Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 30

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 30
 Uppgröfturinn í Gautavík fór fram á fjórum svæðum (mynd 5). Vesturrúst- irnar (= W) voru aðskildar frá hinum svæðunum vegna þess að lækur rann milli þeirra. Við ströndina (= U) var aðeins grafinn sniðskurður. Innan austurrústanna (= O) grófu íslensku samverkamenn okkar upp stórt hús. Milli reitsins við ströndina (U) og austurrústanna (O) lá naustið (B), sem gekk einnig undir nafninu suðurrústir, en þar fundust tvær byggingar ofan á hvor annarri sem höfðu haft mismun- andi hlutverki að gegna og voru frá mismunandi tíma. Uppgraftarreitirnir voru mældir sam- kvæmt hnitakerfi sem sett hafði verið út af íslenskum samverkamanni áður en uppgröfturinn hófst og ásar þess skilgreindir með X og Y. Skurð- punktur ásanna lá fyrir utan það svæði sem kom til greina fyrir búsetu á mið- öldum, til þess að tryggja að ekki þyrfti að nota mínusgildi fyrir fundi á svæðinu. X-gildin hækka til norðurs og Y-gildin til austurs. Á þennan hátt var hægt að bæta við þeim minjum sem síðar skutu upp kollinum á norðvestur- strönd víkurinnar. Margir vísindamenn telja staðinn líklegan lendingarstað vegna hamarsins sem er á stöku stað lóðréttur. Rannsóknir því til staðfest- ingar á svæðinu hafa hins vegar ekki borið árangur. Ekkert landsvæði er heldur að finna í klettunum sem gæti hafa þjónað hlutverki tengivegar milli lendingarstaðarins og byggðarinnar. Hæðarmælingarnar á myndum 21, og þeim sem fylgja, á eftir eru miðaðar við meðalstöðu sjávar. Vesturrústirnar Við rætur hæðarhryggjarins „Búðar- mels“ er vestursvæðið í Gautavík stað- sett. Það er sjálfsagt frá þessum rústum sem Olaus Olavius segir frá.91 Daniel Bruun gaf jafnframt út af staðnum teikningu sem er reyndar afvega- leiðandi hvað varðar mælikvarða og stefnu rústanna.92 Vesturrústirnar eru enn þann dag í dag sýnilegar með sínum sérstaklega háum veggjagörðum (mynd 8). Snið í gegnum hinar enn óröskuðu minjar sýnir þetta mjög greinilega (mynd 9). Auðvelt er að greina í sundur einstaka herbergi á yfirborðinu. Þau eru mörg tengd saman og hafa því myndað samantengda heild. Vesturrústirnar liggja milli hnitanna Y 346 og Y 378 annars vegar og hins vegar X 182 og X 199 í hinu stað- bundna hnitakerfi (mynd 10). Rústirnar voru því rúmlega 30 m langar og að hámarki 17 m þar sem þær voru breiðastar. Af yfirborðinu er ekki hægt að dæma um það hvort sum herbergin hafi verið byggð við síðar. Af eins- leitni veggjarústanna má hins vegar ætla að öll byggingin hafi verið byggð á saman tíma. Uppgraftarsvæðin 91. O. Olavius, Oeco- nomisk Reise igiennem de nordvestlige, nord- lige og nordostlige Kanter af Island (1780) 551 f. 92. D. Bruun, Fortids- minder og Nutidshjem paa Island (1928) 125 f. __________ 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.