Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 54

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 54
 að fullu ljóst en sambærilegar bygg- ingar benda til að hann hafi verið notaður til framleiðslu. Uppgröftur býlisins Gröf, suður af Vatnajökli, leiddi í ljós, fyrir utan íbúðarhús, tilheyrandi framleiðsluhús og var eitt þeirra, sem sagt er hafi verið kornþurrkari, keimlík byggingunni í Gautavík.125 Byggingin sem snýr SSV- NNA er með ferhyrndu herbergi sem er 2 x 3 m stórt og var hellugólf þess að hluta varðveitt. Veggirnir voru úr torfi, studdir steinhleðslu að innan. Inngangurinn var í vesturhorni bygg- ingarinnar. Gengt honum leiðir 0,5 til 0,7 breiður og 1 m langur gangur inn í þurrkherbergið en þvermál hans er í kringum 1,5 m (mynd 41). Undir ganginum var hlaðin lögn sem gerði flutning á reyk og varma mögulegan. Til þess að koma í veg fyrir að eldur hafi komist í þurrk- herbergið og næði að læsa sig í kornið var settur steinn fyrir opið til þess að minnka það. Öskunni var sópað í holu fyrir framan lögnina sem var gerð úr lóðréttum steinhellum. Plöntuleifar sem fundust í henni voru greindar sem bygg (Hordeum vulgare).126 Öræfin, þar sem Gröf er, lögðust í eyði í eldsumbrotunum í Öræfajökli árið 1362.127 Sama hvítgráa öskulagið er þar að finna og í Gautavík undir elstu þekktu byggingunum. Til þess að staðsetja þau nákvæmlega í tíma eru fundirnir frá Gröf ekki nógu afgerandi en enginn fundur á staðnum mælir gegn því að bærinn hafi verið í byggð á 14. öldinni. Þetta er því elsti korn- þurrkari sem fundist hefur á Íslandi. Mynd 40. Uppistandandi leifar nausts á milli Gautavíkur og Beruness. 125. Gísli Gestsson, Gröf í Öræfum. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1959. 126. Sturla Friðriksson, Korn frá Gröf í Öræfum. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1959. 127. J. Voionmaa, Lundur, Borgarfjarðar- sýsla. Í 128) M. Sten- berger (ritstj.), Forntida gårdar i Island (1943). __________ 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.