Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 49

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 49
 gjóskulagið frá 1477 á þessu svæði. Að lokum lá gjóskan frá 1755 og ofan á henni var hellugólfið í naustinu. Sambærileg naust Samkvæmt rituðum heimildum voru í Evrópu á víkingatímanum og mið- öldum tvær tegundir af bátaskýlum en grunnform þeirra hefur haldist eins til dagsins í dag: (eiginleg) naust og hróf.105 Samkvæmt lýsingum Íslend- ingasaganna var hróf eins og tjald eða skermur (skylt fornfrísíska hróf = þak, frumnorræna róf/ruf = lok, þak).106 Hróf var líklega fyrst byggt eftir að skip hafði verið dregið á land. Frá því er sagt í einni sagnanna að Sverrir konungur hafi látið draga skip sitt á land og síðan slegið yfir það hrófi.107 Ekki hefur því verið um byggingu að ræða sem hægt væri að nota aftur og aftur. Hróf dugði hins vegar til að verja skip yfir vetur á landi.108 Leifar hrófs sem einn af fyrstu land- nemum Íslands ku hafa reist var víst lengi sýnilegt, líklega sem mishæðir í landslaginu, líkt og þær sem sjá mátti í Gautavík.109 Ekki var flókið að fá efni til þess að reisa hróf á Íslandi, því sérhver stýrimaður hafði t.d. rétt til að Mynd 34. Naustið, steinhleðsla undir múrsteinahringnum. Mynd 35. Naustið, bls. 50. 105. H. Falk, Altnord- isches Seewesen. Wörter und Sachen IV (1912) 27. 106. U. Schnall, Boot- schuppen. In: Real- lexicon der german- ischen Altertumskunde 3, 1978, 286. 107. H. Falk (sjá neðan- málsgrein 105) 25 ff. 108. D. Ellmers, Frühmittelalterliche Handelsschifffahrt in Mittel- und Nordeuropa (1972) 148. 109. U. Schnall (sjá neðanmálsgrein 106) 286. __________ 49

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.