Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Qupperneq 29

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Qupperneq 29
 Þess er getid eitt sumar, ad skip kom af hafi i Gauta-vijk (i) Berufirdi. Skipi þessu fylgdu þrensker menn, og vistudust hie(r) um veturin.82 Yngsta sagan sem nefnd verður hér er Víglundarsaga. Í 18. kafla hennar er sagt frá því að maður að nafni Helgi hafi seint á landnámstímanum komið frá Noregi til Gautavíkur og keypt þar land: Helgi undi eigi í Noregi ok fór til Islands ok kom í Austfjördu seint landnámatídar. Hann keypti land í Gautavík at Gauta, er þat land hafdi numit, ok bjó þar til elli.83 Loks er minnst á Gautavík í 21. kafla sömu sögu sem hafnar og að í grennd- inni hafi verið bóndabær: Þeir váru úti hálft hundrad daga ok tóku l and med naudum í Austfjördum, í Gautavík. Viglundr maelti þá: ,Þat þyki mér rád, bródir, þar er vit eigum sökótt, at þú nefnist Hrafn, en ek Örn.‘ Bóndi ór Gautavík kom til skips. Tóku stýrimenn vel við honum ok budu honum at taka af varningi slíkt er hann vildi.84 Í íslenskum annálum eru frásagnir af Gautavík mjög stuttaralegar. Allar tilvitnanirnar eru frá 14. öld. Flateyjar- annállinn segir frá því að árið 1305 hafi kaupmenn siglt frá Gautavík en urðu afturreka og sögðu frá skrýtnum sjóskrímslum sem þeir sáu á leiðinni: ...kaupmenn þeir er vt letu or Gauta vik vrdu aftr reka ok quoduz set hafa margygí ok hafstramb ok morg skripi onnur.85 Í Gottskálksannál er sagt frá að 1312 hafi þekkt skip strandað í Gautavík: „Kross bussan j Vestmanna eyivm. Enn Biarnar langrin j Gavta vic.“ Í Flateyjarannál er aftur sagt frá að því árið 1342 hafi skip eyðilagst við Gautavík (87): „...braut skip a Langa nesi. lifdu menn. annat braut fyrir Gauta vik...“86 Það sama ár er sama atburði lýst í Skálholtsannál: „Langabuzu braut i Gauta uik.“88 Loks er Gautavíkur enn á ný getið sem hafnar í Gottskálksannál árið 1388: „Skip kom vt j Gauta vik i Austfiordum...“89 Auk þessara heimilda, þar sem Gautavík er nefnd beint, er aðeins ein tilvitnun til viðbótar, sem gæti verið athyglisverð: Fyrir árið 1534 er greint frá að Íslandsfarar frá Hamborg hafi flutt hús til Gautavíkur.90 Ekki mun hafa verið um heilt hús að ræða heldur hluta húss, sem og hleðslusteina, líkt og fundust í Gautavík. Heimildirnar þar sem Gautavíkur er getið beint eru heldur magrar. Oft er staðarins getið sem lendingarstaðar eða hafnar, sem aðkomukaupmenn sigldu til. Hugsanlega var þar bryggja. Skip gátu legið þar og verið gerð ferðbúin fyrir næstu miklu ferð. Í Gautavík eða í nágrenni hennar gátu kaupmenn haft vetursetu og því hlýtur bóndabær að hafa verið í næsta nágrenni. Fleiri smá- atriði er ekki hægt að finna í heimildunum en þær staðfesta hins vegar að Gautavík hafi verið mikil- væg höfn fyrir margar kynslóðir kaupmanna. 82. Fljótsdæla hin meiri, útg. af K. Kålund (1883) 57. 83. Íslenzk fornrit XIV, útg. af Jóni Halldórssyni (1969) 97. 84. Sjá neðanmálsgrein 83, 106. 85. G. Storm, Islandske Annaler indtil 1578 (1888) 389. 86. Sjá neðanmálsgrein 85, 343. 87. Sjá neðanmálsgrein 85, 401. 88. Sjá neðanmálsgrein 85, 222. 89. Sjá neðanmálsgrein 85, 366. 90. E. Baasch, For- schungen zur hamburg- ischen Handelsgeschichte I. Die Islandfahrt der Deutschen, namentlich der Hamburger vom 15. bis 17. Jahrhundert (1889) 93 og 108 f. __________ 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.