24 stundir - 27.10.2007, Síða 32
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 200732 stundir
Flestir landnámsmenn
Íslands helguðu sér land.
Samkvæmt kenningum
Einars Pálssonar fólst helg
unin í því að framkvæmd
var sköpunarathöfn,
mörkuð var heimsmynd
og áttir voru skorðaðar.
Tákn og tölfræði heims
myndanna bendir til þess
að nota megi íslenska
heimsmynd sem eins
konar mælistiku til að
útskýra ýmis menningar
söguleg fyrirbæri ver
aldar. Höldum til Rómar.
Ef landnámsmenn mörkuðu slíkt
kerfi í land hlaut þekking á því að
hafa borist til Íslands í farteski
þeirra. Ekki er hægt að áætla að svo
flókin hugarsmíð sprytti úr kolli
landnámsmanna í Íslandi um það
leiti sem kristin trú var að ryðja
hinum gamla heiðna sið úr vegi.
Á sléttlendi víðáttumikilla árósa
hlaðast upp þykk setlög sem fallvötn
hafa borið með sér í
milljónir ára, þar er gjöfull jarð
vegur og gott beitiland. Á slíku kjör
lendi má finna elstu mannvistarleifar
sögunnar, þar hefur undirritaður
fundið mörg heimsmyndarkerfi
eins og Einar Pálsson uppgötvaði á
Rangárvöllum. Þau eru öll bundin
„sköpunartölunum” 216 eða 432 (2
x 216). *Margt bendir til þess að
mörkun slíkrar heimsmyndar hafi
fylgt manninum í þúsundir ára því
svo virðist sem hvar sem hópar for
feðra okkar gerðu sér ból, hafi þeir
helgað sér land með sama hætti.
Kerfið var annars vegar heims
mynd, hins vegar sólúr sem virðist
stikað frá kennileiti sem markaði
dimmasta dag vetrar, í suðvestri (1)
til þess staðar sem markaði bjartasta
dag sumars í norðaustri (24). Í há
austur frá upphafshvolnum (2) var
staður vetrar (5), þaðan var stikað
í norðvestur að stað sem markaði
sumarkomu (56). Þessir tveir öxlar
mættust í miðju kerfisins (3). Við
miðjuna var markað landsvæði
sem var sjóndeildahringur manns
að stærð (38 og 79), það var bæði
hringur og ferningur.
Hin norræna heimsmynd
Þegar trúarlegt höfuðskáld Íslend
inga, Jónas Hallgrímsson, skrifaði
um eðli og uppruna jarðarinnar
sótti hann í viskubrunn náttúru
fræði samtímans og í lærdóma
Platós. Hann sagði okkur að jörðin
þreytti skeið sitt með ærnum hraða
kringum sólina og fylgdi föstum
og órjúfandi lögum sem mannlegri
skynsemi hefur nú auðnast að þýða.
Ætíð þegar tóm gefst til f lögrar
hugurinn til veraldarinnar handan
hins daglega streðs og þá er okkur
tamt að hugleiða stærð veraldar
og uppruna lífsins. Einhvern tíma
í fornöld rak lögmálið forfeður
okkar til að gera sér heimsmynd og
marka hana í landið. Tákn heims
myndarinnar voru fest við fjöll eða
náttúruleg fyrirbæri eða rist í bein
eða steina. Tákn hennar má einnig
finna falin í launfræði í sagnaarfi
okkar. Íslendingar eru afkomendur
landnema sem námu Ísland um það
leyti sem kristni tók við af heiðni
í NorðurEvrópu. Guð varð ósýni
legur en sonur hans birtist í mynd
manns. Það var líkt og mannkyn
axlaði ábyrgð á öllu sköpunarverk
inu því heimsmyndin og mæliein
ingarnar sem alla tíð höfðu miðast
við tákn náttúrunnar holdgerðust í
eingetnum syni Guðs.
Óðinn á sér mikla flóru tákna í
elstu rituðu heimildum. Einar Páls
son fjallar ítarlega um þau í bók sinni
Ás (Mímir, 1976). Ein af mörgum at
hyglisverðum niðurstöðum hans í
þeirri bók er sú nr. 31. á bls. 498 og er
svona: „Óðinn á Askinum var heiðin
hliðstæða Krists á krossinum.
Kristur var festur á tré því hann
gekk í fótspor kornguðs, hann fórn
aði sér fyrir menn líkt og líkami
kornsins, á hátindi þroskans...”
Sköpun var táknuð með réttum
hlutföllum og réttlæti, Óðinn virð
ist tákngervingur þessara hugtaka.
Margt bendir til þess að hann hafi
verið faðirinn sem fórnaði sér á
krossi, gaf sjálfum sér sjálfan sig á
tré í réttum hlutföllum veraldar.
Hugmyndir heimsmyndar sem
umlék veröld mannsins bundust töl
unum 27 (3x3x3) 54 108 216 432.
Tölvísi einherja Óðins benda til að
heimsmynd þeirra hafi verið byggð
á tölunni 432.000 (216.000 x 2).
Valhöll Óðins var lýst svo í 23. og
24. vísu Grímnismála:
23.
Fimm hundruð dura
ok um fiorom tögum,
svá hygg ek at Valhollu vera;
átta hundruð einherja
ganga (senn) ór einom durom
þá er þeir fara at vitni at vega.
24.
Fimm hundruð gólfa
ok um fiórum tögom,
svá hygg ek Bilskirni með bugom;
ranna þeira er ek rept vita,
míns veit ek mest magar.
Út um hvert af 540 hliðum Val
hallar koma 800 einherjar (540 x
800 einherjar = 432.000) og berjast
við myrkrið fyrir ljósið. Hér virðist
talað um alheimslögmál heimsaldra
í samræmi við árþúsunda menn
ingarsögu þjóða sem sagt er frá í
goðsögum Persíu og Indlands. Hin
tölulega stærð Valhallar er af stærð
hringrásar sólar og tungls, fjöldi
hliðanna og fjöldi einherja er feng
inn úr talnalögmáli „fullkominnar
veraldar”. Hugmynd Valhallar
virðist hafa verið sama hugmynd, í
henni fólst hin ævaforna sköpunar
tala 432.000. Heimsmynd manna var
mörkuð í samræmi við fullkomna
veröld, Miðgarður virðist hafa verið
heimsmynd manna.
Hin rómverska heimsmynd
Í miðri heimsstyrjöldinni síðari
gengu Mussolini og Hitler valds
mannslegir undir sigurboga Títusar
í Róm sem hafði verið lokaður op
inberum athöfnum. Heyrt hef ég
leiðsögumenn leyfa Gyðingum að
skyrpa á veggi hans, en þó ekki á
djúpristar veggmyndir undir bog
anum sem sýna eftirsóttasta fjár
sjóð veraldar – regintákn ísraelsku
þjóðarinnar.
* Þegar tölfræði Etrúska og Róm
verja er skoðuð og heimsmynd
Rangárvalla borin saman við menn
ingarsvæði Tíbervalla kemur í ljós
samskonar kerfi byggt á samskonar
tölvísi, og virðast ýmis mannvirki þar
eiga sér hliðstæður í táknmyndum
sem finnast á Rangárvöllum og getið
er um t.a.m. í Njálssögu. Við nánari
athugun má sjá að þau virðast ekki
ósvipuð mannvirkin Valhöll og Co
losseum Rómar. Í verkfræðilegum
skilningi er sagt að það síðarnefnda
sé eitt f lóknasta mannvirki síns
tíma og eitt af byggingarsögulegum
afrekum mannkynsins.
Það var háttur Rómverja að bind
ast nægjanlegum friðarböndum
við þjóðir sem þeir hertóku til að
skattlagning gæti farið snurðulaust
fram því það sem vakti fyrir Róm
var að hirða verðmæti þeirra. Ekki
fer sögum af andspyrnu við hersetu
Rómverja að neinu marki í þeim
þjóðfélögum sem þeir lögðu undir
sig að undanskilinni óþægð Kelta
í Englandi og uppreisn Gyðinga í
Palestínu.
* Stærð veraldar, ný bók eftir Pétur Hall
dórsson. Salka bókaútgáfa, 2007
Colosseum – Valhöll Rómverja
Við upphaf okkar tímatals var
heimsaldur Rómar rúmlega hálfn
aður. Má segja að hin grísk/egypska
heimsmynd, sem var þúsundum
ára eldri, hafi verið þurrkuð út
þegar herir Rómar, undir stjórn
Vespesíans og sonar hans Títusar,
unnu fullnaðarsigur á Gyðingum í
Palestínu árið 70. Þúsund ára ríki
Rómar náði þá yfir stóran hluta
hinnar þekktu veraldar og var á
hátindi velmegunarskeiðs síns. Á
þessum tímamótum lét Vespasian
keisari reisa rammgert sporöskju
lagað hof í miðri Rómaborg, tákn
um sigur hinnar eilífu Rómar. Hið
mikla hringleikahús, Colosseum, er
nú hrunið að hluta og er því ekki
vitað hvernig herbergjaskipan þess
var né hve margir áhorfendur kom
ust þar fyrir en talið er að þar hafi
verið sæti fyrir 40 50.000 manns.
Hofið hefur 80 boga dyr og gnæfir
líkt og 16 hæða hús yfir umhverfið.
Ef við skoðum hofið með hliðsjón
af Valhöll Grímnismála og tölfræði
heimsmyndar Tíbervalla má gera
ráð fyrir að í byggingunni leynist
sama tölfræði og sú sem höfundur
23. og 24. vísu Grímnismála virðist
hafa haft þekkingu á. Því sköpun
nýrrar veraldar var háð réttum
tölum og réttum hlutföllum sem
arkitektar Colosseum virðast hafa
haft í huga við byggingu þess. Það er
tilgáta mín að til að fullnægja klass
ískum lærdómum heimsmynda hafi
verið gert ráð fyrir að 5400 áhorf
endur gengju inn um hvern af 80
sigurbogum hringleikahússins við
fórnarathafnir og fylltu þannig sköp
unartöluna 43200 (5400 x 80).
Svo margir voru einherjar á áhorf
endapöllum Valhallar Rómar þegar
háður var til úrslita leikur heims
myndarkerfa Rómverja og Gyðinga.
Það er önnur saga að við hnignun
heimsveldis Rómar nokkrum öldum
síðar náðu Gyðingar fram hefndum
á táknrænan hátt með því að rífa
þann hluta Valhallar sem stúka keis
arans var og nota efnið til byggingar
nýrrar kirkju heilags Péturs hinum
megin við ána Tíber.
Uppi á hæð í einum elsta hluta
Rómar, steinsnar frá Colosseum,
stendur minnisvarði sem Dómitían
keisari lét reisa um fullnaðarsigur
bróður síns Títusar á Gyðingum og
eyðileggingu Jerúsalem. Sigurbogi
Títusar er eins og voldugt hlið við
enda Via Sacra, líkt og teningslö
guð fyrirstaða í götunni helgu, sem
herafl Rómar megnaði að hola og
þrammaði í gegn um á táknrænan
hátt á sigurhátíðum hersins. Má
ætla að hugmyndir að báðum mann
virkjunum, Colosseum og Sigurbog
anum, séu náskyldar því bæði voru
þau byggð eftir sigurinn í landinu
helga. Lágmyndir sem prýða veggi
innan hvelfingar Sigurbogans sýna
15 rómverska hermenn á leið heim
eftir götunni helgu með stríðsgóss;
súlur tvær, lúðra og örk sáttmálans
ásamt sjöföldum kertastjaka, sem nú
er tákn gyðingaþjóðarinnar. Enginn
veit í rauninni hvaða muni fjársjóður
inn hafði að geyma því ekki er vitað
til þess að nokkur hafi séð hann, en
stríðsgóssið hefur verið vinsælt um
ræðuefni allt til okkar tíma. Má segja
að lágmyndirnar hafi hrundið af stað
mestu fjársjóðsleit sögunnar.
En tákn heimsmyndanna benda til
þess að hér sé um táknmál að ræða.
Frumgerð þeirrar heimsmyndar
sem liggur til grundvallar skipulagi
Rómarsvæðisins á Tíbervöllum,
varð sennilega til á svipuðum tíma
í sögunni, við upphaf fyrstu borgar
samfélaga veraldar, rétt norðan við
hitabeltið þar sem árstíðamunar
tekur að gæta. Heimsmyndarþekk
ingin færðist hægt og bítandi frá
Indussvæðunum um menningar
svæði Miðjarðarhafsins, Súmer, Eg
yptaland, Grikkland og til landsins
helga.
Rómverska keisaraveldið var það
stærsta sinnar tegundar við upphaf
okkar tímatals. Langar aldir sótti
Róm vald sitt til fjærstu kima ver
aldar. Sigursælar hersveitir hennar
færðu táknin heim, síðasta spölinn
eftir Via Sacra í gegnum Sigurboga
Títusar og inn á svið Valhallar, þar
sem keisarinn var krýndur. Sigurhá
tíðirnar hófust á strætum Rómar,
borgarbúar þyrptust út til að taka
þátt í hátíðarhöldunum. Skrúðganga
hersins liðaðist vestur eftir götunni
helgu og undir Sigurbogann. Fyrstir
fóru borðalagðir höfðingjarnir, á
eftir þeim komu foringjar, þá her
menn sem hömpuðu stríðsgóssinu
sem höfðingjarnir færðu keisar
anum. Síðastir voru dregnir fangar
sem beið hræðilegur dauði í hring
leikahúsinu fyrir framan 43200
áhorfendur.
Viskubikar hinna miklu menning
arþjóða fyrir botni Miðjarðarhafs
tæmdu Rómverjar þegar uppreisn
Gyðinga í Palestínu var barin niður.
Náðarhöggið veittu gladíatorar í
hringnum „þá er þeir fara at vitni at
vega”. Í miðju hofsins voru Gyðingar
drepnir á táknrænan hátt, líkt og til
að vottfesta heimsmyndaskiptin í
„Valhöll” rómverska heimsveldisins.
Sigurbogi Títusar var eingöngu
notaður við sigurhátíðir hersins. Í
dag er hann lokaður almennri um
ferð að beiðni Ísraelsstjórnar.
1. Sean Kingsley, Gods Gold, s. XI.
John Murray Publishers London, 2006
Höfundur er myndlistarmaður og höf
undur bókarinnar Stærð veraldar.
Heimsmyndin Var alls staðar 216.000
fet að þvermáli, mæld út frá formiði í
suðvestri
Einherjar Rómar
Eftir Pétur Einarsson
po@internet.is
Svo margir
voru einherjar
á áhorfenda
pöllum Valhallar
Rómar þegar háður var
til úrslita leikur heims
myndarkerfa Rómverja
og Gyðinga.
216000 fet að þvermáli Heimsmyndin
sem Einar Pálsson uppgötvaði á Rang
árvöllum var 216000 fet að þvermáli og
vörðuð níu táknum.