Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 25

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 25
 stóra skafla sem huldu hús að mestu. Gjóskuregn sem féll á Norðurlandi var það mikið að hægt var að greina spor í því. Svo mikinn vikur rak til Vest- fjarða að skip áttu erfitt með að sigla í gegnum hann.“63 Gottskálksannáll segir frá því að „… á Austurlandi hafi Knappafellsjökull sprungið í tvennt og hlaupið niður á Lómagnúpssand (þ.e. Skeiðarársand) og gert allar leiðir ófærar. Jökulhlaup í fljótinu Úlfarsá64 reif niður allar bygg- ingar á Rauðalæk nema kirkjuna.“65 Gjóskufallið úr Öræfajökli árið 1362 er það stærsta sem orðið hefur á sögulegum tíma. Við það þaktist 38.000 km2 stórt svæði með gos- efnum. Í 450 km fjarlægð frá gosinu voru gjóskulögin einn sm á þykkt. Taka ber tillit til að jafnþykktarlínurnar sýna samanpressaða þykkt gjóskunnar. Upprunaleg þykkt gjóskulagsins var nærri tvöfalt meiri en sú þykkt sem mælist í dag. Í nágrenni Gautavíkur Mynd 7. Kort sem sýnir dreifingu gjósku í Öræfajökulsgosinu árið 1362 (eftir Sigurð Þórarinsson). 63. G. Storm, Islandske Annaler indtil 1578 (1888) 226. 64. Líklega Virkisá í dag. 65. G. Storm (sjá neðan- málsgrein 63) 359. __________ 25

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.