24 stundir - 10.10.2007, Qupperneq 20
Misjafnlega gengur að
spara og mörgum gengur
illa að losa sig við skuldir í
þeim tilgangi að hagræða
í heimilisrekstrinum.
„Það sem öllu skiptir er að
mánaðarlegar tekjur séu að jafnaði
hærri en útgjöldin,” segir Tómas N.
Möller, forstöðumaður Verðbréfa-
og Lífeyrissjóðsþjónustu Landsbank-
ans. „Það sem við ráðleggjum fólki
að gera er að skoða hversu mikið
það þénar og hversu miklu það eyðir.
Staða fjármála heimilisins ræðst
ekki endilega af því hve tekjurnar
eru miklar heldur af því hvort fólk
hafi yfirsýn yfir fjármálin og sýni
sæmilega fyrirhyggju.”
Mikilvægt að losa sig við dýr lán
Tómas segir mikilvægt að fólk
losi sig við dýr skammtímalán.
„Fólk þarf að forðast neyslulán sem
eru hvað dýrust eins og yfirdrátt-
arlán nema um sé að ræða tíma-
bundnar sveif lur eins og yfir jóla-
mánuðinn eða eitthvað slíkt. En þá
þarf líka að vera með áætlun um
það hvernig skal ná yfirdrættinum
niður. Þá er annað hvort að inn-
leysa einhvern sparnað á móti eða
draga saman seglin næstu mánuði.
Eins þarf að hafa gott yfirlit yfir
það hvaða lán maður er með og til
hvers maður hefur tekið þau. Ef
tekið er fjármögnunarlán eins og
fyrir bíl þá er skynsamlegra að
hafa þau lán heldur styttri, svo
ekki sé verið að borga af bíl sem er
úr sér genginn. Ef verið er að kaupa
bíl sem endist að öllum líkindum
ekki nema í sex til sjö ár skal taka
lánið til skemmri tíma.”
Hjá f lestum felst nú stærsta lán-
takan í fasteignalánum. „Þegar svo
stór lán eru tekin þarf fólk að setj-
ast niður og velta því fyrir sér hvort
það eigi að taka lán til 25 eða 40
ára, með föstum eða breytilegum
vöxtum, innlent eða erlent lán. Þá
er um að gera að leita til fjármála-
ráðgjafa til þess að taka lán við
hæfi.”
Óþarfa útgjöld notuð í sparnað
Þegar kemur að sparnaði er
viðkvæðið oft að maður hafi ekki
efni á því, að minnsta kosti ekki
strax. „Við mælum með því að
debet- og kreditkortareikningar
síðustu tveggja til þriggja mánaða
séu skoðaðir til þess að sjá í hvað
peningarnir fara. Annars vegar
eru það nauðsynleg útgjöld eins og
bensín á bílinn og afborgun af hús-
inu. Svo er það eyðsla í eitthvað sem
er skemmtilegt og þess virði, hlutir
sem gefa lífinu lit. En hins vegar eru
það útgjaldaliðir sem fara í eitthvað
sem skilur ekkert eftir. Flestir eyða
heilmiklu í hluti sem skilja ekkert
eftir sig. Þá er um að gera að taka
þessi útgjöld og nota þann pening í
sparnað eða til þess að greiða niður
leiðindaskuldir.”
Tómas segir fólk kannski fresta
því að setjast niður og velta fyrir
sér einföldum staðreyndum. „Þó að
ekki sé nema fimm til tíu þúsunda
króna mínus á mánuði þá safnast
það upp og er yfirleitt á dýrum
vöxtum. Þannig að ef fólk nær jafn-
vægi og er jafnvel ekki nema fimm
þúsund krónur í plús á mánuði þá
skilur býsna mikið á milli.
Það má heldur ekki gleyma því að
gera ráð fyrir óvæntum útgjöldum
samhliða þeim reglubundnu en það
er gott að miða við að eiga þriggja
til sex mánaða ráðstöfunartekjur í
handbærum sparnaði.”
Sparnaður hluti af útgjöldum
„Það er margsannað að með því að
fjárfesta jafnt og þétt og gera sparn-
aðinn að útgjöldum þá er ekki lengi
verið að mynda góðan varasjóð. Fólk
ætti að venja sig á að taka sparnað-
inn til hliðar í hverjum mánuði áður
en nokkuð annað er gert.
Eins mælum við með því að fólk
kaupi í dreifðu verðbréfasafni en
í verðbréfasjóðum er hægt að fjár-
festa frá fimm þúsund krónum á
mánuði og þá er verið að kaupa í
mörgum hlutafélögum og fjölda
skuldabréfa og hafa margir hagnast
vel á því.
Þannig að það er alls ekki sama-
semmerki á milli þess hversu mikið
fólk hefur í tekjur og hversu vel
rekstur heimilisins gengur.”
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 20072O stundir
Hávaxnir einstaklingar fá að með-
altali hærri laun en lágvaxnir ef
marka má niðurstöður rannsóknar
sem gerð var af sálfræðingum við
Háskólann í Pennsylvaníu. Hæð
er einnig talin tengjast auknu
sjálfsáliti og hærri greindarvísitölu.
Rannsókn sýndi fram á að með
hverjum sentimetra sem hæðin
eykst, aukast árslaunin um 16 þús-
und krónur íslenskar á ári að teknu
tilliti til kyns, þyngdar, menntunar
og starfsaldurs.
Hagfræðingar við Princeton-há-
skóla vilja hins vegar meina að
ástæðan fyrir því að hávaxnir fá
hærri laun sé einfaldlega sú að þeir
séu greindari. Benda þeir á að há-
vaxin börn standi sig að meðaltali
betur á greindarprófum en önnur
börn.
Þar sem hæð hefur einnig verið
tengd sjálfsáliti eru meiri líkur á
því að hávaxin manneskja sækist
eftir starfi sem krefst meira af
henni og er betur borgað en
rannsakendur segja að sjálfsmynd
hafi einnig mikið að segja um það
hversu vel fólki gengur á atvinnu-
markaði aldri.
Hæð tengd sjálfsáliti og greindarvísitölu
Hávaxnir fá betur borgað
Óþarfa útgjöldum er betur varið í sparnað
Ekki flókið að ná tök
um á fjármálunum
Eftir Hildu H. Cortez
hilda@24stundir.is
Kortanotkun Fylgjast skal vel með
kortanotkun í hverjum mánuði og
gæta þess að eyða ekki um efni fram.
Bergstaðastræti 37 Sími 552 5700
holt@holt.is - www.holt.is
tvíréttað í hádeginu
á 2.500 kr.
einstakt umhverfi, frábær matur og úrvalsþjónusta
Borðapantanir
í síma 552 5700
og holt@holt.is
leiðindaskuldir
Takið ekki neyslulán nema
til að jafna skammtímasveifl
ur í tekjum og gjöldum.
Gerið lista yfir öll óhagstæð
neyslulán.
Stillið upp lánum með
þremur dálkum; skuld, af
borgun á mánuði og fjöldi
ógreiddra gjalddaga.
Raðið lánum eftir lánstíma,
stysta lánið efst.
Greiðið fimm til tíu þúsund
krónur aukalega inn á
stysta lánið.
Fagnið uppgreiðslu fyrsta
lánsins.
Greiðið svo sem nemur af
borgun uppgreidda lánsins
ásamt aukagreiðslu inn á
næsta lán og svo koll af
kolli.
Þegar öll óhagstæð neyslu
lán eru uppgreidd er kjörið
að leggja fjárhæðina fyrir til
að byggja upp sparnað.
Auglýsingasíminn er
510 3744
stundir