24 stundir - 10.10.2007, Qupperneq 21
Það er ekki amalegt að geta hringt
í sinn eigin tæknimann allan sólar
hringinn ef tölvan bilar eða ef skipta
þarf um minniskubb en það er ein
mitt þjónusta sem fyrirtækið OgSvo
býður upp á. Valgeir Ólafsson kerf
isfræðingur segir að þessi þjónusta,
sem nefnd er einkanet, sé mjög
eftirsótt. „Umfram allt er einkanet
samningsbundin alhliða tölvuþjón
usta en það er gerður samningur
um viðbragð, eftirlit og fleira. Við
gerum allt frá því að leggja þráðlaust
net, auka vinnsluminni og að því að
kaupa fartölvur fyrir viðskiptavini
okkar. Þessi þjónusta er því fyrir þá
sem vilja ekki hugsa um þessi mál
sjálfir. Ef eitthvað er að þá er bara
hringt í okkur og við lögum það.“
Árleg heimsókn
Þeir sem eru með einkanet geta
valið nokkra mismunandi pakka og
fá til dæmis vírusvörn og hugbúnað.
„Auk þess fá viðskiptavinir okkar
sinn eigin tengilið, tæknimann sem
hægt er að hringja í þegar eitthvað
bjátar á. Hægt er að velja hvenær
má hringja í tæknimanninn og til
dæmis er hægt að velja þá þjónustu
að hringja í tæknimanninn allan
sólarhringinn,“ segir Valgeir og
bætir við að einkanet sé ekki hýs
ingaraðili. „Samt sem áður er hægt
að tengja net í gegnum okkur. Við
sjáum þá um að borga tenginguna
og rukka viðskiptavininn. Við fylgj
umst með hver sé besti hraðinn og
besti taxtinn fyrir viðskiptavininn.
Auk þess kemur tæknimaðurinn ár
lega í heimsókn til að yfirfara tölv
una og kanna allan hugbúnað.“
KYNNING
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2007 21stundir
Í kjölfar frétta í Guardian í
síðustu viku um að flöguframleið
andinn Kettle Foods hafi ráðið
starfsmönnum sínum frá því að
ganga í stéttarfélag er í gangi
herferð á Netinu þar sem fólk er
hvatt til að sniðganga fyrirtækið.
Það hafa verið stofnaðir tveir
hópar á síðunni Facebook.com og
tilgangurinn er að hvetja fólk til
að sniðganga vörur fyrirtækisins.
Alls hafa 130 manns gengið í hóp
ana og margir þeirra segjast ætla
að hvetja vini og fjölskyldu til að
sniðganga fyrirtækið. Auk þess
hafa umræðuþræðir um málið
verið stofnaðir á öðrum síðum og
því ljóst að mörgum er umhugað
um þetta mál.
Reiðir neytendur
Það er ekki bara á Netinu sem
mál Kettle Foods hefur vakið
athygli því fjöldi fólks hefur
skrifað fyrirtækinu bréf auk þess
að skrifa verslunum sem selja
vörur frá Kettle Foods. Sam
kvæmt breskum almannatengsla
fyrirtækjum hefur það aukist
umtalsvert að Netið sé notað í
þeim tilgangi að vekja athygli á
málefnum eða hefja herferð gegn
fyrirtækjum. Breskur fyrirtækja
sérfræðingur segir að heimasíður
eins og Facebook geri notendum
sínum kleift að búa til hópa á
nokkrum mínútum, þannig að
herferðir af þessu tagi muni
verða enn algengari í framtíðinni.
Nú geta viðskiptavinir stórfyr
irtækjanna Apple og Starbucks
hlaðið niður tónlist á iPhonesím
ana sína á kaffihúsum Starbucks.
Samstarfið gerir fólki kleift að
nota þráðlaust net til þess að
hlaða niður uppáhaldstónlist
inni sinni en iTunes WiFi Music
Store býður upp á þjónustu án
endurgjalds og hinn gríðarstóri
kúnnahópur kaffihúsakeðjunnar
hefur tekið því fagnandi.
Sniðgangið
Kettle Foods
Apple og Star
bucks saman
Einkanet
Til reiðu allan sólarhringinn
Persónuleg þjónusta Það er ekki
amalegt að geta hringt í tæknimann allan
sólarhringinn ef tölvan bilar.