Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 17

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 17
 Saga Íslands hefur greinilega verið mörkuð af náttúrulegum aðstæðum. Íbúarnir þurftu stöðugt að kljást við náttúruöflin. Þess vegna verður hér lýst nokkrum jarðfræðilegum staðreyndum og sérstök áhersla lögð á austurströnd- ina. Við rannsóknirnar sem fram fóru í Gautavík sást að hafa verður náttúruna í huga, í ríkara mæli en á meginlandi Evrópu. Jafnt hægfara breytingar á umhverfinu og náttúruhamfarir hafa haft mikil áhrif á uppbyggingu, nýt- ingu, jafnt sem ákvörðunina um val á Gautavík sem verslunarstaðar. Jarðfræði Íslands eru ung.35 Yfir- borðið myndaðist fyrst á nýlífsöld og varð til vegna gosa á tertíertímanum. Eyjan samanstendur af basaltstólpa sem byggðist upp í eldsumbrotum þar sem risavaxin helluhraun úr basalt mynduðust. Ísland rís á sökkli úr sæ, leifum af sokknu meginlandi í Atlants- hafi sem eitt sinn tengdi eyjar Norður- hafa við Grænland og Bretlandseyjar. Við lok tertíertímans, þ.e. á ísöld og nútíma, mynduðust miklar breiður sem nú marka landslagið austan og vestan til á landinu. Jarðhræringar leiddu af sér brot og halla í basaltskorpunni eftir svæði sem enn í dag er markað af eldvirkni. Brotalínan teygir sig frá suðvestri til norðausturs. Hún nær frá Reykjanesi, suður af Faxaflóa, að Melrakkasléttu. Brött strandlengja Íslands er sums staðar röndótt á að líta vegna dökkra skáliggjandi basalt- laganna. Berufjörður, sem Gautavík er við, er einmitt markaður af þessari lagskiptingu (myndir 3 og 4). Milli basaltlaga tertíertímans eru lög af surtarbrandi og sandi sem benda til tímabila þar sem engin eldsumbrot áttu sér stað. Eftir umræddri brotalínu kom til eldsumbrota á ísöld og eftir hana. Nær- liggjandi svæði, líkt og Gautavík í austri, urðu líka fyrir áhrifum þessara eldgosa. Á Íslandi eru fleiri en 150 virk eldfjöll frá lokum ísaldar; þrjátíu af þeim hafa verið virk síðan á söguöld. Tvö prósent eyjunnar eru þakin hrauni sem kom úr aðeins einu þessara virku eldfjalla en að meðaltali verða gos þar á fimm ára fresti.36 Eldgos hafa samt ekki verið stöðug á Íslandi. Á landnámsöld og öldunum fyrst þar á eftir voru mikil gos frekar sjaldgæf. Jarðvegssýni leiða í ljós að einungis fá hraunlög eru ofan á land- námslaginu en það styður þar með þessa kenningu.37 Stór eldsumbrot hófust fyrst að nýju á 12. öld. Minni umbrot, líkt og þau sem áttu sér stað í kringum kristnitökuna árið 1000, þegar talið var að reiði guðanna hefði átt að hafa leitt til eldgoss,38 höfðu hins vegar ekki teljandi áhrif á menningarlandslag Íslands. Áhrifa fór fyrst að gæta við Heklu- gosið 1104 en í kjölfar þess goss __________ 17 Skilyrði til fornleifarannsókna á Íslandi og staðhættir í Gautavík 35. S. Þórarinsson, T. Einarsson og G. Kjartansson, On the Geology and Geo- morphology of Iceland. Geografiska Annaler 1953. 36. S. Thorarinsson, The Thousand Years Struggle against Ice and Fire (1956) 21. 37. S. Thorarinsson (sjá neðanmálsgrein 36) 23. 38. Sjá bókina um Einführung des Christentums, cap. 13 = Thule XXIII, 181.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.