Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 12

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 12
 hún þótt lítt æskileg fyrir landbúnað að stórum hluta, með sína stóru jökla, sand- og hraunbreiður sem og mikla fjallgarða. Einungis mjóar ræmur með- fram strandlengjunni og nokkrir breiðir firðir geta hafa reynst fýsilegir fyrir landnám manna. Enn þann dag í dag er þéttasta byggðin á þessum sömu stöðum. Hverir gátu gosið upp á áður óþekktum stöðum og vegna eldsum- brota gátu fýsilegir landnámsstaðir breyst hratt í óbyggileg svæði; hraun- straumar runnu yfir svæði og eldfjalla- gjóska lagðist yfir. Efni til að byggja bæi var af skornum skammti fyrir landnámsmennina. Ein- ungis var um að ræða litla birkiskóga sem gengið var tiltölulega hratt á. Þess vegna þurftu landnemarnir brátt að láta sér nægja það litla efni sem þeir gátu flutt með sér til húsbygginga, sem og að nota rekavið, grjót og torf. Þar sem rekaviður var ekki nægur var gripið til grjóts og torfs sem aðal byggingarefna, jafnt til að byggja íbúðarhús sem og annað húsnæði. Það hélst þannig þar til um síðustu aldamót.16 Fyrst í seinni tíð héldu bárujárn og steypa innreið sína en múrsteinar hafa aldrei verið brenndir á Íslandi, enda er heppilegur leir til brennslu er ekki til í landinu. Einnig var skortur á annarri hrávöru, svo sem málmgrýti, og hinu eldfasta klébergi sem er afar útbreitt í Noregi. Aftur á móti var nægt framboð af járni sem stóð undir eigin eftirspurn.17 __________ 12 Mynd 1. Íslandskort sem sýnir staðsetningu Gautavíkur. 16. Guðmundur Skúla- son, Keldur á Rangár- völlum (1976). 17. T. Capelle, Bemerk- ungen zum isländischen Handwerk in der Wik- ingerzeit und im Mittel- alter. Frühmittelalterliche Studien 14, 1980.

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.