Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Page 7

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Page 7
Guðjón Kristinsson framkvæmdastjóri og Hulda Hákonardóttir, markaðs- og kynning- arstjóri, segja markaðs- starf Ístex innanlands að miklu leyti felast í því að byggja upp tengsl við prjónafólk. Það hafi ver- ið gert til dæmis með út- gáfu bóka og blaða með prjónauppskriftum. Þar megi nefna hönnunar- samkeppni um Óveðurs- peysuna sem efnt var til fyrir um hálfu öðru ári. Þar barst inn fjöldi peysa, sem þóttu hann- aðar af mikilli hug- myndaauðgi. Voru upp- skriftir af nokkrum þeirra og fleirum til – alls 40 – gefnar út í uppskriftabókinni Óveð- ur sem kom út nýlega. „Útflutningur okkar á lopa skiptir miklu máli, en við seljum mikið til Norðurlanda, víðar til Evrópu, Bandaríkjanna og þá stækkar Japans- markaður sífellt. Fyrir hrun var gengi krón- unnar alltof hátt skráð en nú er það í betra jafn- vægi. Útflutningur er því farinn að skila ágætum tekjum í dag og innan- landsmarkaður er sterk- ari en áður,“ segir Guð- jón, sem hefur starfað við ullariðnaðinn í Mos- fellsbæ í bráðum 40 ár. Mikil hug- mynda- auðgi HAFA STERK TENGSL VIÐ PRJÓNAFÓLKIÐ „Salan á íslenskri ull hefur sjaldan verið meiri. Á síðustu árum hafa fatahönnuðir kynnt ýmsar skemmtilegar upp- skriftir að ullarflíkum og áhugi á prjónaskap er mikill. Þá eru bændur almennt mjög meðvitaðir um að skila inn sem bestri ull. Með rúningi fjár tvisvar á ári, það er að hausti og aftur seint að vetri, hafa gæðin aukist til muna,“ segir Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex í Mosfellsbæ. Stór vinnustaður Rætur íslensk ullariðnaðar eru í Mosfellsbæ, en það var árið 1896 sem byrjað var að vinna ull í verksmiðjunni í Ála- fosskvos við Varmá. Og þó margt hafi breyst á löngum tíma eru aðferðirnar og vinnslan alltaf með líku lagi, það að ull er þvegin, tætt, lit- uð, kembd og spunnin. „Þétt- býli hér í Mosfellsbæ mynd- aðist meðal annars vegna starfseminnar við Álafoss sem var stóriðja síns tíma,“ segir framkvæmdastjórinn. Í dag starfa um 50 manns hjá Ístex, 11 eru í þvottastöð- inni á Blönduósi og um 40 í verksmiðjunni í Mosfellsbæ. Þar er ullin sem kemur að norðan tekin inn og er fyrst tætt og hluti hennar litaður. Svo er þráðurinn kembdur svo úr verður lopi, sem síðan er spunninn, bæði fyrir vél- og handprjón. Í um 400 litum Alls eru afbrigðin af lop- anum frá Ístex, þar með talið í litum, um 400. Þar af fást 250 litagerðir fyrir útgáfu af hand- prjónalopa og 150 af fyrir vélprjón og vefnað – og er ull af síðarnefndu gerðinni meðal annars nýtt í þeim fjórum prjónastofum á landinu sem starfandi eru. Og það má margt búa til úr ullinni, svo sem peysur, sokka vettlinga og svo framvegis. Þá eru í Ís- tex framleiddar værðarvoðir en slíkar – hlýjar og góðar – standa alltaf vel fyrir sínu. Á Íslandi falla til um 1.000 tonn af ull á ári hverju og má ætla að ríflega ¾ hlutar þess séu eftir þegar hráefnið hefur verið hreinsað og þvegið. Það magn skiptist svo til helminga eða þar um bil; lakari ullin er gjarnan seld út landi og nýtist í teppagerð og slíkt en annað, eða um 400 tonn árlega, fara í framleiðslu í Mosfellsbæ. Ull- arverksmiðjan þar var lengi rekin undir merkjum Álafoss, fyrirtækisins sem varð gjald- þrota sumarið 1991. Seinna það sama ár var starfsemin endurreist undir merkjum Ís- lensks textíliðnaðar, sem í daglegu tali er stytt í Ístex. Er fyrirtækið í eigu starfsmanna og fjölda sauðfjárbænda víða um land. sbs@mbl.is Þar er ullin tætt, lituð, kembt og svo spunnin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vélavinna Guðlaug Gísladóttir kann handtökin. Allt er gert eftir kúnstarinnar reglum. Spunnið Ullin rúllar í gegnum ótalmargar vélar, þó svo tækn- in sem slík breytist ekki mikið. Þórdís Hafsteinsdótir við störf. Innlit í atvinnulífið Ístex í Mosfellsbæ Ljósm/Aldís Pálsdóttir Hlý Kalt haust heitir þessi peysa sem er prjónuð eftir verðlauna- uppskrift. Voðir Sigurdór Andrésson tekur stykkin úr vélum í vinnslusal. Stjórnendur Guðjón Kristinsson og Hulda Hákonardóttir. Lopi Emil B. Karlsson hefur lengi staðið við vélar hjá Ístex. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2015 7 Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Félagslíf Landsst. 601501011715 I Rh. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Lögreglumaður með 3 börn og fasta vinnu leitar að 2ja-3ja herbergja íbúð til langtímaleigu á barnvænum stað. Erum róleg, snyrtileg og skilvís. Skoðum flest hverfi. Er með meðmælendur. Upplýsingar í síma 897 5567. Leiguhúsnæði óskast Húsnæði óskast Háaleitisbraut 58–60, 3. hæð. Sunnudagurinn 18. jan. kl. 14. ,,Erindrekar Krists”. Ræðumaður Haraldur Jóhanns- son.Túlkað á ensku. Sunnudaga- skóli fyrir börnin. Sunnudagur 18. janúar Kl. 11.00 Samkoma. Conlon Carter, presturTimes Square kirkjunnar í NewYork, prédikar. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Kl. 14.00 Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni. English speaking service. www.filadelfia.is Verið innilega velkomin á sam- komu í Fíladelfíu. Bókaveisla Hin eina sanna bókaveisla í Kolaportinu heldur áfram um helgina. Opið um helgina kl. 11-17. Til sölu www.tjald.is Lénið og vefurinn www.tjald.is er til sölu. Áhugasamir spyrjist fyrir og sendi inn verðtilboð á tjald@tjald.is Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.