Nesfréttir - 01.12.1992, Qupperneq 6

Nesfréttir - 01.12.1992, Qupperneq 6
6 Nesfréttir ÞAR SEM BJARTSÝNIN RÆÐUR RÍKJUM viðtal við Sólveigu Eggertz Pétursdóttur mynlistarkonu Hún var fyrst til þess að mála á rekaviðadrumba og vakti mikla athygli fyrir. SólveigEggertzPétursdóttir er búsett á Seltjarnarnesi og býður þess ásamt eiginmanni sínum að komast inn áelliheimilið. A meðan býr hún á vinnustofu sinni á Austurströndinni á milli þess sem þau hjónin bregða sér í sumarhús sitt. Húnhefurlifað ýmislegt,er sátt við lffið og tilveruna þrátt fyrir að ekki hafi allt verið gott, að minnsta kost hefðu niargir sligast undan þeirri byrði sem á hanaSólveiguhefurveriðlögð um ævina. Hún á fjögur börn, þar af hafa tvö þeirra ekki gengið heil til skógar; þau eru með öðrum orðum þroskaheft. Þrátt fyrir þetta og rneira til cr Sólveig afar jákvæð ntanneskja, hún beinlínis geislar af jákvæðni og segir jafnan þegar um þessi mál er talað: "Þettaerul'orlögin, l'yrir vikiðhöfum við maðurinn minn starfað mikið að málefnum þroskaheftran. Maður hennar þjáist af liðagigt og hefur verið einn ötulasti baráttumaður gigtarsjúklinga og er nú formaðurgigtarfélags íslands. Fyrir 12 árunt lenti hún sjálf í miklu bílslysi og slasaðist mikið. Hún segir þann atburð ekki einu sinni hafa verið svo slæman því rétt áður en hún lenti í slysinu varhún hreinlega að keyra yfir af stressi en eftir slysið lært að slaka á. I návfgi viðsjóinnhefurhún alltaf fundið ró, Þegar börnin voru yngri fórhúngjarnan með þau niðurífjöru.Það vareinmitt þar sem hugmyndin urn að fara að mála á rekaviðadrumba vaknaði. Hver man ekki eftir andlitunum máluðum á rekaviðadrumba? Slík verk urðu mikil tískufyrirbæri fyrir nokkrum árurn og fást enn og nú í blómabúðinni á Seltjarnarnesi. Sólveig á bæði litríkt líf og litríkanlistamannsferilaðbaki. Hún er enn að mála og fyrir ári síðan sýndi hún í Hafnarborg í Hafnarfirði og hélt nýverið sýningu á verkum sýnurn á Mokkakaffi þar sern hún hóf einmitt feril sinn sem listamaður. Það er gaman að l'ara í gegnurn úrklippumöppur hennar en þar er rneðal annars að finna handskrifað þakkarbréf frá þáverandi forseta íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni sem ekki komst á sýningu hennar sem þá var haldin í Hafnarfirði. Hann þakkar henni boðsbréfið á sýninguna, segir að sér þyki mjög vænt um að eiga eftir hana myndaseríu. Bréfið var skrifað 15. ágúst árið 1968 en hann komst ekki þar sem hann var á leið utan til Völu og Gunnars, sem væntanlega vom þau Vala og Gunnar Thoroddsen. Mikið hefur verið ritað um hana í erlendunt blöðunt enda hefur hún haldið sýningar víða urn heint og hún hefur einnig komið fram í útvarps- og sjónvarpsþáttum. Einnig vakti hún athygli blaðamanns Morgunblaðsins árið 1960 en þá blasti við honum sjaldgæf sjón. Á tröppum verslunar Brynjólfs H. Bjarnasonar í Aðalstræti sat kona með teikniblokk og blýant og teiknaði af mesta kappi. Kom í lj ós að þetta var engin önnur en Sólveig að gera skissur af götumyndunum sínum. Hér er aðeins fátt eitt taliðþvx Sólveig hefur komið víða við á ævi sinni en býður þess nú, eins og áður sagði, að deila ævikvöldi sínu með Seltirningum. Nú sem fyrr leggjum við okkur fram við að þjónusta sem best Seltirninga og aðra Vesturbæinga. Okkar mottó er: Lipur og glaðleg þjónusta! Eitt mesta myndbandaúrval landsins. 4 verðflokkar. Verið velkomin! TRÖLLAVIDEO Eiðistorgi 17, s. 629820 Leiga sem stendur undir nafni.

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.