Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 14

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 14
 sig fyrir kaupmenn frá meginlandi Evrópu. Sú var hins vegar ekki raunin, því á tímum Hansakaupmanna og síðar20 var Ísland kerfisbundið sótt heim af enskum21 og þýskum22 kaup- mönnum – fyrst í gegnum Noreg og síðar beint.23 Heimildir um samskipti þessi eru þekkt úr samtímabók- menntum en fornleifafræðilegar stað- festingar skorti til þess að gefa innsýn inn í þróun þessara viðskiptatengsla. Íslenskir kaupendur bjuggu þó ekki við sjóinn. Þeir komu langt að frá hinum dreifðu býlum sem lágu stök um landið.24 Þessar ferðir þeirra hljóta að hafa verið mjög erfiðar. Bátar voru yfirleitt litlir og bundnir því að siglt væri nærri landi en fyrir utan bátana var einungis um að ræða að nota hesta sem reið- eða klyfjadýr. Flutningur á landi var ekki á vegum því að veganet var ekki fyrir hendi og þar af leiðandi voru engir vagnar. Hringvegur eitt um Ísland í dag, sem er malarvegur, var fyrst kláraður 1975. Verslunarlestir miðalda þurftu því að láta sér nægja hina grýttu, mjóu stíga. Kaupmenn stofnuðu einn mikil- vægasta verslunarstað við Norður- Atlantshaf í Bergen í Noregi.25 Á síðustu árum hafa farið fram mjög umfangsmiklar fornleifarannsóknir á miðbæjarkjarnanum þar. Í Bergen brann nefnilega hluti verslunarhverfis- ins frá seinni tíð, betur þekkt sem Þýska bryggjan, árið 1955. Segja má að möguleikarnir sem sköpuðust til fornleifarannsókna við brunann hafi að nokkru vegið á upp móti þeim ómældu skemmdum er þá urðu. Undir rústun- um fundust vísbendingar um umfangs- mikil milliríkjaviðskipti frá því um árið 1000. Í litlum, þéttbyggðum húsum, sem teygðu sig meira en 100 metra inn í landið, höfðu kaupmenn- irnir sest að og til varð viðskiptabrú á milli meginlandsins, Englands, V- Skandinavíu og eyjanna í Norður- Atlantshafi. Búðir þeirra og vöru- geymslur voru grafnar upp, auk varnings og ýmissa upplýsinga og heimilda ritaðar með rúnaletri.26 Græn- land heyrði einnig til yfirráðasvæðis verslunarmannanna í Bergen, þótt sjaldnar væri siglt þangað en til Ís- lands. Grænlensku byggðirnar á miðöldum einskorðuðust einkum við suðurodda landsins en einnig við lítinn hluta vesturstrandarinnar. Alls hafa þar verið staðfestar leifar af 300 bóndabýlum, 19 kirkjum og tveimur klaustrum frá mið- öldum.27 Á blómaskeiði byggðarinnar á Grænlandi gætu allt að 4000 manns hafa búið þar. Á stærstu býlunum voru 10 til 20 byggingar, flestar byggðar úr grjóti og torfi. Í einhverjum tilvikum hafa gríðarstórar steinblokkir úr sand- steini og porfýr verið notaðar. Grunnur viðurværis28 byggðist á landbúnaði, veiðum og fiskveiðum. Kjöt kom helst af selum og kindum. Bygg var sem fyrr segir hægt að rækta í takmörkuðum mæli á Íslandi en nær ekkert á Grænlandi. Hin norska Kon- ungsskuggsjá greinir meira að segja frá því að stærstur hluti landsmanna þekki ekki brauð, þrátt fyrir að hverfisteinar hafi fundist á flestum stærstu býlum landsins.29 Hugsanlega voru þeir ein- ungis notaðir til þess að mala innflutt korn. Þrátt fyrir þessar takmarkanir, hljómar það ef til vill ótrúlega að lífs- skilyrði á Grænlandi hafi um margt betri en á Íslandi. Á Grænlandi var __________ 14 20. S. Skúlason, Hafnar- fjörður. Ein Beitrag zur Geschichte des Island- handels. Hansische geschichtsblätter 63, 1938. 21. Björn Þorsteinsson, Enska öldin í sögu Ís- lendinga (1970). 22. E. Baasch, For- schungen zur hamburg- ischen Handelsgeschichte I. Die Islandsfahrt der Deutschen, namentlich der Hamburger vom 15. bis 17. Jahrhundert (1889). 23. E. Ebel, Kaufmann und Handel auf Island zur Sagazeit. Hansische Geschichtsblätter 95, 1977, 2 og 21. 24. E. Ebel (sjá neðan- málsgrein 23) 5. 25. A.E.Herteig, Kongers- havn of handels sete (1969). 26. A. Liestöl, Runenin- schriften von der Bryggen in Bergern. Zeitschrift fur Archäologie des Mittel- alters 1, 1973. 27. P. Nörlund, Wik- ingersiedlungen in Grönland (1937); K. J. Krogh, Viking Green- land (1967). 28. M. Müller-Wille, Zur mittelalterlichen Besiedlungs- und Wirtschaftsgeschichte Grönlands. Jahrbuch des RömischGerman- ischen Zentralmuseums Mainz 19, 1972. 29. M. Müller-Wille (sjá neðanmálsgrein 28) 168.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.