Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 77

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 77
 Ekki var hægt að búast við sérstaklega miklum minjum úr járni í Gautavík. Ljóst er að byggðakjarninn í Gautavík var yfirgefinn smám saman og án greinilegra ummerkja um mikla eyði- leggingu á þeim byggingum sem nú eru orðnar að rústum. Auk þess er greinilegt að allir nýtanlegir hlutir voru fluttir þangað vegna skorts á leifum um grunnhráefni á staðnum. Járn var framleitt á Íslandi og hefur umfang framleiðslunnar líklega náð að metta eigin markað.169 Það á alla vega við um þann tíma þegar nægilegur eldiviður var til á landinu. Því til staðfestingar eru íslenskar heimildir frá miðöldum. Steinefni sem ekki innihéldu járn þurfti hins vegar að flytja til landsins.170 Þess vegna fundust einungis nokkrir slíkir hlutir í Gautavík en þeir voru úr bronsi . Stærstur hluti málmgripanna eru naglar og hnoðnaglar úr járni og stundum úr afgöngum. Þeir fundust bæði dreifðir um strandsvæðið sem og í hrunda naustinu. Um var að ræða að minnsta kosti tvær gerðir nagla af mismunandi stærð. Annars vegar voru það stilkar með haus á öðrum enda (t.d. mynd 53d); og hins vegar fannst líka á strandsvæðinu naglategund með flötum, pýramídalaga haus, líkum ró- nagla (t.d. mynd 53g), en lengd þeirra var aldrei yfir 5,5 sm. Að auki má telja fjölda annarra nagla, sem flestir fundust á strandsvæðinu (mynd 52).171 Þeir eru einnig með rúnaðan haus, létt íhvolfan, en þynnast lítið sem ekkert í endann (mynd 52d); en í þeim tilfell- um getur verið að endinn stilksins hafi brotnað af.172 Járnbætur fundust einnig í naustinu (mynd 53a). Svipuð eintök hafa fundist í bátaskýlunum í Norður- Kolnes, Noregi,173 sem og í þeim sem fundust í Norður-Sunde við Stavangur í Noregi.174 Járnbætur með nagla geta hafa gengt mismunandi hlutverkum175; þó túlka megi það sem svo að götóttu járnbrotin (myndir 53a-c) sem fundust í naustinu hafi öll verið járnbætur, sambærilegar þeim sem finna má í skipum. Í þessu samhengi kemur samt lengd þeirra, a.m.k. 7,5 sm, á óvart (mynd 52d-f). Þær hentuðu t.d. vel í flísalögðum bátaskýlum. Gripur sem fannst í bátaskýli er líklega brot úr járnöngli (mynd 53i) en slíkir önglar eru eins frá einum tíma til annars176 og finnast oft á strandsvæðum.177 Á strandsvæðinu og í bátaskýlinu fannst sitt hvor blýkúlan sem líklega hafa verið skotnar úr skammbyssum eða veiðibyssum með fremur lítilli hlaupvídd.178 Alveg upp við fjörukamb strand- svæðisins fundust, sem lausafundir, tvö bronsbrot (mynd 54c) en um er að ræða hluta úr bronspotti. Varðveist hefur nokkuð dæmigert brot með brún 169. N. Nielsen, Jaern- udvindingen paa Island i fordums Tider. Aar- bøger for nordisk Old- kyndighed och Historie 1926. 170. T. Capelle, Bemerkungen zum islandischen Handwerk in der Wikingerzeit und im Mittelalter. Früh- mittelalterliche Studien 14, 1980. 171. M. Müller-Wille, Bestattung im Boot. Studien zu einer nord- europeäischen Grab- sitte. Offa 25/26, 1968/69, 28-33. 172. M. Müller-Wille (sjá neðanmálsgrein 171) 28-30, mynd 6-7. 173. P. Rolfsen, Båt- naust på Jaerkysten (1974) 16. 174. P. Rolfsen, (sjá neðanmálsgrein 173) 30. 175. M. Müller-Wille, (sjá neðanmálsgrein 171) 30. 176. Annar öngull af sömu tegund fannst á austursvæði uppgraftar- ins. 177. W. Holmquist og B. Arrhenius, Excavat- ions at Helgö II (1964) 28, 19; P. Rolfsen (sjá neðanmálsgrein 173) 52, mynd 14; 53, mynd 15; 64, mynd 20: 81, mynd 26. 178. Samkvæmt vin- samlegri ábendingu W. Hahlweg í Münster prófessors eru báðar blýkúlurnar úr fram- hleypum. Hin tiltölulega litla hlaupvídd, u.þ.b. 10 mm. bendir til að ekki sé um hernaðarvopn að ræða (slík vopn voru yfirleitt með miklu stærri hlaupvídd, sjaldnast undir 20 mm). Ekki hægt að reikna með að blýkúlur eins og lýst er hér að ofan hafi verið til fyrir 17. öld, þó er ekki alveg hægt að útiloka það. Málmgripir __________ 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.