Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 27

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 27
 Til eru hlutfallslega margar ritheimild- ir um Gautavík þó þær séu ekki sér- staklega innihaldsríkar. Varðveist hafa þrjár staðarlýsingar, sem hefð var fyrir að gera á Íslandi þangað til í nútíma- num.69 Ellefu sinnum var víkurinnar minnst í Íslendingasögunum og fimm sinnum í íslenskum annálum. Staðarnafnið Gautavík bendir til þess að erlendir menn hafi starfað þar. Gautavík, í þrengstu merkingu, ætti ef til vill ekki að skilja sem „Vík Gota“ og þá það að Gotar eða Svíar hafi verið með verslun hér. Það liggja alla vega ekki neinar heimildir fyrir um möguleg tengsl við Austur-Skandinavíu. Miklu frekar ætti að leggja almennari skilning hins er- lenda í orðtakið og því gæti merkingin orðsins verið „Vík hinna erlendu“. Orðahlutinn vík getur hér bæði þýtt vík og þyrping húsa.70 Tvö örnefni til viðbótar má setja í samband við hina erlendu, nefnilega Búðamelur og Búðaá.71 Búðamelur er heitið á hæðinni sem afmarkar víkina norðvestanmegin og Búðaá er nafnið á ferskvatnsánni sem rennur til sjávar í víkinni á milli rústanna. Bæði örnefnin eiga án efa við kaupmannsbúðirnar sem hér stóðu á miðöldum. Gefur það til kynna að þessar búðir hafi verið sérstakar og þær því notaðar til að gefa staðháttum nöfn sín. Líta verður á frásagnir af Gautavík sem koma fyrir í annálum sem samtímaheimildir, þ.e. beinan vitnis- burð um 14. öldina. Annað gildir um frásagnirnar í Íslendingasögunum. Þær voru flestar ritaðar mjög seint en margt sem fram kemur í þeim gerðist á fyrstu öldum Íslandssögunnar. Gera má ráð fyrir að rétt sé farið með hlutlægar upplýsingar sagnanna en vitneskja seinni tíma ritara sagnanna gæti samt hafa ratað í þær. Vegna þess að flestar sagnanna voru skrifaðar nokkru fyrr en annálarnir, sem einnig verður stuðst við, verður hér fyrst fjallað um þær. Eina elstu heimildina er að finna í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar: Marcus var búþegn gódur og at ferdar madur mikill/ hann fór utann/ og liet höggva sier kirkiu vidi/ Sijdann fór hann út hijngad/og kom i Aust fiördu i Gata vijk/ og gaf hann kirkiuvidinn allann Sigmundi/ Sú kirkia stendur nú á Valþiöfss odum/ Sigmundur var mestur höfdingi i Austfiördum.72 Ef lýsingin stenst mun hún vera frá lokum 12. aldar og þá getur viðurinn í kirkjunni á Valþjófsstað verið úr þessum skipsfarmi.73 Markús var neyddur til að fara aðra ferð til þess að sækja meiri við, í stað þess sem hann gaf Sigmundi. Síðari farminn hefur hann varla flutt um Gautavík vegna þess að hann var búsettur á Vest- fjörðum. Í Njálssögu er þrisvar minnst á Gautavík. Í 87. kafla segir að maður að nafni Kolbeinn hafi látið útbúa skip sitt til sumarferðar í Gautavík: Ritaðar heimildir 69. Dr. Björn Þorsteins- son, prófessor í Reykja- vík, fær sérstakar þakkir fyrir hjálpina við að safna saman rituðum samtímaheimildum um Gautavík. 70. L. Schütte, Wik. Eine Siedlungsbe- zeichnung in histor- ischen und sprachlichen Bezügen (1976) 176 f. 71. Uppdráttur Íslands. Blatt 15 Breiðdalsvík. 72. Hrafns saga Svein- bjarnarsonar, útg. af A. Hasle (1967) 9. 73. Kristján Eldjárn, Hundrað ár í Þjóð- minjasafni (1973) Nr. 68. __________ 27

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.