Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2012, Qupperneq 9

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2012, Qupperneq 9
9 Árgangur 1932 hittist á Siglufirði Fremsta röð frá vinstri: Gunnar Skarphéðinsson, Svavar Færseth, Vilborg Jónsdóttir, Sigríður Samúelsdóttir, Guðný Friðriksdóttir, Guðrún Bentína Frímannsdóttir, Erna Karlsdóttir, Sólborg Júlíusdóttir. Miðröð frá vinstri: Sigurlína Eiríksdóttir, Inga Helgadóttir, Björg Arnþórsdóttir, Kristjana H. Guðmundsdóttir, Ólafur G. Einarsson, Svala Einarsdóttir, Tómas Einarsson. Aftasta röð frá vinstri: Hreinn Magnússon, Jón Hallsson, Ari Rögnvaldsson, Jón Helgason, Henning Á. Bjarnason, Hörður Óskarsson, Einar Björnsson. Undirrituð brá sér í Sjálandshverfið í Garðabæ og spjallaði við Ólaf G. Einarsson, úr árgangi 1932. Árgangur ´32 frá Siglufirði nýtur þess heiðurs að vera fæddur á vígsluári Siglufjarðarkirkju og á því stórafmæli sömu ár og kirkjan. Þau endurnýjuðu gömul vinabönd og samskipti á fimmtugsafmælinu, árið 1982, og komu þá norður 40 saman í rútu ásamt prestinum sem fermdi þau, sr. Óskari J. Þorlákssyni og Elísabetu Árnadóttur konu hans. Safnaðarheimilið var vígt þetta ár en í því húsnæði höfðu þau setið við nám áratugum fyrr. Af þessu tilefni afhenti árgangurinn málverk af sr. Óskari. Árgangurinn hefur hist á fimm ára fresti frá fimmtugs- afmælinu og gert sér margt til gamans. Kristjana H. Guðmundsdóttir, Gógó, er sú sem duglegust er að kalla hópinn saman. Í ár fagna þau og kirkjan 80 ára afmæli. Til afmælis Siglufjarðarkirkju mættu 22 úr árganginum, en alls voru þau 73 talsins á fermingarárinu, 29 eru látin. Á Siglufirði búa 7 úr hópnum. Dagskrá árgangsins hófst laugardaginn 1. september og þann dag var fetað um gamlar slóðir í bænum, farið á Síldarminjasafnið, í Gamla slippinn, Ljóðasetrið, Þjóðlagasetrið, Skógræktina, Héðinsfjörð og í myndatöku. Um kvöldið var fagnaður í Allanum, hátíðarmatur og dagskrá að hætti árgangsins. Veislustjóri var Ólafur (Óli) G., Kristjana (Gógó) setti hátíðina, Hörður (Höddi Óskars) hélt afmælisræðu, Gunnar (Gunni Skarp) skyggndist inn í fortíðina með myndum frá liðnum tíma, Jón (Jonni Halls) ljóðskáld árgangs ´32 flutti frumsamin ljóð og Henning Á Bjarnason o.fl. fluttu minningar frá liðinni öld. Forsöngvari í fjöldasöng var Jonni Halls og gítarleikari Nonni Helga. Árgangurinn mætti svo ásamt mökum til hátíðarmessu í kirkjunni sunnudaginn 2. september. Kaffiveitingar voru á eftir í Safnaðarheimilinu. Ég þakka Ólafi fyrir spjallið og sendi árgangi 1932 og Siglufjarðarkirkju góðar afmæliskveðjur. Jóna Möller

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.