Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 20

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 20
 Íslandi ríkti stöðug barátta milli krafta sem eyddu landi og þeirra sem þöktu það en á meðan landið var ónumið ríkti jafnvægi milli beggja þáttanna. Þegar maðurinn nam þar land og flutti með sér húsdýr raskaðist þetta viðkvæma jafnvægi náttúrunnar. Grasbítar, sér- staklega kindur, og eyðing birkiskóga og runna, rufu göt í mjög viðkvæman og steinefnaríkan jarðveginn. Lýsing Ara fróða49 á því að landið hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru á landnámstímanum er nærri raunveruleikanum. Af birkiskógi eru bara 1000 km2 eftir en það er minna en 1% af heildar flatarmáli eyjarinnar. Á að giska er í dag að 50% lands að 400 m hæðarlínu ógróið en að fyrir 1000 árum hafi þar verið samfelld gróður- þekja.50 Heimskautagróðurinn samanstendur af mosa, fléttum, grösum, heimskauta- víði, birki- og reynirunnum. Þessar dæmigerðu plöntur má einnig finna á Austfjörðum. Á landnámsöld er talið að um 30.000 manns hafi búið á land- inu og um 1100 var talan komin í um 75.000 manns. Næstu tvær aldirnar stóð mannfjöldinn í stað og fellur upphaf verslunar í Gautavík innan þess tíma. Fyrstu manntölin voru gerð árið 1703 en þá voru 50.358 íbúar í landinu en árið 1802 voru þeir 47.240. Þessa fækkun íbúanna má rekja til bólusótt- arinnar og gossins í Lakagígum, sem og hungursneyðarinnar sem fylgdi í kjölfarið.51 Gautavík er staðsett á 64°45‘ norð- lægrar breiddar og 14°15‘ vestlægrar lengdar (mynd 1). Fjarlægðin til __________ 20 49. Íslendingabók Ara, cap. 1 = Thule XXIII, 44. 50. Atriðisorð „Island“ í Westermann Lexicon der Geographie (1963). 51. S. Thorarinsson, Is- land. In: A. Sömme (Hrsg.), A Geography of Norden (1960) 230. Mynd 3. Yfirlitsmynd tekin úr suðaustri af byggðu svæði Gautavíkur.

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.