur við að tala um hann sem fjöllistamann eða þúsund- þjalasmið á ég erfitt að gera upp við mig en hvort tveggja var hann, svo mikið er víst. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum fljótlega eftir að ég fór að stússast í pólitík og venja komur mínar til Húsavíkur. Þar hefur hann verið fastur punktur í tilverunni æ síðan þar til nú að komið er að kveðjustund. Sigurði Hallmarssyni var óvenjumargt gefið, óvenjumargt til lista lagt bæði í bókstaflegum skilningi og hinum víðari í anda máltækisins. Óþarfi er að tíunda hæfileika hans á sviði leiklistar, tónlistar og myndlistar svo vel þekktir sem þeir eru. En mér eru ekki síður hugleikin þau tilþrif sem hann sýndi á góðri stund sem sögumað- ur, eftirherma og almennur gleði- gjafi í mannlegum samskiptum. Enn er mér í fersku minni næt- urstund í Grafarbakka þar sem þeir lögðu saman hesta sína Sig- urður og Freyr Bjarnason í sam- kvæmi að afloknu þorrablóti Al- þýðubandalagsins. Ekki vafðist það fyrir þeim Didda og Beisa að semja af fingrum fram og leika á óborganlegan hátt siglingu Nátt- fara og ambáttarinnar forðum vestur yfir Skjálfanda á vit frels- isins. Hvor lék hvað er það eina sem ég ekki man. Framlag Sigurðar Hallmars- sonar til menningar- og fræðslu- mála á vel hálfrar aldar starfsævi er ósmátt að vöxtum. Þau hjónin, hann og Herdís, auðvitað um ára- tuga skeið í fararbroddi þess ósér- hlífna hóps sem gerði Leikfélag Húsavíkur að menningarlegu stórveldi þannig að mörg atvinnu- leikhús hefðu verið fullsæmd af. Við ófáar jarðarfarir eða á annars konar samkomum löðuðu þeir fram sína ljúfu tóna saman, hann og vinur hans Ingimundur Jónas- son og þannig mætti áfram telja. Og Sigurður Hallmarsson sló ekki slöku við þótt aldurinn færð- ist yfir. Á áttræðisafmælinu hringdi ég í hann og talaðist svo til í því spjalli að ég kæmi við hjá honum fljótlega til að velja mér fallega mynd af Kinnar- eða Víknafjöllunum og væri þá ekki verra að í forgrunni væru hólmar í Laxá. Í annríki daganna fórst þetta lengi vel fyrir en mikið er ég þakklátur nú fyrir heimsóknina til hans á vinnustofuna í Hvammi að morgni föstudagsins langa í fyrra. Þar var hann við iðju sína um- kringdur myndum af hverjum ég valdi eina sem nú færir mér ein- mitt Laxá og Kinnarfjöllin á hverjum degi inn í sálina hér á skrifstofu minni. Um greiðslu fyr- ir myndina þýddi ekkert að tala. Mér er heiður að því að þú skulir vilja eiga mynd eftir mig sagði Diddi. Þannig var Sigurður Hall- marsson. Hann var höfðingi og heiðurinn og ánægjan er allt mín megin að hafa fengið að njóta kunningsskapar við hann. Ég votta aðstandendum samúð mína og hvíli hann í friði. Steingrímur J. Sigfússon. Sigurður Hallmarsson var fá- gætur listamaður og með ólíkind- um hvað hann var fjölhæfur leik- húsmaður. Hans list var svo ótrúlega yfirgripsmikil að hún rúmast varla í einni manneskju. Leikari, leikstjóri, leikmynda- teiknari, listmálari, harmónikku- leikari, kórstjóri, söngvari, lúðra- sveitarstjóri, eftirherma, upplesari, sérstaklega ljóðaupp- lesari, kvikmyndaleikari, frábær skemmtikraftur og veislustjóri ágætur. List hans í leikhúsinu er greypt í hug og hjarta þeirra fjölmörgu sem í áratugi hafa notið þess að horfa á hann á leiksviðinu. Með sinni fallegu hljómmiklu rödd, þar sem blær ljóðs, texta og persónu hljómar á skýran og hljómfagran hátt. Ríkur skilningur á hlutverkið, einstakar skapgerðarlýsingar og hárfínt skop, þegar það á við, allt þetta og svo ótal margt fleira hef- ur gert það að verkum að sigrar hans á leiksviðinu urðu eins marg- ir og raun ber vitni um. Sigurður setti upp sitt fyrsta verk á Húsavík fyrir 65 árum. Það var Galdra-Loftur og auk þess lék hann sjálfan Loft. Þessi sýning fékk mikið lof. Páll H. Jónsson segir um frammistöðu hans í blaðinu Degi á Akureyri: „Hann skilaði hlutverki sínu með miklum myndarskap og gerði sumt svo vel, að unun var að. Bendir þetta fyrsta stóra hlutverk hans á, að hann eigi mikla og góða framtíð fyrir höndum sem leikari, ef hann verður hæfileikum sínum trúr og gleymir aldrei að listamað- ur er þjónn listar sinnar, og ber að þjóna af auðmýkt og trúmennsku um leið og hann verður herra hennar.“ Þessi orð Páls H. Jónssonar hafa ræst að fullu og sannarlega var Sigurður Hallmarsson hæfi- leikum sínum trúr og þjónað list- inni af auðmýkt og trúmennsku. Það er þess vegna sem hann reis svo hátt sem listamaður, ekki bara á leiksviðinu, heldur svo ótal mörgum öðrum listgreinum. Í Galdra-Lofti léku þau saman í fyrsta sinn Sigurður og Herdís Birgisdóttir, væntanleg eiginkona hans. Sú yndislega kona var kært kvödd fyrir fáum dögum eftir erf- iða sjúkdómslegu. Þetta var byrj- unin á löngu og farsælu starfi þeirra hjóna á lista og menning- arsviði Húsavíkur. Saman og sitt í hvoru lagi unnu þau glæsta sigra og framlag þeirra til leiklistar og félagsmála bæjarins er einstakt og verður seint fullþakkað. Leikfélag Húsavíkur hefur ver- ið mært og lofað til margra ára af fjölmörgum þakklátum áhorfend- um sem lagt hafa leið sína í litla samkomuhúsið á Húsavík. Þar hafa orðið til margar glæsilegar leiksýningar sem hafa borið orðs- tír leikfélagsins út um byggðir lands. Og á engan er hallað þegar fullyrt er að þáttur Sigurðar var þar stærstur og mestur. Að leiðarlokum þökkum við Sigurði Hallmarssyni fyrir sitt langa og farsæla starf í þágu Leik- félags Húsavíkur. Við minnumst hans fyrst og fremst fyrir hversu ljúfur og elskulegur hann var og hve skemmtilegt var að vinna með honum. En Sigurður var ekki bara mik- ill listamaður hann var líka dreng- ur góður og betra orð eða fallegra er vandfundið um eina mann- eskju. Hlýjar kveðjur til fjölskyld- unnar. Blessuð sé minning Sigurðar Hallmarssonar. Fyrir hönd Leikfélags Húsa- víkur Þorkell Björnsson. Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar í boði Næg bílastæði og gott aðgengi erfidrykkjur Grand Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Sími: 565-9775 www.uth.is. uth@simnet.is. Við sjáum um alla þætti útfararinnar. Seljum kistur,krossa og duftker hvert á land sem er. Persónuleg þjónusta. Stapahrauni 5 Hafnarfirði. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.