Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 88

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 88
 til þess eins að grotna niður, enda var byggingarefni þeirra ekki æskilegt til endurnýtingar. Sérstaklega var tekið eftir því að múrsteinahringurinn var ekki grafinn upp og fluttur með öðrum varningi, þó steinarnir væru örugglega mikils virði og heldur ekki erfitt að grafa þá upp og nota þá aftur. Svo virðist þó sem að efri hluti kúpulsins hafa fljótlega verið fjarlægður. Það var hins vegar ekki gert á kerfisbundinn hátt, vegna þess að hluti kúpulsins sem þá var hruninn varð eftir. Á engum bóndabæ í nágrenni Gautavíkur hefur nokkurn tíma verið byggt úr múrsteinum en það þýðir að steinarnir sem nú vantar hafi ekki verið fjarlægðir til þess að nota þá við gerð annarra bygginga. Frekar má gera ráð fyrir að þeir hafi verið fjarlægðir fyrir forvitnissakir vegna þess hversu fram- andi þeir voru hérlendis. Eftir að hlutverki Gautavíkur sem verslunar- staðar lauk hefur víkin lítið verið heimsótt. Verslunarstaðurinn varð að rústum sem þó féllu ekki alveg í gleymskunnar dá. __________ 88

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.