Morgunblaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2014 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is John Grant stendur fremst ásviðinu í hinni glæsilegu tón-leikahöll Usher Hall í Ed- inborg. Uppselt var á tónleikana og áhorfendur rísa úr sætum er hið glæsta „Glacier“ deyr út. Hann er umkringdur tugum liðsmanna úr Royal Northern Sinfonia og eig- in sveit, sem telur nokkra Íslend- inga (og einn Englending). John er búinn að vera að hella úr hjartanu, eins og hann á skap til, í röska tvo tíma og hann á salinn með húð og hári. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við stóðum tveir á Hlemmi haustið 2011 … Ísland heillaði … og var þá förinni heitið út í Hörpu þar sem John var að fara að hljóðprufa vegna tónleika á Ice- land Airwaves. Ég hafði tekið við hann símaviðtal í aðdraganda há- tíðar og svo vel fór á með okkur í því tuttugu mínútna símtali að við ákváðum þá og þar að hittast er hann kæmi til landsins. Höfum við haldið sambandi síðan. Það er búið að vera mjög svo „… mátti heyra saumnál detta“ Stór John Grant hefur leikið tónlist sína með sinfóníuhljómsveit að undanförnu. Myndin er tekin í BBC-upp- tökuverinu í Salford, er hann lék með sveit útvarpsins. athyglisvert að sjá hvernig mál þróuðust hjá okkar manni frá og með þessari Airwaves-hátíð. Grant sló í gegn með tónleika sína á Airwaves og í þessa daga sem hann dvaldi hér kolféll hann fyrir landi og þjóð og var kominn með dágott tengslanet er hann hélt af landi brott. Ekki þótti honum því stætt á öðru en að snúa aftur og dvaldi hann á Íslandi í janúar og febrúar og sinnti tónsköpun. Það var þá sem hann tók ákvörðun um að flytja endanlega til Íslands og ekki nóg með það, næsta plata hans yrði tekin upp hér í samstarfi við Bigga Veiru (GusGus). Áform- um um að taka hana upp með Mid- lake, eins og raunin hafði verið með fyrri plötu hans, Queen of Denmark, var slaufað. Platan, Pale Green Ghosts, kom svo út í mars 2013 og hefur hún aukið enn frek- ar á veg og virðingu þessa hæfi- leikaríka manns. Andaktin rosaleg Hann og íslensk sveit hans hafa síðan verið að fylgja plötunni eftir um veröld víða og lauk þeirri vegferð í London síðasta sunnudag en Edinborgartónleikarnir voru á laugardeginum. Eðlilega fylgdist maður stoltur með í salnum og ís- lenska hjartað sló aðeins fastar þegar landar mínir tóku sér stöðu á sviðinu, þeir Pétur Hallgrímsson (gítar), Kristinn Snær Agnarsson (trommur), Aron Þór Arnarsson (rafhljóð og slagverk) og Jakob Smári Magnússon (bassi). Og til að halda öllu til haga, Englending- urinn Chris Pemberton spilar auk þess mikilvæga rullu í sveitinni, leikur á píanó og hljómborð og bakraddar af stöku listfengi. Laga- smíðar Grants eru þess eðlis að þær falla mjög náttúrulega inn í þennan mikilúðlega ramma sem fylgir sinfóníusveitum. Allar þess- ar stingandi melódíur, innilegu og einlægu textar og djúpur baritónn flytjandans fóru upp í annað veldi. Skemmst frá að segja voru áhrifin ansi mögnuð og þegar andaktin var sem rosalegust mátti heyra saumnál detta. Næsta plata ku koma út á næsta ári (og við fengum að heyra nokkur lög af henni ). Svo ég vitni í lagatitil eftir Grant, og nú snara ég honum lauslega, megi þessum „rosalegasta manndjöfli“ sem við eigum nokkurn tíma eftir að hitta farnast vel í því ati. » John er búinn aðvera að hella úr hjartanu, eins og hann á skap til, í röska tvo tíma og hann á salinn með húð og hári  John Grant lék ásamt sinfóníuhljóm- sveit í Edinborg um liðna helgi  Merkileg samsuða viðkvæmnislegra innilegheita og alltumlykjandi epíkur Og aftur af John Grant því út er komin hér á landi hljómplata sem hefur að geyma upptökur af tón- leikum söngvarans með Fílharm- óníusveit BBC sem fram fóru 3. október sl. og voru liður í tónleika- röðinni BBC Philharmonic Pre- sents … 2014. Tónleikarnir voru sendir út í beinni útsendingu í breska ríkisútvarpinu. Í Fílharmóníusveitinni eru 60 hljóðfæraleikarar sem eru með þeim færustu í Bretlandi. Útsetn- ingar laga fyrir tónleikana annaðist samstarfsmaður Grants til margra ára, Fiona Brice, og á plötunni koma einnig við sögu íslenskir sam- starfsmenn hans, m.a. Pétur Hall- grímsson sem lék á gítar, Jakob Smári Magnússon á trommur og Kristinn Agnarsson píanóleikari. Ábúðarfullur Grant alvarlegur í bragði á umslagi plötunnar. Tónleikar Grants og Fílharmóníu- sveitar BBC á diski Bandaríski leikarinn og uppistand- arinn Michael Winslow sem vakti fyrst athygli í Police Academy gam- anmyndasyrpunni treður upp á Hendrix við Gullinbrú í kvöld kl. 21. Að loknum gamanmálum Winslows leikur Sálin hans Jóns míns fyrir dansi. Winslow er oft nefndur 10.000 radda maðurinn og eins og aðdá- endur Police Academy vita þá eru varla til þau hljóð eða raddir sem Winslow getur ekki myndað. Wins- low fór með hlutverk lögreglu- mannsins Larvelle Jones í þeim myndum, lék einnig í gamanmynd- inni Spaceballs og hefur leikið í fjölda auglýsinga, m.a. fyrir súkku- laðiframleiðandann Cadbury. Eftir menntaskóla- og háskólanám hóf hann að skemmta á næturklúbbum og leikhúsum og vakti athygli fyrir hæfileika sína þegar kom að því að búa til hin furðulegustu hljóð. Lá leiðin þaðan til Hollywood. Hljóðameistari Winslow í nútíð og þátíð, til hægri mynd af honum í hlut- verki hins stórfurðulega lögregluþjóns Larvelle Jones í Police Academy. 10.000 radda maðurinn skemmtir á Hendrix 7 12 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU POWERSÝNING KL. 10 Forsýnd um helgina Forsýnd um helgina Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 L L L EXODUS 3D Sýnd kl. 10 (power) BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 2 BIG HERO 6 3D Sýnd kl. 3:50 MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 4 - 7 - 10:20 MÖRGÆSIRNAR Sýnd kl. 2 - 5 - 6 DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 2 - 8 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.