Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 37

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 37
 að fundirnir, bæði leirkerabrotin og naglarnir, fundust flestir í austurhluta skurðsins. Fjöldi tanna og beina úr kindum og nautgripum, svo sem heill neðri kjálki úr nautgrip, fannst í hrúgu við hlið mikils magns af leirkera- brotum. Að auki fannst fjöldi lausafunda, sem komið hefur frá þessu búsetusvæði og hafa skolast úr rofabarðinu en þeir lágu í fjörugrjótinu. Hér ber að geta stein- leirs (með saltglerungi) sem líklega er upprunninn frá Rínarlöndum.95 Á sama svæði96 fannst brot úr eirgrýtu frá 14. öld (mynd 54c).97 Ef litið er á strandsvæðið sem heild má ætla að þar hafi verið búðaþyrping með miklum umsvifum, öfugt við vestursvæðið sem hefur verið notað fremur lítið. Nákvæm aldursgreining rústanna með hjálp eldfjallagjósku var ekki möguleg. Aldur nokkurra lausa- funda úr fjörugrjótinu, beint framan við rústirnar, benda til þess að þetta svæði sé það sem var byggt fyrst í Gautavík. Afmarkaðir staðhættir og niðurstöður fornleifafræðirannsókn- anna benda til þess að upphaflega hafi þar fyrst og fremst staðið búðir en síðar hafi þar verið reist naust. Ná- lægðin við sjóinn og þar af leiðandi flóðahætta mun ekki hafa verið vænleg fyrir íbúða- og lagerrými. Þau hafa því væntanlega verið byggð innar í landið. Mynd 18. Strandrústirnar, norðursnið. Mynd 19. Naustið, flatar- og snið- teikning af uppgraftarsvæði. 95. Sjá neðanmálsgrein 73. 96. Sjá neðanmálsgrein 84. 97. Sjá neðanmálsgrein 83. __________ 37

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.