Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2012, Síða 18

Ægir - 01.08.2012, Síða 18
Sjávarútvegsnám heillar fleiri en áður S J Á V A R Ú T V E G U R Fisktækniskólinn í Grindavík er nú orðinn framhaldsskóli. Aðsókn að námi sem tengist ýmsum greinum sjávarútvegs hefur aukist mjög og virðist sem áhugi hafi glæðst til mik- illa muna meðal landsmanna að sækja sér menntun á þessu sviði. Áhugi fyrir slíku námi er nokkuð sveiflukennd- ur, en að jafnaði er hann mestur þegar vel gengur í sjávarúvegi líka og um þessar mundir. Fleiri sækja í sjávarútvegsfræði Hreiðar Þór Valtýsson lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri segir að nemend- um í sjávarútvegsfræði hafi fjölgað talsvert á síðustu ár- um eftir mikla lægð í fjölda innritaðra nemenda fá árun- um 2005 til 2007. Eftir það hafi nemendum hins vegar fjölgað stöðugt þannig að nú eru 65 nem- endur að læra sjávarútvegs- fræði við Háskólann á Akur- eyri, 34 nemendur á 1. ári, 18 á 2. ári og 13 á síðasta ári. „Það er erfitt að segja til um af hverju þessi fjölgun hefur orðið nú undanfarin ár, líklega eru þar á ferðinni nokkrir samverkandi þættir,“ segir Hreiðar Þór og nefnir m.a. að á árunum 2007 til 2010 hafi fengist góður styrk- ur frá LÍÚ og Menntamála- ráðuneytinu til að kanna for- sendur námsins, hvernig út- skrifuðum nemendum reiddi af, hvernig þeir reyndust í starfi og hver áhuginn væri hjá ungdómnum á sjávarút- vegi. Fjölbreytt nám „Við settum einnig trukk í kynningarstarf, sérstaklega með heimsóknum í fram- haldsskóla og það hefur ef- laust skilað sínu. Það eru líka aðrir þættir sem spila inn í. Sjávarútvegur og allar hinar fjölmörgu hliðargreinar hans ganga mjög vel um þessar mundir og laða ef til vill að. Við höfum einnig orðið vör við að þegar lægð er í efna- hagslífinu þá virðist fjölga í náminu hjá okkur,“ segir Hreiðar Þór. Hann nefnir að lauflétt könnun meðal núverandi nemenda hafi einnig sýnt að útskrifaðir sjávarútvegsfræð- ingar eru duglegir að kynna námið og eru allnokkrir af núverandi nemendum í nám- inu vegna hvatningar frá þeim útskrifuðu. Hreiðar Þór segir að nám í sjávarútvegsfræðum sé mjög fjölbreytt, en lögð er áhersla á að sjávarútvegur er í raun ferli frá því fiskur er dreginn úr sjó þar til afurð lendir á diski neytanda einhvers stað- ar úti í heimi. Greinar sem kenndar eru í sjávarútvegs- fræðum séu því allt frá því að kenna um eðli hafstraum- anna, þ.e. um búsvæði fisks- ins yfir í markaðsfræði. „Þetta er því sérstök blanda af raun- vísindagreinum og viðskipta- fræðigreinum,“ segir hann. Erum að ná toppnum Aðsókn að Skipstjórnarskól- anum sem starfræktur er inn- an Tækniskólans hefur aldrei verið meiri en nú í haust, en undanfarin ár hefur aðsókn farið mjög vaxandi. Vilbergur Magni Óskarsson, skjólastjóri, segir að um 95 nemendur stundi nám við Skipstjórnar- skólann í vetur, þ.e. í dag- námi og ívíð fleiri í dreifnámi. Skólinn geti vart tekið við fleiri en um 100 nemendur þannig að toppnum verði senn náð. Vilbergur segir að menn hafi tekið eftir því að aðsókn að náminu hafi farið að aukast strax eftir kreppu. Aðsókn að skólanum hafi alla tíð verið sveiflukennd og far- ið eftir því hvernig áraði í þjóðfélaginu, þegar vel gengi í sjávarútvegi væri aðsókn meiri og minni þegar harnaði á dalnum. Skólastjóri Fisktækniskólans segir greinilegan áhuga hjá ungu fólki á sjávarútveginum og að greinin geti vænst þess að sjá áhrif þessa áhuga á komandi árum þegar þetta fólk skili sér úr námi á vinnumarkaðinn. 18

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.