Nesfréttir - 01.12.1992, Page 3
3 Nesfréttir
JÓLIN NÁLGAST
- SÉRA SÓLVEIG LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR
Nú þegar að ventan er gengin
í garð er hollt að setjast niður
um stund við kertaljós og íhuga
til hvers aðvetnan er. Er
tilgangur hennar eingöngu að
undirbúajólahátíðinaeðahefur
hún úlgang í sjálfum sér? Alltof
margir skipta aðventunni
þannig niður að ein vika fer í að
baka, önnur í að kaupajólagjafir
og sú þriðja í að þrífa. I öllu
þessu amstri gleymist oft
innihald aðventunnar. Orðið
aðventa þýðir að koma.
Og einkunnarorð að-
ventunnar eru: “Sjá, konungur
þinn kemur til þín. Sjá, hann
stendur við dymar og knýr á.”
Þetta gefur okkur tilefni til
að íhuga á hvern hátt Jesús er
konungur í lífi okkar og hvaða
merkingu það hefur fyrir okkur
að hann ráði þar einhverju.
Þessi orð gefa okkur lfka tilefni
til að íhuga hvemig við getum
opnað dymar fyrir honum, þar
sem hann stendur og knýr á í
lífi okkur. Guðspjöll
sunnudaganna í að ventu minna
okkur á þetta auk þess, sem við
emm minnt á endurkomuna,
sem okkur er fyrirheitið í
Biblíunni. Á aðventunni er
mikið um dýrðir í kirkjunni og
við hjálpumst að við að íhuga
þessi efni. Því skulum við ekki
bíða með það fram að jólum að
koma til kirkju. Undirbúum
huga okkar og hjörtu undir háu'ð
friðarins í samfélagi, þar sem
við fáum tækifæri til að byggj a
okkur sjálf upp, hlusta á Guðs
orð og biðja með öðmm fyrir
því, sem okkur liggur á hjarta.
Guð gefi okkur öllum
innihaldsríka aðventu!
Helgihald í Sel-
tjarnarneskirkju um
jól og áramót.
Sunnudagurinn 13. desember:
Kveikt verðurájólatrénu fráGróttu
fyrir messu, sem hefst kl. 11:00.
Lúðrasveitleikur.
Sunnudagurinn 20. desember:
kl. lLOOjólasöngvarallrarfjöld-
skyldunnar.
Barnakórinn syngur og böm úr
bamastarfinu sýna helgileik.
Aðfangadagskvöld:
Aftansöngurkl. 18:00
Hátíðarsöngur Bjarna
Þorsteinssonar. Ólafur Flosason
leikur á óbó.
Jóladagur: Hátíðar-
guðþjónustakl. 14:00
Hátíðarsöngvar Bjarna
Þorsteinssonar. Þuríður
Sigurðardóttir, sópran syngur
einsöng:
Nýársdagur: Hátíðar-
guðþjónustakl: 14:00
Haukur Bjömsson, formaður
sóknarnefndar predikar. Elísabet
F. Eiríksdóttir, sópran syngur
einsöng:
Prestur í öllum guðþjónustum
verður sr. Sólveig Lára
Guðmundsdóttir og organisti
Hákon Leifsson.
HÁTÍÐABAKSTUR
- STOLLEN (Þýskt jólabrauð) - EKTA SMJÖRDEIGSTARTALETTUR
- ÁVAXTAKAKA (Björnsbakarí special) - MARENGSBOTNAR
- SMÁAR KRANSAKÖKUKRÓNUR - JÓLASMÁKÖKUR
- TRÖLLADEIG í NOKKRUM LITUM
ATH. Ráðlegt er að leggja inn pöntun á brauði til afgreiðslu á Þorláksmessu og Aðfangasdag.
Ný brauð seljast yfirleitt upp þessa daga. Pöntunarsími 611433
BJÖRNSBAKARÍ AUSTURSTRÖND, HRINGBRAUT OG FÁLKAGÖTU 18