24 stundir - 10.10.2007, Síða 12
Við verðum að hefja viðræður við unga fólkið svo
við getum fundið lausn við hæfi, því við höfum það á
tilfinningunni að mörg ungmenni séu óánægð með stefnu
borgarinnar í þessum málum. Ritt Bjerregaard, borgarstjóri Kaupmannahafnarborgar
Ástandheimsins
ritstjorn@24stundir.is
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 200712 stundir
Frelsishetju minnst Þess var minnst í gær að fjörutíu ár væru liðin frá dauða Che Guevara, sem var höfuðsmaður í byltingarher
Fidels Castro á Kúbu. Minningarathafnir fóru fram víða á Kúbu og í Bólivíu, þar sem Che var tekinn af lífi 9. október 1967.
Átök í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók á fimmta hundrað
ungmenna eftir að til átaka kom um síðustu helgi. Ungmennin hafa leitast við að nýtt
æskulýðshús verði reist í stað þess sem var rifið í Nørrebro í mars.
Skiltaflóð í Þýskalandi Kona gengur framhjá Útþrárgarðinum í borginni Hof í suður
hluta Þýskalands. Í garðinum, sem var komið upp árið 1999, eru rúmlega þrjú þúsund
skilti af ýmsum gerðum hvaðanæva úr heiminum.
Á góðri stund Roh Moonhyun, forseti SuðurKóreu, og Kim Jongil, leiðtogi NorðurKóreu, funduðu í Pyongyang í síðustu viku þar
sem þeir hvöttu báðir til þess að haldin verði alþjóðleg ráðstefna með það að markmiði að koma á varanlegum friðarsamningi á milli
Kóreuríkjanna í stað óformlegs vopnahléssamnings sem nú er í gildi.
Kviðdómur fór að undirgöngunum
Kviðdómarar í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu og Dodi
al-Fayed fóru frá Ritz-hótelinu í París og að Pont de l'Alma-undirgöng-
unum í París í Frakklandi á mánudaginn. Ellefu manna kviðdómi er
ætlað að skera endanlega úr um það hvernig dauða Díönu og Dodi bar
að, en þau létust í bílslysi í undirgöngunum þann 31. ágúst 1997.
Auðjöfurinn Mohemed al-Fayed, faðir Dodi, sem barðist fyrir að rétt-
arrannsókn á slysinu færi fram, telur Díönu og Dodi hafa verið myrt.
Allar rannsóknir til þessa hafa þó leitt til þeirrar niðurstöðu að bílstjór-
inn Henri Paul hafi verið ölvaður og keyrt of hratt og því misst stjórn á
bílnum þegar slysið varð.
NordicPhotos/AFP