Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 19

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 19
 Vatnafræðilegar aðstæður eru ná- tengdar hinum jarðfræðilegu. Strand- lengjan milli Hafnar í austri og Ölfus- árósa í vestri er ein sandbreiða. Þar hafa skip strandað æ ofan í æ. Náttúru- legar hafnir vantar alveg á þessu svæði. Jökulfljótin, sem renna á þessu svæði til sjávar, bera með sér mikið magn aurs til sjávar. Sjávaröldurnar hlaða aurnum upp í háa kamba og að baki þeirra myndast lón. Vegna þess hversu landgrunnið hallast lítið og öldugangur er mikill hafa sjómenn ætíð óttast þessa strandlengju. Á basaltsvæðunum er strandlengjan hins vegar alsett klettum og land- grunnið bratt. Breiðir flóar og firðir skerast djúpt inn í landið umkringdir háum, körgum fjallgörðum sem eru þaktir snjó langt fram á sumar. Fersk- vatnslækir streyma klöpp af klöpp. Í mörgum fjarðanna skaga rúnnaðar malartungur út í sjávarmálið. Sumar þeirra hafa myndast við mynni ferskvatnslækjanna en aðrar vegna uppsöfnunar setlaga. Í skjóli þessara tungna eru í mörgum tilvikum kjörnar náttúrulegar hafnir. Flestir þéttbýlis- kjarnar við ströndina hafa byggst upp við slíkar aðstæður.43 Golfstraumurinn kemur að vestur- og suðurströnd Íslands, hitar upp strand- lengjuna og veldur því að hún er íslaus allt árið um kring. Að auki ber hann með sér rekavið, sem er lífsnauð- synlegur í landi þar sem engin barrtré var að finna. Atlantshafið nær að Norðurlandi en sekkur þar vegna þess hversu saltríkt það er og veldur því að kaldur Austur-Grænlandsstraumurinn af svæðinu milli Íslands og eyjarinnar Jan Mayen breiðist út. Kaldur straumur úr Norður-Íshafi berst að austurhluta Norðurlands og fer einnig meðfram austurströndinni. Vegna þess hvaðan straumurinn berst kemur hann ekki til greina sem flutningaleið fyrir rekavið en getur hins vegar flutt með sé rekís sem getur lokað Norðurland af svo mánuðum skiptir. Mörk rekíssins eru mjög breytileg milli ára. Á 12. og 15. öld var enginn rekís44 en fyrst eftir 1550 og aftur á 17. öld er hann skráður mikill. Einn veturinn getur Norðurland verið laust við rekís en árið eftir er hann kannski bundinn við land þar fram í ágúst. Þrátt fyrir að Ísland sé rétt sunnan við Norðurheimskautsbaug er lofts- lagið heitara en við mætti búast.45 Hægt er að lýsa því sem frekar köldu sjávarlofti að sumri og tiltölulega mildu að vetrum.46 Árlegar hitasveiflur eru um 12° C. Sumrin eru köld og stutt en veturnir frekar mildir og langir. Hitastigið á Austurlandi um miðjan janúar er um -0,5°C, en um miðjan júlí er það um 9° C. Og þar sem Ísland er á mörkum heimskauta- og hitabeltis- loftsstrauma getur veðrið einnig verið mjög breytilegt. Slæm veður einkenna auk þess mjög íslenskt veðurfar. Mikla úrkomu á Austfjörðum má rekja til þessara veðra en þar falla um 2000 mm á ári.47 Í nágrenni jöklanna verður rigningin mest, eða allt að 4000 mm á ári. Jarðvegurinn48 er afar fínkornóttur og vindborinn, blandaður gjósku sem vindurinn dreifir. Af þessum sökum er auðvelt að lesa í efnasamsetningu hans. Þrátt fyrir mikla úrkomu og milt loftslag er varla hægt að finna sam- hangandi gróðurbelti á landinu. Það að skóg og gróðurbelti vanti í dag má að mestu rekja til áhrifa mannsins. Á __________ 19 43. Atriðisorðið „Island“ í Westermann Lexicon der Geographie (1963). 44. S. Thorarinsson, The Thousand Years Struggle against Ice and Fire (1956) 13. 45. W. Iwan, Island. Studien zu einer Landes- kunde (1935). 46. Vegna áhrifa frá Golfstraumnum. 47. P. Hermann, Island in Vergangenheit und Gegenwart, Teil 2 (1907) 167. 48. B. Jóhannesson, The Soils of Iceland. Univ. Res. Inst. Dept. of Agric. B/13 (1960).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.