Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2012, Qupperneq 21

Ægir - 01.08.2012, Qupperneq 21
21 S J Ó S Í L I að talsvert varð vart við makríl í Faxaflóa í sumar, en hann á það til að éta sandsíla- seiði.“ Lundinn að taka við sér? Kristján segir að þótt varp þeirra tegunda sjófugla sem háðastir eru sandsíli hafi í flestum tilfellum gengið illa á sunnanverðu landinu vegna sílaskorti séu aftur á móti ný- legar vísbendingar um að talsvert hafi komist upp af lundapysjum í Vestmannaeyj- um. „Athuganir okkar á fæðu lunda í lok júlí við Eyjar sýndu að fuglarnir tóku aðal- lega ljósátur og marflær en einnig fannst lítilræði af sand- síli og þorskfiskaseiðum. Okkur virðist því sem að í sumar hafi lundinn bjargað sér á annarri fæðu en sandsíli en það hefur honum ekki tekist undanfarin ár.“ Nýlega fór fram athugun til að kanna hvernig varp- stofnar fimm algengra ís- lenskra sjófuglategunda - fýls, ritu, langvíu, stuttnefju og álku - breyttust á tveim ára- tugum eða frá tímabilinu 1983-1986 til 2005-2008. Öll- um fimm tegundunum fækk- aði frá miðjum níunda ára- tugnum. Ritu og álku fækkaði minnst, eða um 16% og 18%, fýl og langvíu um 30% en stuttnefju um 44%. „Slíka fækkun vill maður einmitt tengja minnkandi fæðufram- boði.“ Súlan étur makríl Kristján segir að svo virðist sem helstu tegundir sjófugla séu að spjara sig allvel á norðanverðu landinu en rannsóknir hafa sýnt að þar er loðna uppistaða í fæðu margra tegunda. Á landinu sunnanverðu hefur skort aðra fæðu en sandsíli fyrir margar tegundir sjófugla. „Ef sandsílið nær sér ekki á strik kunna aðrar tegundir að verða meira áberandi í fæðu fugla. Afar erfitt er að spá fyrir um hvaða tegundir það gætu orðið. Þó er hugs- anlegt að marflær og ljósátur verði algengari fæða og ýms- ar tegundir fiska eins og til dæmis loðna, síld, kolmunni og rauða sævesla. Sú breyting hefur þegar orðið á fæðu súlu að í stað þess að éta sandsíli áður er nú makríll mikilvæg fæða.“ Erum með fyrirliggjandi allar stærðir og gerðir af rafmótorum Hólmaslóð 6 • 101 Reykjavík • Sími 551 5460 Fax 552 6282 • segull@segull.is • www.segull.is • Rafverktakar • Rafvélaverkstæði • Raftækniþjónusta Svo virðist sem fleiri lundapysjur hafi komist upp í Vestmannaeyjum en að undanförnu. Mynd: Kristján Lillendahl

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.