Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 66

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 66
 Stærstur hluti gripa frá Gautavík eru brot úr leirkerum. Leifar leirkera eru hlutfallslega færri á Íslandi miðað við önnur lönd á meginlandinu. Leirker voru nefnilega ekki búin til á Íslandi fyrr en í seinni tíð, og þá svokölluð gjóskuleirker. Á víkingatímanum og á miðöldum var heldur engin sambæri- leg vara framleidd í landinu. Leir, sem hægt er að nota til múrsteinafram- leiðslu, var ekki til í nægilega miklum magni á Íslandi. Þegar leirker finnast frá þessum tíma er undantekningalaust um innflutta vöru að ræða og án efa voru leirker þess vegna af skornum skammti. Þess vegna hafa leirker sjaldnar verið lögð í grafir á víkinga- tímum á Íslandi141 en í Skandinavíu.142 Þörfinni fyrir geymsluílát hefur verið fullnægt með öðrum hætti. Oftast munu þau hafa verið gerð úr lífrænum efnum vegna þess að náttúrulegt kléberg er ekki til á Íslandi,143 ólíkt því sem er annars staðar í Norður- Evrópu.144 Ekki hefur mikill innflutningur heldur átt sér stað á ílátum úr klébergi. Þau eintök sem rötuðu til Íslands eru það fá að ekki er hægt að skilgreina þau með óyggjandi hætti sem versl- unarvöru. Það á ekki einungis við um víkingatímann, heldur einnig um tíma umsvifa í Gautavík. Þau hafa varla heldur verið notuð sem ílát fyrir aðrar vörur til innflutnings. Mestar líkur eru á því að leirkerin hafi verið persónuleg eign kaupmanna sem komu til Íslands og að þau hafi svo orðið eftir þar en þá hefur ástand þeirra líklega oftast verið orðið slæmt. Þau leirkerabrot sem fundust í Gautavík eru ekki nægilega mörg og samstæð til að mynda heilt ílát. Við skráningu leirkerabrotanna í Gautavík komu upp ýmis vandamál. Ástæður þeirra má einkum rekja til þess að á þeim svæðum sem til greina koma sem upprunastaðir brotanna hafa enn engar aldursgreiningar verið gerðar á sambærilegum dæmum. Reyndar hafa nú víða utan Íslands fundist leirker, ásamt mynt sem hægt er að nota til aldursgreininga.145 Þeir nægja samt ekki til nákvæmrar tíma- setningar. Á móti þessu mælir einnig að sum miðaldaleirker geta verið mjög langlíf. Sérstaklega er erfitt að greina upphaf nýrra mótaraða. Engu að síður er ljóst að aldur leirkerjanna sem fundust í Gautavík nær yfir um þrjúhundruð ára tímabil. Á 14. öld voru samkvæmt annálum mikil umsvif á svæðinu146 en þau fóru dvínandi á 16. öld.147 Hægt er svo að ákvarða nánar aldur umsvifa þar, þó innan þessa tímaramma, með hjálp eldfjallagjóskulagsins frá 1477. Þar sem þetta lag er ekki alls staðar greinilegt, einkum vegna yngri bygg- inga sem reistar hafa verið á svæðinu Leirker 141. Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé (1956). 142. D. Selling, Wik- ingerzeitliche und frühmittelalterliche Keramik in Schweden (1955). 143. Kristján Eldjárn, Kléberg á Íslandi. Árbók Hins íslenska fornleifa- félags 1949/50. 144. A. Skjølsvold, Klebersteinsindustrien i vikingatiden (1961); H. G. Resi, Die Speck- steinfunde aus Haitha- bu. Berichte über die Ausgrabungen in Haithabu 14, ritstj. von K. Schietzel (1979). 145. N.-K. Libgott, Danske Fund af mønt- datered Keramik ca. 950-1450. National- museets Skrifter, arkeologiskhistorisk raekke 18 (1978). 146. Sjá bls. 27 o.áfr. hér að framan. 147. Sjá bls. 85 hér að aftan. __________ 66

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.