Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2012, Síða 15

Ægir - 01.08.2012, Síða 15
15 R A N N S Ó K N I R ingar á líffræði og hegðunar- mynstri hrognkelsa ásamt því að leita frekari leiða til nýt- ingar á tegundinni. „Við höf- um merkt um tíu þúsund grá- sleppur síðan við byrjuðum á þessu verkefni og reynum þannig að kortleggja farleiðir þeirra. Það skilar okkur upp- lýsingum um hegðunarmynst- ur tegundarinnar þegar hún kemur til hrygningar og vís- bendingum um hvort hún kemur einu sinni, tvisvar eða oftar til að hrygna. Við höfum fengið mjög góðar endur- heimtur á merkjum innan vertíðar, ekki mikið á milli ára en höfum aldrei fengið merki eftir tvo vetur í hafi. Það gefur okkur vísbendingar um mikil náttúruleg afföll eftir hrygningu og að fiskur- inn sé í fæstum tilfellum að hrygna oftar en tvisvar,“ segir Halldór. Verkefnið hefur verið unn- ið í samstarfi við Hafrann- sóknastofnun, Veiðimála- stofnun, Háskólann á Akur- eyri og Matís. Verkefnið hefur einnig að miklu leyti verið unnið í samstarfi við sjómenn og Halldór segir þá hafa ver- ið mjög jákvæða. „Við kunn- um þeim miklar þakkir fyrir þeirra hjálp og samstarf.“ Bati hörpuskeljar hægur Af öðrum rannsóknum má nefna rannsóknir á hörpu- skel, beitukóngi, svifþörungi og ræktun á frumdýrum svo eitthvað sé nefnt. „Við gerð- um lítilsháttar úttekt á ástandi hörpuskeljar í samstarfi við tilraunastöð HÍ að Keldum. Árni Kristbjörnsson rannsak- aði þær skeljar sem við sótt- um í Húnaflóa og kom í ljós að batinn er fremur hægur eftir sýkinguna sem kom upp á sínum tíma,” segir Halldór. „Við erum núna að gera úttekt á ígulkerjum í Húna- flóa og Skagafirði. Það er verkefni sem hófst í sumar. Þar erum við að reyna að átta okkur á þéttleika á ein- stökum svæðum, hrognagæð- um og hvernig hrognafylling breytist eftir árstíðum. Svo höfum við einnig verið að rannsaka bandormssýkingu í ufsa, hvað það er sem veldur og hvort einhver svæði eru verri eða betri en önnur. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að fiskurinn hér fyrir norðan geti verið minna sýkt- ur. Það á hinsvegar eftir að fara í gegnum meira af sýn- um til að geta fullyrt eitthvað um það. Þessi tegund band- orms virðist hafa verið lítið rannsökuð hér við land og því verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður.” Þurfti sannfæringarkraft Allir starfsmenn fyrirtækisins að undanskildum einum búa á Skagaströnd. Skyldi ekki hafa verið erfitt að fá fólk til þess að flytjast til Skaga- strandar? „Í upphafi var ég bara einn og það verður að viðurkennast að fyrst um sinn var erfitt að fá fólk hingað enda fyrirtækið ungt og að taka sýn fyrstu skref. Það þurfti sannfæringarkraft til að telja fólki trú um að verk- efnið væri gott og áhugavert. Eftir fjármálahrunið hefur þetta gengið mun betur. Við höfum einnig ráðið sérfræð- inga að utan þegar erfiðlega hefur gengið að fá innlent starfsfólk. Fyrirtækið er orðið þónokkuð þekkt í okkar geira núorðið svo þetta helst allt í hendur. Það er alltaf erf- itt að koma nýju fyrirtæki á fót en þetta hefur gengið vel hingað til og við höfum verið að styrkjast faglega frá ári til árs,“ segir Halldór Gunnar. Starfsmenn BioPol búa allir á Skagaströndað undanskildum einum sem býr á Sauðárkrók. Fyrirtækið er í samvinnu við Háskólann á Akureyri og nemar frá skólanum hafa unnið að rannsóknum með BioPol.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.