Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 93

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 93
 Uppgröfturinn, svæðislýsingin eða ritaðar samtímaheimildir gefa enga heildarmynd af verslunarstaðnum í Gautavík, þó saman gefi þessar upp- lýsingar engu að síður góða mynd af uppbyggingu staðarins á miðöldum. Lega staðarins var augljóslega valin af kostgæfni. Yfir sumarmánuðina hægt að ferma og afferma skip. Það var fyrst vegna breytinga á vatnsyfir- borði sem flytja þurfti staðinn yfir fjörðinn, nærri mynni fjarðarins. Breytingin varð ekki mikil fyrir skip sem komu frá Vestur- og Mið-Evrópu sem og frá Skandinavíu, vegna þess að staðurinn sem tók við af Gautavík varð áfram helsti viðkomustaður þeirra á suðausturhluta Íslands. Ritaðar heimildir sýna að Gautavík var tíður viðkomustaður á 14. öld. Eftir það er staðarins ekki getið frekar en fornleifafræðilegir fundir sýna engu að síður að staðurinn hefur verið notaður fram á 16. öld. Þetta hefur verið stað- fest með greiningu á gjóskulögum. Fundirnir eru ekki fjölbreyttir. Fyrir utan nokkur bronsbrot og blýkúlur er helst að nefna leirkerabrot og járnhluti. Járnhlutirnir eru að mestu naglar og ró- naglar en lögun og stærð sumra þeirra bendir til þess að hægt hafi verið að nota þá við bátasmíði. Leirkerabrotin er að stærstum hluta úr þrífættum pott- um sem eru algengustu eldunarílát miðalda. Eins var hægt að ákvarða uppruna þeirra en þau eru frá Norð- vesturhluta Evrópu. Þróun Gautavíkur hefur verið upplýst að litlu leyti. Ekkert húsanna sem grafin voru upp í heilu lagi eða að hluta til reyndust vera íbúðarhús. Um var að ræða naust og verslunarhús- Samantekt Mynd 60. Búðarsandur í Hvalfirði. Bátalægi fullt af sandi. __________ 93

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.