Nesfréttir - 01.01.1993, Blaðsíða 1

Nesfréttir - 01.01.1993, Blaðsíða 1
íirw^ FRETTIR auglys:n^a|" ^JanúaM99^^t^^Ár^^^ FJÁRHAGSÁÆTLUN 1993 Sama prósenta og í fyrra segir Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri Lögð var fram fjárhagsáætlun Seltjarnarness nú fyrir áramót. Tekjur eru áætlaðar 402 miljónir - gjöld 347 miljónir og til eignabreytinga 55 ntiljónir. Alagningaprósenta útsvars verður 7% sama og í fyrra, álagningaprósenta fast- eignagjalda 0,375% af fasteignamati, en af atvinnuhúsnæði og óbyggðum lóðum 1%. Urðunargjald hækkar úr 3000 í 4000 kr. og vatnsskattur verður 0,15% af fasteignamati. Einnig verður fastur afsláttur fyrir elli og örorkulífeyrisþega kr. 15000.1 græn svæði fara 13 miljónir. Breyta á Plútóbrekkunni fyrir 500 þús., laga á svæðið frá íþróttavellinum að Bakkavör fyrir 1,5 miljónir. Þrengja á Skerjarbraut og Lindarbraut og setja handrið v/Nesveg. 1 miljón. Lagfæring v/sundlaug, Vallarbrautarvöll og homið á Lindarbraut og Suðurströnd 800 þús. Trimmsvæðið v/ Suðurströnd fyrir 275 þús v/ Víkurströnd.Tjarnarból og sundurtekt Valhúsabrautar og Kirkjubrautar. 1,1 milljón. í opin svæði fara 5,4 milljónir. Lokaafgreiðsla fjár- hagsáætlunar var á fundi 20. janúar. 1. sæti 6A, Kristinn, Indriði, Kristín og Edda V. 2. sæti 7B, Arndfs, Ágúst, Guðrún Baldvina og Gunnar. FÉLAGSSTARF íMÝRARHÚSASKÓLA Mikil gróska er í félagsstarfsemi í Mýrar- húsakóla undir stjórn Ólínu Thoroddsen og Bjarna T. Alfþórssonar: Starfsemin er mest sniðin fyrir nemendur í 5, 6 og 7 bekk. Dagskráin fram í maí: 26. jan. diskótek í Selinu frá kl. 18-21. 1.-12. feb námskeið í dansi í Selinu frá kl. 14-16. lO.feb diskótek í Selinu frá kl. 17-20. 24. feb félagsvist í skólanuntfrákl.17-20. lO.mars hæfileikakeppni og diskótek í Selinu kl. 17-20. 24. mars diskótek í Selinu kl. 17-20.21. aprfl diskótek í Selinu kl. 19- 22. Myndin var tekin af sigurvegurum í spurninga- keppni sem haldin var fyrir áramót. SKOÐANAKÖNNUN í MARS Eins og kom fram á borgarafundi um skipulagsmál í nóvember var samþykkt að gera skoðanakönnun um vilja Seltiminga til framkvæmda á vestursvæðinu Að sögn Sigurgeirs bæjarstjóra verður leitað til Hagvangs, Félagsvísindastofnunar Háskólans eða Skáís. Viðurkenndir aðilar munu sjá um skoðanakönnuninna sem gerð verður í mars. BUBBI MORTHENS MEÐ TÓNLEIKA bls. 5 1% ATVINNULEYSI Á SELTJARNARNESI Nesfréttir könnuðu hve margir væru atvinnulausir á Sel- tjarnarnesi. 45 manns voru atvinnulausir í desember. Það vorul8 konur og 27 karlar sem erum 1 % af íbúafjölda, sem er langt undir landsmeðaltali sem er nálægt 5%. AUGLÝST EFTIR UMHVERFISVÆNUM FJÖLSKYLDUM bls.4

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.