Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 60
af innganginum. Þvert yfir gólfið, fyrir
innan innganginn, var það um 10-15
sm hærra á um 1 m breiðum kafla. Á
þessari hækkun var gólfskánin mjög
óljós.
Í þessu húsi fannst ekkert eldstæði.
Þrátt fyrir að leifar af viðarkolum hafi
fundist í gólflaginu fundust samt engar
vísbendingar um það hvar hefði verið
eldað. Engar stoðarholur fundust í
gólfinu sem gætu verið til vitnis um að
stólpar hafi borið uppi þakið.
Gripir úr rúst I
Gripir úr rúst I hafa ekki verið rann-
sakaðir. Fjöldi þeirra er á milli 110 og
120, mest járnnaglar og leirkerabrot.
Greining gripa, t.d. leirkerabrotanna
hefur enn ekki farið fram. Afstaða
gólflaganna varð fyrst ljós við lok
uppgraftarins og er það ástæða þess að
endanleg greining á samhengi gripanna
hefur ekki farið fram. Lauslegt yfirlit
sýnir að einungis fundust 20-30 gripir í
neðsta gólflaginu en það voru einmitt
að mestu naglar og leirkerabrot.
Lag yfir neðra gólfi
Yfir neðra gólflaginu var 10-20 sm
þykkt, ljósbrúnt mannvistarlag úr mold
og torfusneplum, blandað viðarkolum,
brenndum beinum og samskonar
gripum og fundust í hinum mannvistar-
og gólflögunum.
Torfur í þessu mannvistarlagi báru í
sér eldfjallagjósku úr gosinu í Öræfa-
jökli árið 1362. Efst í laginu, rétt undir
efra gólfinu, fannst á 1 x 2 m svæði inn
af innganginum eldfjallagjóska frá
árinu 1477, þangað sem hún hlýtur að
Mynd 44. Austursvæði, rúst I, fyrir rannsókn. Horft til suðurs.
__________
60