Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 85

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 85
 Sögulegar frásagnir og fornleifafundir við víkina sýna að hluta til fram á sama búsetutímabil staðarins. Við lok 14. aldar lýkur frásögnum um staðinn í skriflegum heimildum – en annálar höfðu þá komið í stað Íslendinga- sagnanna. Frá 14. öld er Gautavíkur ekki lengur getið í heimildum en það gæti bent til þess að staðurinn hafi verið yfirgefinn í síðasta lagi um 1400. Þrátt fyrir þetta hafa umsvif á staðnum ekki hætt þá, því fornleifa- rannsóknin bendir til þess að staðurinn hafi haldið áfram að vera til og að erlendir hlutir hafi áfram verið fluttir þangað. Vegna skorts á mikilvægum aldursgreinanlegum gripum er samt erfitt að ákvarða hvenær umsvifum í Gautavík lauk. Það hversu lengi leirker endast flækið málið enn frekar, þó öruggt megi telja að yngstu munirnir séu ekki eldri en frá 16. öld. Naustið sem byggt var ofan á múrsteina- hringnum gæti einnig verið yngra. Ef það er rétt er það þó engin sönnun þess að staðurinn hafi verið í byggð lengur, vegna þess að naust og annars konar bátaskýli geta staðið langt í burtu frá tilheyrandi byggðum. Endalok Gautavíkur sem verslunar- staðar má rekja þó til 16. aldar. Ef tekið er mið af Íslandskorti Guð- brandar Þorlákssonar biskups, sem birt var um 1590 í Abraham Ortelius Theatrum orbos terrarum, þá var staðurinn „Garavig“ staðsettur mjög innarlega í firðinum. Á korti Pers Gerardums Mercatoreums frá árinu 1595 er staðarnafnið „Gantawick“ hins vegar staðsett í sjó suður af Papey. Kort Hollendingsins Joris Carolus, sem gefið var út í Amsterdam 1628, sýnir nafnið „Ganta Wick“ einnig úti á sjó norður af Papey. Á síðari kortum er staðarnafnið ekki lengur að finna. Þessar heimildir sanna hins vegar að kortagerðamenn þessa tíma vissu hvorki hvernig skrifa átti nafnið „Gautavík“, né heldur þekktu þeir nákvæmlega til landfræðilegrar legu staðarins við norðanverðan Berufjörð. Ógreinilegar hugmyndir hafa því aðeins verið til um hann. Gautavík gleymdist hins vegar aldrei alveg frá því að fyrst var vitað um tilvist hans. Svona greinir t.d. Olaus Olavius í Íslandslýsingu sinni frá 1780 frá staðnum: „Gautavík, sem Írar sigldu meðal annars til fyrr á tímum, er við norðanverðan Berufjörð en um er að ræða stutta en breiða vík og við hlið hennar rústir sex kaupmannshúsa. Höfnin er að mestu lokuð á móti hafi en þó nokkuð opin fyrir vindum sem standa á hana beint yfir fjörðinn.“185 Fyrr á tímum voru munnlegar heimildir til um það hverjar af sýnilegu rústunum voru tengdar erlendum kaup- mönnum. Daniel Brunn byggir síðan augljóslega sína lýsingu á þessari frá- sögn Olaviusar á Gautavík.186 Það að Gautavík var yfirgefin sem verslunarstaður leiddi samt ekki til þess að kaupmenn kæmu ekki lengur 185. O. Olavius, Oeco- nomisk Reise igienem de nordvestlige, nord- lige og nordostlige Kanter af Island (1780) 551. 186. D. Bruun, Fortids- minder og Nutidshjem paa Island (1928) 126; skissan á bls. 125 af búðarrúst vesturbygg- inganna er ekki rétt með tilliti til mælikvarða og staðsetningar. Endalok Gautavíkur __________ 85

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.