24 stundir - 27.10.2007, Qupperneq 33
atvinna
Laugardagur 27. október
augLýsingasími 510 3728 / 510 3726
BYKO OPNAR NÝJA
GLÆSILEGA VERSLUN Í
KAUPTÚNI
GARÐABÆ
Við leitum að fólki sem hefur brennandi áhuga á sölu og
þjónustu og vill starfa með heilsteyptri liðsheild.
Við bjóðum upp á heilsdags- og hlutastörf og eru eldri borgarar
með iðnmenntun boðnir sértaklega velkomnir til okkar.
Sala og ráðgjöf til viðskiptavina / ábyrgð á vöruúrvali,
vöruframsetningu og útliti deildar / stjórnun starfsmanna
Deildarstjórar
Sala og ráðgjöf til viðskiptavina / vöruframsetning
Sölufólk í ýmsar deildir
Þjónusta við viðskiptavini og uppgjör kassa / Tölvukunnátta æskileg
Reynsla af þjónustu- og gjaldkerastörfum er kostur.
Kassagjaldkerar
Sölustörf, vörumóttaka, áfyllingar, kassagjaldkerar
Hlutastörf í ýmsar deildir
Við gerum kröfu um að umsækjendur hafi áhuga á starfi hjá BYKO, góða hæfni í
mannlegum samskiptum, stundvísi og nákvæm vinnubrögð. Reynsla af sölumennsku
og þekking á byggingavörum er kostur en ekki nauðsynlegt skilyrði.
Hæfniskröfur í störfin
GÆÐI Á LÆGRA VERÐI
Nánari upplýsingar veita Atli Ólafsson
í síma 555-4411 eða með tölvupósti,
atli@byko.is og Elfa, í síma 5154161
eða með tölvupósti, elfa@byko.is
Umsóknir berist til Elfu B. Hreinsdóttur,
starfsþróunarstjóra BYKO, á aðalskrifstofu
Skemmuvegi 2, 200 Kópavogi eða með
tölvupósti, elfa@byko.is Einnig er hægt
að sækja um störfin á heimasíðu BYKO
www.byko.is
Enga bleika minnismiða
Ef vinnustaðarómansinn
grípur þig og þú byrjar að
vera með vinnufélaga þínum
skuluð þið samt reyna að
hafa hemil á ykkur upp að
vissu marki. Sleppið því
t.d. að þekja tölvuskjá hvort
annars með minnismiðum
fullum af ástarjátningum
og ekki láta ykkur detta í
hug að senda nektarmyndir
hvort af öðru á vinnutölvu
póstinum. Ef sambandið er
komið lengra á leið er best
að halda nauðsynlegu nöldri
innan veggja heimilisins og
blanda vinnufélögunum ekki
inn í það.
Steikarsnáðar
Eitt af verstu störfum
fyrri tíma í Englandi var
starf steikarsnáðanna sem
sáu um að steikja kjöt fyrir
konung og fylgilið. Voru þeir
staðsettir afar neðarlega í
metorðastiga eldhússins og
unnu undir stjórn stórs hóps
aðstoðarkokka og aðalkokks.
Til varnar starfinu má segja
að snáðunum varð aldrei
kalt á veturna þar sem þeir
stóðu fyrir framan opna elda
í eldhúsinu. En vinnutím
inn var afar langur og þeir
fengu ekki að borða neitt af
gómsætu kjötinu fyrr en allir
hinir voru búnir að fá, þar
með taldir hundarnir. Félagslíf mikilvægt
Könnun á vegum ráðgjaf
arfyrirtækisins Chiumento
leiddi í ljós að lykillinn að
ánægju á vinnustað er að
koma á góðu sambandi á
milli samstarfsfólks. Sýndi
könnunin að 80% mjög
ánægðra starfsmanna sögðu
ánægjuna stafa einna helst
af vinalegu og hjálpsömu
viðmóti vinnufélagana. Til
að stuðla að slíku getur
hópvinna reynst vel svo og
öflugt félagslíf. Könnunin
sýndi einnig að sanngirni
og það að fólki fyndist það
vera metið að verðleikum í
starfi hafði talsverð áhrif á
starfsánægju.
vinnusnakk
Það getur verið afar freist
andi að teygja sig í súkkulaði
stykki í skrifborðsskúffuna
þegar líður að lokum langs
vinnudags. En sykurinn
dugar ekki lengi í blóðinu og
því getur verið gott að hafa
dálítið hollara snakk við
höndina líka. Hafrakex er
tilvalið til að narta í og ofan
á það má setja hvað sem hug
urinn girnist, t.d. hnetusmjör
sem geymist auðveldlega í
skrifborðskúffunni. Þá eru
þurrkaðir ávextir og hnetur
alltaf góður kostur eða epli,
vínber eða aðrir ávextir sem
subba ekki út allt skrifborðið
þitt.
maria@24stundir.is