Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 55

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 55
 Bygging í Lundi er hvað grunn- formið varðar lík þeirri sem hér um ræðir.128 Hún var rétthyrnd og mældist að innan 8 m löng og 2,5 m breið en þvermál hringlaga byggingarinnar er 2,5 m (mynd 42). Veggirnir eru úr steinhleðslum að utan sem innan en fyllt er á milli þeirra með mold. Leifar hellugólfs eru fyrir hendi. Gripi skortir sem og sögulegar heimildir og gerir það aldursgreiningu ómögulega. Einnig er ómögulegt að ákvarða hlut- verk en í dag er almennt talið að hér sé um að ræða hlöðu og fjós. Fundurinn í Gröf sýnir hins vegar að kornþurrkun var þekkt á Íslandi. Óhag- stæðar umhverfisaðstæður á eyjunum í Norður-Atlantshafi sem og á strand- svæðum á Bretlandi og Skandinavíu til að þroska korn ýtti undir þróun þurrktækninnar.129 Sýnt hefur verið fram á tengingu milli Skotlands, eyjanna í norður Atlantshafi og Skandinavíu með mál- vísindalegum rannsóknum. Almenn orð fyrir þurrkofn í Skotlandi er Kill eða Kiln130 og á gelísku sòrn en elstu hugtakið yfir slíka þurrkun á sænsku er kölna.131 Gelíska hugtaksins þorn er getið árið 1314 í V-Noregi og enn þann dag í dag er það þekkt í orðmyndunum tonn eða torn en hér er um trégólf þurrk- herbergis fyrir malt að ræða.132 Í Færeyjum er notað orðið sodnur um slíka þurrkun.133 Þar bætast við orðasambönd eins og sofnhús fyrir byggingar sem þangað til á níunda ára- tug síðustu aldar voru notuð til að þurrka rúg. Fjögur mismunandi form þurrkhúsa eru þekkt eftir því hvar þau eru landfræðilega staðsett.134 Tegundin frá Orkneyjum, sem kallast „Orkney-Kiln“, er líkust þeim sem fundist hafa á Íslandi. Þurrkherbergið þar er byggt við ferhyrnda hlöðu. Það er einn metri í þvermál og er allt að 5 metrar á hæð. Grind er lögð í um eins metra hæð en á hana var kornið breitt út sem þurrka átti. Hægt var að komast að grindinni í gegnum litlar dyr og upp nokkrar tröppur. Kamína var notuð til þess að kynda upp og hitinn leiddur úr henni undir tröppurnar og inn í þurrk- herbergið. Afgangurinn af bygging- unni var notaður sem birgðageymsla. Þurrkofnarnir eru í þessum tilvikum ekki byggðir inn í ferhyrndu rýmin heldur standa þeir frítt við skamm- hliðina. Tenging hringlaga byggingar- innar og rétthyrndu yfirbyggingar er enn hægt að sjá á Lewis (Suðureyjum). Byggingarnar sem enn þann dag í dag eru notaðar sem birgðahús eru með kúpullaga þaki, og göngustígur um- hverfis það er á ferhyrndum grunn- inum.135 Ef teknir eru saman þættirnir sem nefndir voru hér á undan kemur í ljós að tegund byggingarinnar í Gautavík er mjög lík þeim sem finnast á eyjum N- Atlantshafsins og voru notuð sem kornþurrkunarhús. Þessi tilteknu ís- Mynd 41. Sofnhúsið á Gröf (eftir Gísla Gestsson). 128. J. Voionmaa, Lundur, Borgarfjarðar- sýsla. Í M. Stenberger (ritstj.), Forntida gårdar i Island (1943). 129. H. Hinz, Zur En- twicklung des Darren- wesens. Zeitschrift für Volkskunde 51, 1954. 130. A. Fenton, Lexiconi- graphy and historical interpretation. Í G.W.S. Barrow (ritstj.),The Scottish Tradition (1974). 131. I. Talve, Kölna. Kulturhistoriskt lexikon for nordisk middelalder 10 (1965), 132. A. Ropeid, Bryggning. Kultur- historiskt lexikon for nordisk middelalder 2 (1957). 133. H. Rasmussen, Korntørring og – taerskning på Faerøerne. Kuml 1955. 134. L. Scott, Corn- drying Kilns. Antiquity 25, 1951. 135. A Fenton, Continuity and Change in the Building Tradition of Northern Scotland. The Åsa Wright Memorial Lectures 4 (1979) 10. __________ 55

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.