Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 79

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 79
 aldursgreindir eru til 1368.183 Eldri gáróttir bronspottar með miðrönd takmarkast aðallega við 14. og 15. öld, sum verkstæði hafa samt brætt eldri gerðirnar langt fram á 16. öld.184 Hitt bronsbrotið er ekki eins mikil- vægt (mynd 54d). Það er hálfhringur, íhvolfur en á honum hafa varðveist tvær samsíða rákir. Í miðju skífunnar virðist hafa verið gat. Til hvers gripurinn var notaður er ekki hægt að ákvarða út frá þessu litla broti. Það sama á við um langt íhvolft bronsbrot (mynd 54c). Nokkrum fleirum járnmunum var bjargað en þeim sem hér hafa verið nefndir en ástand þeirra og útlit segja ekkert til um tilurð þeirra eða hlutverk. Röntgenmynd af grip nr. BF57 bendir til þess að um rúnaðan lás með út- 183. N.-K. Liebgott, Danske fund af mønt- datered Keramik ca. 950-1450. National- museets Skrifter, arkeologisk-historisk raekke 18 (1978) Nr. 35: 74, fig. 88; 76. 184. H. Drescher (sjá neðanmálsgrein 179, 1968) 28. Mynd 53. Járngripir úr naustinu a – k) naglar, l) blý. __________ 79

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.