Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 59

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 59
 fyrir snið C eru: X 147 / Y 516; hnitin fyrir D eru: X 130 / Y 505. Rúst I Rúst I er af ferhyrndu húsi sem mældist 5,8 m að lengd og 3 m á breidd að innanmáli. Áður en rannsókn hófst var það þessi rúst sem mótaði greinilegast fyrir svæði í landslaginu á austursvæðinu (myndir 44 og 45). Undir rúst I fundust leifar eldri bygginga. Í sniðunum A-B og C-D sáust greinilegar byggingaleifar í formi torfs, grjóts og raskaðra laga. Þessar leifar voru ekki hlutar af heilum húsum, heldur veggjum sem höfðu verið jafnaðir við jörðu, líklega að skapa pláss fyrir eldri hús. Veggirnir Veggirnir voru hlaðnir úr grjóti, torfi og mold. Grjótið var á innbrún veggjanna, hlaðið í þrjár til fjórar raðir með torfi á milli. Séð innan frá leit húsið út eins og veggirnir væru hlaðnir úr grjóti. Flestir steinarnir í grjót- hleðslunni voru milli 20 og 40 sm á þykkt en sumir þeirra voru eitthvað þykkri. Stærstur var hornsteinninn sem stóð austan megin við innganginn. Hann var um 60 sm í þvermál. Kjarni veggjanna var úr mold og torfi en það var ríkjandi byggingarefni á Íslandi í árhundruðir. Þykkt þeirra var 1-1,5 m. Veggirnir voru eftir upp- gröftinn ennþá 70 sm á hæð. Torfið sem hafði verið milli steinanna í grjót- hleðslunni var nær allt horfið. Upp- runaleg hæð veggjarins hefur því verið eitthvað hærri. Steinar úr efstu röðunum höfðu fallið inn í húsið. Langhliðarnar í húsinu voru verst farnar (mynd 46). Þær höfðu báðar fallið inn um miðjuna. Gaflarnir voru ekki eins illa farnir. Neðsta steinaröðin var öll á sínum uppruna- lega stað (mynd 47), fyrir utan horn- steininn við vesturhlið inngangsins. Hann hafði staðið lítið eitt innan við innganginn. Inngangur Inngangurinn í húsið var um 1 m á breidd og 2,4 m langur. Ekki fundust ummerki um hurð þó hún hljóti að hafa verið til staðar. Hún hefur líklega verið fremst í dyragættinni en ekki var hægt að ákvarða nákvæmlega hvar hún stóð. Gólfskánir Í rúst I voru tvö greinanleg gólflög. Það sýnir að húsið var í notkun á tveim tímabilum. Ef til vill er hér hægt að tala um tvö blómaskeið staðarins. Yfir báðum þessum gólflögum voru 20 sm þykk mannvistarlög, sem í voru sams- konar gripir og í gólfskánunum en þó í minna mæli. Húsið virðist því hafa verið í stöðugri notkun, þótt það hafi ekki alltaf verið nægilega mikið til þess að greinanlegar gólfskánir hafi náð að myndast (mynd 48). Neðra gólflagið Neðra gólflagið tilheyrir upprunalega húsinu og hefur myndast við neðsta kant steinveggjanna. Gólflagið var mjög þunnt og sums staðar ógreinan- legt. Meðfram veggjunum var það mjög blandað viðarkolum en minna bar á því þegar nær dró miðju, þar sem litur gólfsins var gráleitur. Við inn- ganginn fannst þunnt sandlag á gólfinu og rétt undir því. Nokkrar stakar hellur fundust á gólfinu, sérstaklega í og inn __________ 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.