Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 26

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 26
 voru jarðvegssýni tekin til að búa til jafnþykktarlínukortið. Tvö sýni voru tekin á suðurströnd Berufjarðar. Nærri Teigarhorni reyndist þykktin annars vegar vera 2,5 sm niður á 25 sm dýpi og hins vegar 1,8 sm niður á 37 sm dýpi. Annað sýni, tekið í túnfætinum norður af bænum Berunesi, var á 53 sm dýpi og mældist gjóskulagið 1,5 sm á þykkt.66 Í sniðum frá Gautavík fundust þar að auki mjög þunnar gjóskulínur sem eru úr eldgosi í Kverkfjöllum árið 1477 – eldfjalli nyrst í Vatnajökli.67 Taka verður einnig hér til greina vandamál varðandi annars vegar land- sig og hins vegar landris, í tengslum við rannsóknirnar í Gautavík. Hægt hefur verið að sanna landsig á svæðunum austur af Vatnajökli með- fram Lóni og Höfn.68 Samkvæmt Sigurði Þórarinssyni hefur sigið verið á bilinu einn og tveir metrar á sumum stöðum í Austur-Skaftafelli síðan á landnámsöld. Í stóra lóninu vestur af Vestra-Horni fundust órofin gjóskulög undir nú- verandi vatnsyfirborði en þetta ferli landsigs útskýrir einnig af hverju lónið hefur ekki breyst til dagsins í dag, þrátt fyrir allt sandmagnið sem jökulfljótin bera með sér. Dýpi lónsins hefur þess vegna verið nokkuð stöðugt. Ástæðan fyrir landsiginu er aukið ísmagn sem safnast hefur fyrir í Vatna- jökli síðan á ísöld. Sigið er til komið vegna viðbragða jarðskorpunnar við aukinni þyngd ísmassans. Að öllum líkindum nær þessi þrýst- ingur íssins til hins nærliggjandi Beru- fjarðar. Lítið sig gæti hafa haft þau áhrif að hluti af bygginga frá mið- öldum hafi orðið sjónum að bráð. __________ 26 66. Sigurður Þóararins- son, The Öraefajökull Eruption of 1362. Acta Naturalia Islandica II/2, 1958. 67. Sigurður Þóararins- son (sjá neðanmálsgrein 66), mynd 18. 68. S. Thorarinsson, The Thousand Years Struggle against Ice and Fire (1956) 47.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.