Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 36

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 36
 voru sýnileg vegna raða af stærri steinum sem lágu niður í fjöruborðið. Að minnsta kosti einn heill veggur var sýnilegur í sniðinu auk fjölda torf- hleðslna sem voru úr lagi gengnar. Á þessum stað fannst undir einum grasivöxnum garðinum hluti hrunins veggs, sem byggður hafði verið upp með litlum grjóthnullungum (mynd 17). Fyrir utan steinvegginn, sem og á stöku stað ofan á steinhleðslunum, mátti greina í sniðinu torfhleðslur sem þéttar svartar línur ofan á hver annarri (mynd 18). Vesturveggur áðurnefnds nausts studdi sig við þennan húsvegg sem hefur verið heill þegar naustið var byggt. Líkt og við var að búast og vegna þess hve lítið þversniðið var í samanburði við stærð húsasamstæð- unnar, var ekki hægt að greina hvernig einstaka herbergi innan hennar tengd- ust – nokkuð sem þegar hafði komið í ljós við skoðun á yfirborði rústanna. Á þessu svæði má gera ráð fyrir mikilli notkun einstakra húsa, sem oft var breytt og lýsti sér í óljósri yfir- borðsmynd fundarstaðarins. Stað- festing á þessu er hversu margir gripir fundust, bæði úr leir og járni, hvar- vetna í sniðskurðinum. Athyglisvert er Mynd 16. Strandrústirnar frá SV. Mynd 17. Strandrústirnar frá SA. __________ 36

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.